29 janúar 2008

Barna-alvaran er byrjuð. Mætingin hefur nú ekki verið 100%, af mismunandi ástæðum. En mér líst bara vel á þetta, auðvitað er alltaf auðveldara að koma inn í málin og þekkja ekki börnin þannig að ég nota mikinn tíma til að kynna mér mál þeirra barna sem eru að koma til mín. Auðvitað er þetta mjög krefjandi starf og mikið sem maður þarf að fylgjast með og vita en það er það sem að mér finnst svo spennandi. Foreldrarnir eru mismunandi eins og þeir eru margir. Sumir tala og tala aðrir segja ekki neitt og svo eru þeir sem eru bara vanir og hinur sem eru óvanir og ekkert af þessu fer eitthvað meira saman en annað. Krakkarnir eru svo misáhugasamir um að láta fikta í tækjunum sínum hvað þá að þurfa að taka þátt í stillingunum... auðvitað er miklu skemmtilegra að leika sér á bílateppinu á gólfinu með bílana og kubbana.
Stundum finnst mér ég ekki vita neitt og nánast fer að hugsa hvað ég hef verið að læra en svo þarf ég bara að minna mig á að mín reynsla er aðalega á fullorðnum. Þetta kemur allt saman. Sú sem ég er að leysa af kemur svo aftur í vinnu eftir 4 vikur og þá ræðir maður bara málin.
Svo er ég að fara til Akureyrar með vinnunni á föstudaginn... ég hlakka bara svolítið til verð ég að segja. Þetta verður langur dagur, tek fyrsta flug kl 7:45 og er ekki komin heim fyrr en einhvern tíman um kvöldið eða eftir 9 alla vegana.

Við stórfjölskyldan(ég, m&p og J$L) fórum norður um helgina. Ég veit ekki hvort fólkið í vinnunni trúði mér þegar ég sagðist vera að fara norður. Þegar við keyrðum kjalanesið þá sást ekkert of mikið. Þegar við áttum stutt í göngin skildum við ekki alveg afhverju bíllinn á undan keyrði svona mikið út í kantinum en föttuðum svo að hann var að leita af afleggjaranum í Hvalfjörðinn...hihihi... Svo á Holtavörðuheiðinni sást á milli stika... ekki mikið meira en það. Og þar sem að hann bróðir minn er nú ágætis bílstjóri þá komust við nú klakklaust alla leiðina. Svo á leiðinni tilbaka var ekki nema 35m/s á Holtavörðuheiðinni... kannski sem betur fer voru engar kviður :Þ
En annars var helgin bara ágæt... gott að komast í burtu og slappa af. Fór meira að segja í pottinn en það var líklega -4°C þá stundina... hressandi að fara upp úr :Þ

23 janúar 2008

Komin heim

Erla var kom til mín á fimmtudaginn og var fram á mánudag, en þá fórum við saman heim. Við versluðum frekar mikið, aðalega var hún að versla barnaföt á litla frænda, gerðum alveg svakalega góð kaup. Á einum stað var 50% af útsöluverðinu... bara snilld.

Við kíktum líka í innfluttningspartý hjá Erik og félögum, Erla komst á séns þar með einum gaur sem nennti að tala ensku við hana. Hann fékk númerið hjá henni og hringdi tvisvar í hana með stuttu milli bili á sunnudeginum til þess að reyna að komast á kaffihús, í þriðja skiptið svaraði hún ekki. Þetta var ekki alveg að gera sig.
Við kíktum líka í Gautarborgar safnið.
Svo þurfti að þrífa og taka til í íbúðinni extra vel þar sem Jón og Sigga(foreldrar J.Hildar) ætla að vera í íbúðinni í 2 mánuði.

Ferðalagið heim gekk bara mjög vel, þrátt fyrir að þyrfa að vakna kl 5:20. Lentum kl 14:40 og foreldrar Erlu sóttu okkur út á völl. Fórum heim til þeirra á meðan foreldrar mínir voru í vinnunni. Andrea var heima hjá foreldrum sínum með litla kauða sem er reyndar nefndur Kristján eins og er. Svo ég böggaðist í honum í ca. einn og hálfan tíma til að fá hann til að vakna... gekk ekki alveg... honum var alveg sama.

Svo fór ég út að borða með vinnunni á mánudagskvöldið, en það kom dani í heimsókn að kynna heyrnartæki svo hann bauð okkur út að borða. Ég byrjaði svo að vinna í gær(þri) dagurinn var nú annars bara rólegur, fékk mína fyrstu kúnna í dag, og eitthvað meira á morgun og svo fer þetta að fara á fullt. Fæ svo fyrstu börnin til mín á föstudaginn en síðan byrjar barna-alvaran á mánudaginn :)

Þar til næst...

17 janúar 2008

4 dagar í heimkomu

Er núna að bíða eftir Erlu frænku en lestin hennar á að koma kl 16:15 til Gautborgar. Við ætlum kannski að kíkja á handboltann í kvöld. Það væri gaman að kíkja með nokkrum svíum, þá erum við alla vegana 2 á móti hinum. Kannski að við kíkjum á einhvern sportbar hér í nágrenninu.

Annars var ég fá spennandi verkefin í vinnunni. En það vill þannig til að leikskólabörn(með heyrnarskerðingu) eru að koma í sína árlegu skoðun núna í lok jan og sú sem sér um börninn þurfti skindilega að fara í veikindaleyfi og þá var ég beðin um að taka hluta af þessu að mér. Sem að mér finnst bara ótrúlega spennandi :O Las e-mailið í lok hádegishlésins í skólanum og átti mjög erfitt með að einbeita mér það sem eftir var dags :/ Var alltaf að hugsa um þetta. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi, auðvitað er ég smá stressuð en það er bara eðlilegt. Krefjandi verkefni sem gaman verður að takast á við. Vona bara að ég fái ekki leið á krökkunum, því þá er ég í vondum málum. En ég efast nú um að það gerist.
Svo var á planinu að ég fari 2 sinnum til Akureyrar heiland dag, veit ekki hvort að þetta verkefni trufli það eitthvað.

Það verður skrítið að koma heim í 2 mánuði yfir vetrar tímann og sérstaklega þar sem að ég er ekki búin að kaupa miðan til baka. En hafið ekki áhyggjur ég fer aftur út :þ Þarf nú líka að kaupa mér miða til Stokkhólms, þarf að fara þanngað í viku. Kannski að ég fari á tónleika með Rihanna... Marie var eitthvað að tala um að hún væri að fara að halda tónleika.

Jæja klukkutími í Erlu.

13 janúar 2008

8 dagar í heimkomu...

Kíkti aðeins á djammið í gær, en hef ekki gert það af alvöru í frekar langan tíma, já eða mér finnst það.
Við fórum nokkrar saman og skemmtum okkur ágætlega þó að ég hefði valið einhvern annan stað. Á endanum voru ég og Lottie bara einar eftir en hún hafði fundið sér einhvern gaur. Á meðan ég leifði henni að daðra við gaurinn á barnum kom einn gaur til mín og við vorum bara mesta að spjalla en hann virtist verða hálf fúll þegar ég vildi ekki að hann kæmi með mér heim.
En það er alveg ótrúlegt hvað gaurar eru uppteknir af því hvaðan maður er. Ég veit ekki hvort þetta sé bara almennt hjá svíum þar sem langið er stórt og margir eru aldri upp í minni bæum en flytja svo í stærri bæina. En ég er alla vegana orðin nett þreytt á þessu, kannski aðalega vegna viðbragðanna. Það er greinilega svo hrikalega merkilegt að maður sé frá Íslandi og að maður tali ágæta sænsku eftir að hafa búið hér í meira 3 ár. Stelpurnar voru að segja mér að vera ekkert að segja of mikið, bara segja "já ég bý í Gautaborg" reyndi þetta í gær en það gekk illa, forvitnin varð bara enn meiri.

Ekki get ég ímyndað mér fólk á djamminu í Rvk "hvaðan ertu?" "Ertu úr Reykjavík?" Vá hvað ég hlakka til að verða "eins og allir hinir". Reyndar finnst mér strákar á íslandi ekki eins opnir á djamminu og svíarnir.

Stundum langar mig bara að hætta þessu rugli hérna og flytja heim. Verst að þá þarf maður að finna sér íbúð en kjörin eru ekki þau bestu núna.

10 janúar 2008

stutt eftir

Núna er ég búin að klára kennslu/uppeldisfræði prófið sem ég var farin að kvíða verulega fyrir. Daginn eftir að ég kom sat ég á bókasafninu frá 8:30 til 16:30 og var frekar búin á því. Lenti í smá veseni daginn eftir þar sem að ég fór eftir leiðbeiningunum en það átti maður víst ekki að gera, sem gerði það að verkum að ég fékk ekki næsta hluta fyrr en ég var farin að athugamálið því seinkunin var orðin of mikil. Sat svo fyrir öðrum hlutanum allan laugardaginn og á mánudagskvöldið var umræðutími þar sem við áttum að gagnrýna verkefnið hjá örðum munnlega og verja sitt eigið. Það var mikill léttir að fá að vita að ég hafði náð, bara smá smotterí sem ég þurfti að laga, og þá er ég að tala um bara útlitslega séð. En það stóð hvergi að þetta færi svona formlegt og að við ættum að vera með heimildalista og læti. Ég var bara að svara prófspurningu.

Byrjaði svo fyrir alvöru á Tölfræði heimaprófinu í gær og komst frekar langt með það. Í dag gerði ég svo aukaverkefnið sem ég átti eftir að gera í kennslu/uppeldisfræðinni þar sem að ég mætti ekki í fyrsta umræðutímann(skyldumæting). Þetta er búið að sitja á hakanum alla önnina. En ég kláraði þetta og sendi þetta inn. Ég komst að því á mánudaginn að ég hef verið skráð í vitlaust nemendafélag alla önnina. En málið er hér að maður fær ekki einingarnar sínar ef maður borgar ekki í nemendafélag. Ég spurði svo kennarann hvort þetta væri ekki í lagi en hann sendi mailið áfram og þá kom svar um að ég ætti að skipta um nemendafélag. Ég talaði svo við nemendafélagið sem ég er í og þá var þetta eitthvað vesen fyrir utan að önnin er næstum því búið og ætti ekki að skipta neinu máli. Svo ég sendi á þessa manneskju aftur og tók þessari reiði minni bara þegjadi og hljóðalaus og kom með svar sem var svipað og "já ok" svo við sjáum til hvort að ég fæ einingarnar. Svíar og þessar hlev. reglur.

En annars þá fór ég á skauta með Lottie á þriðjudaginn, maður verður að gera eitthvað skemmtilegt inn á milli. Vorum á skautum í 2 tíma og skemmtum okkur mjög vel og erum búnar að ákveða að fara aftur á mánudag eða þriðjudag.
Um kvöldið fór ég svo í bíó með Öllu og Eret vinkonu hennar á Goodluck Chuck. Fín mynd en svolítið of pínleg á köflum en ekki yfir strikið.

Annars setti ég inn nýjar myndir í gær(minnir mig) smá yfirlit yfir des '07 og jan '08
Svo er ég búin að kaupa flugmiða heim 21.jan fer aftur eftir páska. Og Erla frænka er búin að kaupa flug til mín 17. til 21. jan. Svo ég fæ bæði heimsókn og ferðafélaga heim... getur ekki verið betra :)

Þetta er orðið ágætt í bili

01 janúar 2008

Gleðilegt ár

Ég er búin að hafa það fínt hérna í fríinu heima. Búin að hitta 2 lítil börn, litla frænda og hann Jónas Breka hennar Huldi, sá í leiðinni nýju íbúðina hjá þeim Huldu og Gumma bara rosalega fínt verð ég að segja.

Var í áramótapartýi hjá Jóni og Lilju í gær, við vorum 16 manns en fjölskyldurnar eru frekar misstórar :Þ Maturinn var mjög góður en þær systurnar Lilja og Kristín voru búnar að standa í eldhúsinu allan daginn.
Við vorum klikkaði nágranninn en Beggi, mágur Lilju, var búin að redda fáránlega mikið af flugeldum. Húsið snéri alveg rétt og við vorum í ágætis logni við útidyrnar og rokið gerði það að verki að allur reykur og glóð fóru frá húsinu.

Annars hefur lífinu bara verið tekið með ró í dag. Fór til ömmu til að kveðja hana og svo til móðurbróður míns.
Pakkaði ALVEG SJÁLF á meðan foreldrarnir horfðu á Óla... á bara eftir að setja skyrtuna sem ég er í ofan í tösku :)
Svo er bara flug í fyrramálið kl 8:00... á sæti í vélinn og ætla bara í sjálfsafgreiðsluna svo ég þarf ekkert að mæta ooof snemma.

Svo er tekur við heimapróf þegar ég kem út... kvíður nett fyrir

En þar til næst... í Svíþjóð
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla