18 janúar 2005

Önninni lokið og næsta að byrja

Við lukum við önnina loksins í gær, og auðvitað með prófi í Signal theori. Gekk bara vel held ég þar sem 3 spurningar voru eins og þær sem við fengum að æfa okkur á :) En eftir prófið þá röltum við Marie niður í bæ og á leiðinni datt henni í hug að kíkja á World-Culture-Museum eða Världskulturmuseet. Þetta var þó nokkuð rölt enda miklu lengra í burtu en ég bjóst við. Svo þegar við komum þannagð þá var auðvitað lokað, enda lokað á mánudögum. Þannig að við röltum bara til baka og fórum heim því við vorum að fara út með bekknum um kvöldið.
Svo hittumst við öll kl 19. í gærkvöldi og fórum 11(+3 makar) saman á bar, við erum 27. Þetta var bara fínt. Þær fyrstu fóru heim um 10 leitið en ég fór með þeim síðustu á miðnætti. Á tímabili var ég ekki að skilja neinn skapaðan hlut hvað var verið að tala um, en þá var tónlistin frekar hávær og ca.3-4 hópar að ræða saman um mismunandi hluti svo fyrir mér rann þetta allt saman í eitt, en það lagaðist svo :) Þetta er allt að koma. Það er bara verst að ég þoli ekki þegar fólk skilur mig ekki, en mér finnst eiginlega bara fyndið þegar fólk er að reyna að tala við mið og það veit ekki að ég er ekki sænsk, og það talar allt of hratt. Það var einn vinur stráksins sem er með okkur í bekk sem spurði mig hvort ég væri frá Gautaborg, ég sagðist vera frá Íslandi svo seinna um kvöldið spurði hann mig hvort að ég hefði ekki verið frá Noregi.... ekki alveg. En þá var hann líka búin að drekka nokkra bjóra ;) Svo var kærasti Rebecku(hún er með mér í bekk) sem fór að segja mér frá því að það væri 2 íslenskir próffesorar að kennar honum eða eitthvað svoleiðis. En hún þurfti að benda honum á að tala hægar og ekki nota orð sem hún skildi varla sjálf. En hann er í kennaranum og notar víst mörg orð sem margir skilja ekki;)
En þetta var bara fínt kvöld, svo er ég að fara í skólann á eftir kl 13 - 16:30, en nú er vor önnin að byrja í dag, með nýjum kennara ég vona bara að ég eigi ekki erfitt með að skilja hann.