05 júní 2005

4. dagar í heimkomu

Þá er ég búin í síðasta lokaprófiu og bara 1/3 af upptökuprófi eftir. Það gekk bara vel í prófinu á föstudaginn... svo vel að ég ætlast til að fá minnst 9 í einkunn.
Nú er það bara að læra fyrir upptöku prófið... þar sem ég verða að standast 4 spurningar af 6... maður getur ekkert safnað saman stigum... annað hvort kann maður eða ekki. Og ég ætla að kunna í þetta skiptið.

Í dag fór ég í Universeum... sem var mjög fínt... þetta er svona náttúru-safn. Ein uppsettningin er vatnið og hvað lifir í/við vatninu/ð, hér í Svíþjóð. Svo var regnskógur og ýmisleg dýr sem búa í regnskóginum... ég gleymdi að taka með mér myndavélina eða ég fattaði það ekki fyrr en of seint.
Svo eftir þetta fórum við Marie og Sofia á kaffihús og spjölluðum saman.
Ég fór svo að hugsa um hvað í ósköpunum ég gæti haft í kvöldmat... þá kom sú uppástunga að gera hakkpæ(kjötpæ eða köttfärspaj eins og það heitir hér) Og það varð úr að tilraun hefðist í eldhúsinu... Fyrst gerði ég þau mistök að setja 100gr sykur í stað fyrir 100gr smjör, þegar ég var að gera degið... veit ekki alveg hvernig mér tókst að hugsa svona rosalega vitlaust!?! Svo til að krydda kjötið notaði ég Tacos-krydd... og þetta kom bara ágætlega út, nema hvað degið datt mikið í sundur þarf að komast að því fyrri næstu prufi hvað heldur deginu saman.

Það er alveg merkilegt hvað maður getur búið til þegar maður á eiginlega ekki neitt og vill ekki kaupa of mikið... þar sem ég er nú einu sinni að koma heim eftir nokkra daga. Þetta pæ verður í matinn næstu daga enda alveg nógur afgangur... Mér er borgið, þe kvöldmatslega séð :þ

Svo er ég byrjuð að pakka öllu dótinu mínu, það gegnur bara ágætlega þó að margt sé enn eftir. Búin að fylla einn kassa af skóladóti og aðra ferðatöskuna sem ég var með, sú sem ég fer ekki heim með. Þetta reddast allt á endanum... enda er það lífsmottóið mitt :)

Jæja ég ætla aðeins að kíkja í bækurnar...