10 júlí 2005

Heima

Núna eru mánuður síðan ég koma heim. Ég er aðalega búin að vera að vinna eins og vanalega. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að vinna hjá Símanum í Ármúlanum. Það er alveg nóg að gera þarna og dagurinn líður frekar fljótt. Það eru bara rúmar 5 vikur eftir af vinnunni og þá kemur Marie til mín í heimsókn(16.ágú) og verður hér til 27. ágúst en þá förum við saman út aftur, svo byrjar skólinn 29. ágú.
Ég er búin að lenda í því að fólk komi til mín í vinnuna sem búa eða eru að flytja frá Gautaborg... eða að Svíi komi og byrji á að tala sænsku... svolítið skemmtilegar tilviljanir.

Ég komst að því þegar ég sá launaseðilinn að ég var látið borga 28.000kr í skatt. Mín var ekki sátt. Persónuafslátturinn minn tók ekki gildi fyrr en á komu degi en ekki frá áramótum eins og hjá flestum. En það er víst hægt að leiðrétta þetta með því að skrá sig með skattalegtheimilisfesti og sýna fram á að maður sé í námi í útlöndum. Ég þarf að ganga frá þessu einn morguninn, fara niður á Ríkisskattstjóra með staðfestinguna um að ég sé í námi, og með skattkortið og svo sækja um þetta skattalegaheimilisfesti... því líkt orð. En auðvitað fær maður ekki peninginn sinn tilbaka eins og skot.

Ég komst loksins á Sálar ball um helgina... búin að heyra um þessi böll í allan vetur og ég gat ekki slept því þegar ég loksins fékk tækifæri á því.

Ég læt kannski heyra í mér fljótlega aftur.