23 september 2008

Lífið í svíþjóð

Ég fór til Lundar á fimmtudaginn í fyrsta sinn á þessari önn, þarf að fara 4x í viðbót en það er ekkert miðað við fyrra haust. Marie er líka í þessum kúrsi svo það var voðalega gott að sjá kunnulegt andlit.
Ég fór svo með henni heim til foreldra hennar í Växjö um helgina. En þau eru að endurbyggja bóndabæ afa hennar. Við fórum svo út í skóg og tíndum sveppi, kantareller. Ég fann einn svepp... jeeejjj... það er frekar erfitt að finna þennan svepp þar sem hann er oft falinn. Annars tókum við því bara rólega.
Ég heyrði fyrsta jólalagið á þessu hausti á sunnudaginn. Við vorum inni í einni búð og þá var útvarpið á og það var verið að spila 80's lög og einhvern vegin datt þeim í hug að spila jólalag.

Annars gegnur skólinn finnt, það er mikið að gera, heldur manni við efnið og tíminn flýgur áfram. Er búin að vera dugleg að fara upp á bókasafn.

Ég var svo að frétta í kvöld að afabróðir minn var að deyja en hann býr hérna í Gbg svo ég býst við að þurfa aðeins að hjálpa til í kringum það. Enda eðlilegt þar sem að ég er eini ættingi hans hér. Annars er ein kona hér sem hefur séð um hann sem mun sjá um það mesta.

En lífið heldur áfram... Ég er búin að hitta leiðbeinanda minn fyrir mastersverkefnið. Hún er amerísk svo ég fæ aðeins að æfa mig í enskunni. Hún var allt öðru vísi en ég ýmindaði mér, útlistlega þeas. Mjög viðkunnaleg. Henni tókst reyndar að gera verkefnið margfallt stærra en ég ýmindaði mér. Svo við sjáum hvað ég geri. Allt opið... gæti þruft að finna annað verkefni.

En þetta er nóg í bili. Ég ætti kannski að skrifa niður þegar mér dettur í hug að skrifa eitthvað hér, því ég man það aldrei þegar ég loks sest niður og skrifa.

Bless í bili.

05 september 2008

Gautaborg

Komið sæl
Ég er komin til Gautaborgar, eins og kannski margir vita. Kom hingað sl. sunnudag.
Ég get ekki sagt að ég hafi hlakkað til að koma hingað í þetta skiptið. Byrjaði ekki að pakka fyrr en seinni partinn á laugardaginn enda fannst mér ég ekkert vera að fara út. Þegar flugvélin á vellinum hér langaði mig bara að loka augunum og vakna á Íslandi. Ferðin gekk nú reyndar ágætlega fyrir si fyrir utan töf í Keflavík vegna þess að eldvarnarkerfið fór í gang í farangursgeymslu flugstöðvarinnar og það gekk eitthvað illa að loka fyrir rennsli á vatninu sem gerði það að verkum að færiböndin virkuðu ekki svo ekki var hægt að checka-inn. Þetta varð að 50 mín seinkunn á fluginu, eins gott að ég var ekki að fara í lest.

Þegar ég kom svo í íbúðina tók þessi líka indilega klóakbræla á móti mér. En vatnið hefur ekki lekið í lögnunum hér í 2 mánuði. En þetta er orðið miklu betra núna þó ég finni ennþá einhverja skrítna lykt þegar ég kem inn.

Ég er búinn að fara í skólann einu sinni. En kúrsinn sem byrjaði fyrst er fjarnámskúrs sem við þurfum bara að í 3 sinnum, annars er allt hitt í gegnum netið. Næsti kúrs byrjar á föstudaginn eftir viku, ritgerðin, en það er ekki mikið um mætingu í þeim kúrs heldur. Ég ætla að reyna að vera dugleg núna í byrjun og klára fyrsta verkefnið í fjarnámskúrsinum sem fyrst, svolítið treg af stað en það kemur.
Svo fer ég til Lundar í einn kúrs sem er á fimmtudögum og föstudögum aðra hverja viku, svo ég mun fara til Lundar 5 sinnum í haust. En sá kúrs byrjar ekki fyrr en eftir tæpar 2 vikur. Svo byrjar 4 kúrsinn viku eftir Lund, á sömu dögum bara hinar vikurnar. Þannig að þetta fer ágætlega rólega af stað.

Ég fór í heimsókn upp á spítala í gær, en heyrnarfræðingar vinna á spítölum hér í Svíaríki. Þær voru nokkrar, á ráðstefnunni í júní, sem kvörtuðu yfir því að ég hefði aldrei kíkt í heimsókn. Þannig að ég skellti mér og var örugglega í 1,5 tíma. Mjög gaman að spjalla við þær en þær vildu endlega að ég kæmi reglulega, svo gæti ég líka haft samband við þær og við gætum kíkt á kaffihús eða bara eitthvað. Þetta er svolítið fyndið því þær eru 20-30 árum eldri en ég, en bara gaman að þessu.

Svo verð ég að nefna eitt í lokinn. Ég hef oft verið að bögga mig á því, hér í Svíaríki, þegar fólk(Svíar) er með handfrálsan búnað og halda á símanum á meðan símtalinu stendur og halda oft í snúruna með hinni hendinni (handfrjálst my &$$). Í gær þá sá ég eins sem mér fannst toppa þetta svolítið hún var með bluetooth og hélt samt á símanum(svona í brjósthæð).

Jæja þetta er fínt í bili.