31 júlí 2007

já ok...

ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa hér lengi... enda gleymi ég alltaf að skrifa hér þegar ég er hérna heima á klakanum.
Ég er alla vegana að vinna uppi á HTÍ og það gengur bara vel og er bara nokkuð gaman, þrátt fyrir að vera að vinna eingöngu með fullorðnum.
Reyndar þessa vikuna og síðustu viku er ég að vinna hjá Barnaspítala Hrinsins við að heyrnarmæla(skima) nýdædd börn. Þannig að ég er að hitta 10-20 börn á dag sem eru 1-5 daga gömul, sem er bara mjög skemmtilegt. Ég er reyndar bara að vinna hálfan daginn eða tæplega, en HTÍ er lokað núna í 2 vikur, fer aftur að vinna þar eftir verslunarmannahelgina.
Já og bæ ðe vei þá fer ég norður um versl.m.helgina... supræs!!! Svona ef eihverjum datt í hug að ég væri kannski að fara eitthvað annað. Ég fer norður í bústað á fimmtudaginn en svo til Akureyris á föstudaginn í útskriftarveislu, svo til baka á laugardag að ég held, annars er ég ekki búin að kynna mér það.
Aldrei að vita nema að ég haldi í hefðina um versl.m.h. og hitti Hildi A á Akureyri. Þar endilega að sjá íbúðina hennar.
Annars er allt í sómanum hér, skillst að ég sér að far út eftir tæpar 3 vikur... eða 19 ágúst. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er farin að sakna kunningjana úti svona þegar ég fer að hugsa út í það. Líka svolítið spennta að byrja í skólanum.

Later...

05 júlí 2007

konfekt!

Vá ég fékk konfekt frá einum kúnnanum í vinnunni á þriðjudaginn. Ég var ekkert smá hissa, 940 gr af Nóa Sirius konfekti!! En ég virðist líka vera að gera góða hluti. Það hefur líka einn sagt við mig "það er svo þæginlegt að tala við þig" Svo var einn hissa að við værum orðnar svo markar ungar sem erum að vinna þarna. En það er mjög gaman að heyra þegar fólk vill helst koma til mín þegar það þarf að koma aftur, ef ég hef verið að kenna þeim á tækin og stilla þau.

Æ ég ætla ekki að skrifa meira um vinnuna í bili. Hef kannski ekki heldur mikið annað að tala um þar sem að ég hef ekki gert svo mikið undan farið.

2 vinnuvikur búnar

Skrifað sunnudaginn 1. júlí
Þá er ég búin að vera hér heima í 2 vikur, alltaf fínt að vera á hótel Mömmu.
Það gegnur vel í vinnunni, ég hélt að það tæki aðeins meiri tíma að komast inn í þetta en þetta kom ótrúlega fljótt. Sem betur fer er ég ekki mikið í að ráðleggja fólki hvaða tæki þau eiga að fá enda engan vegin inni í verðinu, svo tekur líka tíma að muna hvaða tæki hefur hvaða möguleika en þetta kemur. En það gegnur mjög vel að láta fólk fá nýju tækin sín og stilla þau.

Ég fór í Þórsmörk um síðustu helgi og það var mjög gaman, við(þeas ég Jón Gústi og Kristoff) gegnum upp á Valahnjúk, stákarnir voru búnir að segja það við værum 30mín upp en 20 niður. En svo vorum við 30 mín upp en bara 13 mín niður... enda hálf hlupum niður. Svo fóru strákarnir að "synda" í einhverju gili. Það er langt síðan ég hef farið í svona almennilega útilegu... verð að gera þetta oftar.

Ég var bara heima þessa helgina enda komin mjög mikil þörf fyrir afslöppun og fá að sofa út... já eða svona þannig. Kíkti aðeins út á föstudagskvöldið með Maju, þvílíkur munur að það skuli vera búið að banna reykingar... en það var nú samt smá lykt af peysunni minni þegar ég kom heim.. það á örugglega bara eftir að hreinsa loftið inni á stöðunum almennilega.