27 febrúar 2007

Það eru allir mannlegir...

Ég sem sagt svaf yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna kl 8:00 til að taka lífinu með ró kannski liggja í rúminu í smá stund áður en ég færi á færtur til að ná strætó kl 8:55 og vera mætt í tíma kl 9:20. En ég setti símann á 0:00 í staðinn(stillti símann eftir miðnætti) og vaknaði 9:25. Hoppaði upp úr rúminu fór í fötm, setti á mig smá maskara og kl var orðin 9:30, næsti strætó fer 9:35 í óvissu um að ég næði fékk ég mér morgunmat og fór svo út og náði örðum strætó kl 9:40 sem fer aðra leið. Var kom í skólann kl 9:55. Ég var hissa að ég hafði ekki fengið sms frá Marie kl 9:20 en komst svo að því að hún hafði sjálf verið sein og kom ca kl 9:35 en þá fékk ég sms. Það getur verið kostur að mætla alltaf á réttum tíma og á alla fyrirlestra því þá vita aðrir í bekknum að það er eitthvað að ef ég er ekki mætt þegar fyrirlesturinn byrjar.
En já ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessu námi sem ég hef sofið yfir mig(þannig að ekki væri hægt að redda neinu) og mætt seint.

Ég geri mér grein fyrir að sumir skemmta sér ágætlega við þessum fréttum, þess vegna ákvað ég nú að láta umheiminn vita af þessu :Þ Þetta er nú í fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég sef yfir mig og mæti þar af leiðandi seint í skólann...

26 febrúar 2007

Innipúki helgarinnar

Jæja kominn mánudagur og farinn
Ég og Lottie fórum á djammið á föstudaginn en það endaði ekki alveg skv planinu... Fyrst vorum við hjá henni í smá stund þar sem ég þurfti að hjálpa henni með klæðnaðinn og svo fórum við til mín og héldum áfram að koma okkur í stuð og svo fórum við í heimsókn til stráksins sem hún deitar og vin hans, en þeir voru bara edrú og ekkert á leiðinni út. Svo fórum við þaðan rúmlega hálf eitt á einn skemmtistað en þegar við vorum búnar að vera þar í röðinni í smá stund segir Lottie við mig "eigum við kannski bara að fara heim?" og ég endaði með að samþykkja það bara, en við vorum búnar að ákveða að hún myndi gista á sofanum hjá mér. Það var bara í raun fyrir bestu að við fórum heim. Ég endaði með að skila hluta af áfenginu og kvöldmatnum áður en ég fór að sofa. Ég hef aldrei þjáðst að þynnku eftir djamm hingað til en núna veit ég hvað það er. Þegar ég vaknaði um morguninn snérist allt í hringi og maginn í vonu skapi. Ég tók því nú bara rólega allan laugardaginn... ca um 15 leitið gat ég farið að horfa á tölvuskjáinn án þess að líða illa og þá var ég orðin góð í hausnum en maginn með mótþróa. Ég var heima allan daginn fyrir utan þegar ég fór og keypti mér kebab sem tók 15 mín. Ég fékk reyndar næturgest en Ragnar var á djamminu og vildi ekki labba heim enda frekar langt heim til hans úr bænum svo hann fékk að gista.
Á sunnudaginn var ég mest heima allan daginn nema að ég fór út i búð og það tók klukkutíma svo var ég bara heima og gera mest lítið... jú ég lærði smá... ég varð að gera eitthvað gáfulegt. Svo var ekki skóli í dag þannig að ég var bara heima :þ Var reynar að vinna í lokaverkefninu mínu, gera ýmsar æfingar í excel :) Ég skrapp svo í heimsókn til Lottie, gott að komast út.
Ég er mest hissa á að hvað helgin var fljót að líða og mér leiddist ekki neitt, þó að flestir hafi ekki verið heima eða uppteknir um helgina. Það getur stundum bara verið gott að taka því rólega og gera EKKERT.

22 febrúar 2007

Bullu-Sprengi-Öskudagur... búið

Ég er alla vegana ekki búin að fá flensuna ennþá sem er auðvitað bara gott mál og vona að ég sleppi við hana.

Ég bakaði bollur um síðustu helgi, já maður verður að fá bollur í útlandinu, þær sænsku eru ekki alveg nógu góðar. Svo var ég með bollukaffi hér fyrir nokkra íslendinga, eða íslendingana mína eins og ég hef nefnt hópinn að undanförnu :þ, þe Alla, Ragnar, Gauti, Bjössi og Rakel. Rakel var nú bara í heimsókn hjá Bjössa sínum en fékk auðvitað að fljóta með. Svo bauð ég Marie og Lottie líka upp á bollur en ekki á sama tíma og íslendingunum. Marie hafði smakkað þær hjá mér áður og fannst þær mjög góðar... Lottie vara að smakka þær í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Það snjóaði bara hér í gær, flestum (alla vegana mér) að óvörum. Þetta var nú ekki svo mikil snjókoma þannig séð... varði bara í langan tíma. En alla vegna þá fór allt almenningssamgögnukerfið hér í rúst allt að 40 mín seinkun á sporvögnum og stundum komu 2-3 í röð. Þegar það snjóar hér að einhverju smá viti þá er eins og íbúarnir hér hafi aldrei séð snjó og vita ekki alveg hvað á að gera með þetta hvíta.

Svo er það bara djamm á föstudaginn... Lottie er rosalega mikið fyrir að djamma núna undanfarið og ekki kvarta ég... Við eigum bara eftir að redda okkur fyrirpartýi :þ

17 febrúar 2007

flensa eða ekki

Góðan og blessaðan daginn...
Ég er sem sagt búin að vera með illt í hálsinum síðan á miðvikudagskvöld og einkennin eru þau að það er vont að kyngja og ekkert annað, jú var smá slöpp á fimmtudag en það var kannski bara vegna þess að ég mátti það, frí í skólanum og svona. En ég er orðin frekar þreytt á þessu... von bara að þetta verði ekkert meira. Það er fullt af fólki í kringum mig veikt eða búið að vera veikt... nenni því ekki núna.

Annars vorum við í skólanum í gær á fyrirlestri þar sem dani var að fyrirlesa fyrir okkur. Í byrjun spurði hann hvort hann ætti að tala dönsku eða ensku, þeir sem sögðu eitthvað upphátt sögðu honum að tala bara dönsku og við myndum svo spyrja ef við skyldum hann ekki. Ég gat auvitað ekki beðið um ensku "HALLÓ!!! ég lærði dönsku í 7 ár!!" þannig að ég sá þetta bara sem ögrun að reyna að skilja... ég var reyndar sú eina í bekknum sem hafði séð þetta sem hann var að tala um. En svo allt í einu heyrðist hljóð frá hinum sem ekki hafa sænsku sem móðurmál... þær treystu sér engan vegin að reyna að skilja dönskuna og vildu frekar ensku. Þær hafa nú haldið því fram áður að skilja ekki ensku, svona þegar við vorum að byrja í náminu og ég talaði bara ensku. En vá hvað ég var stollt af sjálfri mér að vera ekki sú sem var með tungumálavandamál núna... hihihihi!!!
Svo þegar maðurinn byrjaði að tala þá var ég nú nokkuð viss um að ég hefði skilið dönskuna hans betur... vá hvað maður inn var með mikinn danskan hreim... það tók smá stund að stilla sinn til að geta skilið manninn.

Annars er planið að baka bollur í dag þar sem bolludagurinn er jú á mánudaginn, maður verður að sjá til þess að hinir íslendingarnir á svæðinu fái bollur :þ Annar bað Marie líka um bollur svo ég er að koma svíunum upp á þetta líka... Þeir hafa svo sem sínar eigin bollur en þær eru ekki næstum því eins góðar, rúnstykki með rjóma möndlumassa og flórsykri ofaná. Jæja best að koma sér út í búð og kaupa hráefnin.

14 febrúar 2007

Já já

Jæja það er besta að skrifa eitthvað hérna.
Ég kom til baka til Svíþjóðar á sunnudaginn en ég var heima í viku. Það gekk bara vel að safna þeim upplýsingum sem ég þurfti fyrir utan að ég hafði ekki lista með öllum börnunum. Þannig að ég notaði tíman og fór á leikskólan Sólborg, en þetta var vinnustaðaheimsókn í sambandi við kúrs sem ég var í fyrir jólin. Það var ekkert smá gaman að kíkja á leikskólan... var þar í 4 tíma og var alveg búin eftir á. Væri alveg til í að kíkja aftur í heimsókn en við sjáum til, þá væri það meira á mínum eigin forsendum. En þarna var notað bæði táknmál og talað mál svo allir starfsmennirnir á deildinni kunnu táknmál. Ég fór svo með 4 krökkum í táknmálssögustund þar sem heyrnarlaus kona sagði sögu, og þá voru þau ekki með tækin á sér á meðan. Svo var einn strákur að reyna að ná sambandi við annan með því að kalla á hann en það gekk auðvitað engan veginn. Svo þegar við fórum aftur til hinna þá réttu 2 strákar með heyrnartækin sín eins og ekkert væri sjálfsagðara en að ég gæti hjálpað þeim með að setja tækin á/í eyrun. Það var svo sem ekkert vandamál fyrir mig en þeir vissu það ekkert... þeir skildu ekkert afhverju ég var þarna í raun.

Svo er nýr kúrs byrjaður núna sem inniheldur svona sitt lítið af hverju... og 2 frekar stór verkefni sem hef ekki alveg fattað enn út á hvað ganga enda þjáðist ég af athyglisbresti á háu stigi á mánudaginn í skólanum, sem gerði það að verkum að fattðai engan veginn hvað var í gangi á meðan fyrirlestrinum stóð. Ég vona bara að ég finni mér eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :þ

06 febrúar 2007

Heima á Íslandi

Já ég er sem sagt ekki búin að skrifa neitt hér frekar lengi... svo ég ætla að skrifa eitthvað núna...

Á föstudaginn fór ég og Lottie í partý til gaura sem komu í partýið til mín um daginn í smá stund áður en við fórum í bæinn. Lottie tókst að hösla einn gaurinn og fór á deit með honum á fimmtudag svo okkur tókst að næla okkur í partý hjá þeim. Þetta var bara fínasta partý og svo fórum við á djammið. Á laugardagskvöldið vorum við Lottie og Marie svo með smá tapas-kvöld og horfðum saman á 1 hluta af sænsku söngvakeppninni. Þær fóru svo í bæinn en ég ákvað að sleppa því þar sem ég átti að taka rútu kl 7:30 til Osló. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að gleyma hinum ýmsu hlutum... t.d. snyrtidótinu mínu, hleðslutæki fyrir mp3 spilarann og fl.

Annars kom ég á klakann á sunnudaginn eftir ferðalagið í gegnum Noreg, það er svo fyndið að hlusta á norsku... sérstaklega þegar að maður er vanur sænsku.
Svo núna þessa vikuna er ég uppi á HTÍ að skoða sjúkraskírslur barna sem geind eru með heyrnarskerðingu 2002 til 2006. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma. Á 2 dögum er ég búin að fara í gegnum 25 stk. Tíminn líður hratt en vinnan gengur hægt :S