Jæja kominn mánudagur og farinn
Ég og Lottie fórum á djammið á föstudaginn en það endaði ekki alveg skv planinu... Fyrst vorum við hjá henni í smá stund þar sem ég þurfti að hjálpa henni með klæðnaðinn og svo fórum við til mín og héldum áfram að koma okkur í stuð og svo fórum við í heimsókn til stráksins sem hún deitar og vin hans, en þeir voru bara edrú og ekkert á leiðinni út. Svo fórum við þaðan rúmlega hálf eitt á einn skemmtistað en þegar við vorum búnar að vera þar í röðinni í smá stund segir Lottie við mig "eigum við kannski bara að fara heim?" og ég endaði með að samþykkja það bara, en við vorum búnar að ákveða að hún myndi gista á sofanum hjá mér. Það var bara í raun fyrir bestu að við fórum heim. Ég endaði með að skila hluta af áfenginu og kvöldmatnum áður en ég fór að sofa. Ég hef aldrei þjáðst að þynnku eftir djamm hingað til en núna veit ég hvað það er. Þegar ég vaknaði um morguninn snérist allt í hringi og maginn í vonu skapi. Ég tók því nú bara rólega allan laugardaginn... ca um 15 leitið gat ég farið að horfa á tölvuskjáinn án þess að líða illa og þá var ég orðin góð í hausnum en maginn með mótþróa. Ég var heima allan daginn fyrir utan þegar ég fór og keypti mér kebab sem tók 15 mín. Ég fékk reyndar næturgest en Ragnar var á djamminu og vildi ekki labba heim enda frekar langt heim til hans úr bænum svo hann fékk að gista.
Á sunnudaginn var ég mest heima allan daginn nema að ég fór út i búð og það tók klukkutíma svo var ég bara heima og gera mest lítið... jú ég lærði smá... ég varð að gera eitthvað gáfulegt. Svo var ekki skóli í dag þannig að ég var bara heima :þ Var reynar að vinna í lokaverkefninu mínu, gera ýmsar æfingar í excel :) Ég skrapp svo í heimsókn til Lottie, gott að komast út.
Ég er mest hissa á að hvað helgin var fljót að líða og mér leiddist ekki neitt, þó að flestir hafi ekki verið heima eða uppteknir um helgina. Það getur stundum bara verið gott að taka því rólega og gera EKKERT.