25 mars 2009

Skrítið

Jæja vá... þá er ég búin að pakka öllu dótinu mínu og senda það til Varberg en þar fer það svo í skip á morgun. Það kom gaur að sækja dótið á mánudaginn en það tók ekki nema kortét að setja allt í bílinn. Svo var klárað að þrífa restina af íbúðinni, henda því sem þurfti og gefa það sem hægt var.
Síðan lá leiðin upp á Olofshöjd þar sem að ég skilaði lyklunum um kl 15 leitið.

Við lögðum svo af stað til Köben fyrir hádegin og tókum svo kvöldflugið í gær. En fyrir flug þá kíktum við niður í miðbæ og fengum okkur smá sjokk yfir verðlagi. Sem sagt fyrst horfir maður á upphæðina, bætir svo núlli aftan við og tvöfaldar svo. Þegar þessu er lokið lítur maður í burtu og reynir að gleyma því sem maður sá.

Ætlaði svo að vera góð við sjálfa mig og leyfa mér að sofa út í morgun en mundi svo allt í einu í gær, mér til mikillar mæðu, að ég átti að mæta hjá sjúkraþjálfara. Svo það varð ekkert úr auka svefni. Og núna er ég bara farin að vinna í ritgerðinni aftur... nóg að gera.

Núna er bara að bíða eftir dótinu og bíða eftir að íbúðin losni.

22 mars 2009

Svíþjóðarlok

Jæja þá er þetta síðasta bloggið frá Svíþjóð.
Ég er sem sagt búin að vera á Íslandi sl mánuð og búin að vera að vinna í ritgeðinni... fá ógeð af vísindasiðanefnd(þau eru kannski ekki alslæm en vá...)
Síðan er ég búin að vera að taka viðtöl við foreldra... þetta er allt að koma. Svo er bara að fara að greina þetta allt saman og reyna að sjá hvað foreldrarnir eru að meina með því sem þeir segja :P

Svo á ég að skila ritgeðinni 20 maí og verja hanan 1 eða 2 júní. Vona að allt gangi að óskum, annars þarf ég að bíða til september. Vona að ég þurfi þess ekki.

Núna erum við(ég, mamma, Jón og Lilja) búin að vera að pakka öllu í íbúðinni. Í gær var rúminu og sófanum pakkað svo við gátum ekki gist hér í nótt. Þannig að síðasta nóttin í íbúðinni er búin.
Svo kemur maðurinn að sækja allt dótið á morgun... einhvern tíman :P