22 mars 2009

Svíþjóðarlok

Jæja þá er þetta síðasta bloggið frá Svíþjóð.
Ég er sem sagt búin að vera á Íslandi sl mánuð og búin að vera að vinna í ritgeðinni... fá ógeð af vísindasiðanefnd(þau eru kannski ekki alslæm en vá...)
Síðan er ég búin að vera að taka viðtöl við foreldra... þetta er allt að koma. Svo er bara að fara að greina þetta allt saman og reyna að sjá hvað foreldrarnir eru að meina með því sem þeir segja :P

Svo á ég að skila ritgeðinni 20 maí og verja hanan 1 eða 2 júní. Vona að allt gangi að óskum, annars þarf ég að bíða til september. Vona að ég þurfi þess ekki.

Núna erum við(ég, mamma, Jón og Lilja) búin að vera að pakka öllu í íbúðinni. Í gær var rúminu og sófanum pakkað svo við gátum ekki gist hér í nótt. Þannig að síðasta nóttin í íbúðinni er búin.
Svo kemur maðurinn að sækja allt dótið á morgun... einhvern tíman :P