25 mars 2009

Skrítið

Jæja vá... þá er ég búin að pakka öllu dótinu mínu og senda það til Varberg en þar fer það svo í skip á morgun. Það kom gaur að sækja dótið á mánudaginn en það tók ekki nema kortét að setja allt í bílinn. Svo var klárað að þrífa restina af íbúðinni, henda því sem þurfti og gefa það sem hægt var.
Síðan lá leiðin upp á Olofshöjd þar sem að ég skilaði lyklunum um kl 15 leitið.

Við lögðum svo af stað til Köben fyrir hádegin og tókum svo kvöldflugið í gær. En fyrir flug þá kíktum við niður í miðbæ og fengum okkur smá sjokk yfir verðlagi. Sem sagt fyrst horfir maður á upphæðina, bætir svo núlli aftan við og tvöfaldar svo. Þegar þessu er lokið lítur maður í burtu og reynir að gleyma því sem maður sá.

Ætlaði svo að vera góð við sjálfa mig og leyfa mér að sofa út í morgun en mundi svo allt í einu í gær, mér til mikillar mæðu, að ég átti að mæta hjá sjúkraþjálfara. Svo það varð ekkert úr auka svefni. Og núna er ég bara farin að vinna í ritgerðinni aftur... nóg að gera.

Núna er bara að bíða eftir dótinu og bíða eftir að íbúðin losni.