29 október 2006

Rólegur sunnudagur

Eitthvað stóð bloggfærslan á sér í gær... en hún á að vera komin inn núna.

Núna er klukkan komin yfir í vetrartíma svo það er bara klukkutíma munur á íslandi og svíþjóð... þvílíkur munur... :D

Partýið í gær var bara vel heppnað, 11 íslendingar, 4 svíar og einn finni. Auðvitað var farið í að kenna íslensku á staðnum og saman stóð það af misfögrum orðum.

Það er búið að rigna mikið síðustu daga en í dag er heiðskýrt og 8°C, ennþá hef ég ekki séð hitamælinn fara undir 7° svo þetta er langt haust. Ég hef verið að lesa nokkur blogg í morgun og það hljómar eins og veðrið á klakanum sé ekki alveg það sem maður óskar sér. Þessar bloggfærslur gera það að verkum að ég þakka fyrir það veður sem ég hef hér.

Annars ætla ég að koma mér fyrir fyrir framan sjónvarpið, setja Nonna og Manna í spilarann og fara að sauma krosssauminn minn. Já, ég ss stóð í því seinni part sumars að setja N&M á digitalform. Og fyrir ykkur sem þekkja samband mitt við N&M ... jájá hlægið bara... mér finnst þetta alla vegana mjög heimilislegt.

28 október 2006

Helgi...jibbý

Loksins er þessi langþráða helgi komin... verst bara hvað hún er stutt :/
Ég var sem sagt í prófi í gær í áfanganum Pedagogik och psykologi i audiologisk rehabilitering eða í grófri þýðingu kennslu- og sálfræði í heyrnarfræðilegri endurhæfingu. Ég get nú ekki sagt að mér hafi gengið vel á prófinu þar sem að maður veit ekki almennilega hvað kennarinn er að sækjast eftir. En þetta voru svona ritgerðarspurningar þar sem möguleiki er á að maður misskilji spurningarnar gjörsamlega en í raun er ekkert beinlíns rangt svar þeas ef maður skilur spurninguna rétt. Við sjáum bara til hvernig mér gekk.... ég nenni bara ekki að taka þetta próf aftur.

Svo í gærkvöldi fór ég á tónleika þar sem Sandra og bandið hennar Moskvitsj var að spila, en það var rosalega flott hjá þeim. En fyrir þá sem ekki vita þá samanstendur þetta band af 80% íslendingum og 20% svía (en svíinn er kærasti Söndru). En tónleikarnir í gær voru samasettir af íslendingum, svíum og finnum. Ég dýrka að hlusta á finna tala sænsku þeir erum með svo skíran hreim... flestir. Eftir tónleikana var sett á almenn tónlist úr Ipod og við vorum að dansa og spjalla til 4.

Síðast liðina daga er búið að vera að tala um í fréttum að það væri að koma stormur hingað til Svíþjóðar og allir að hafa áhyggjur af þessum stormi sem átti að vera nóttina milli fimmtud. og föstudags. Það kom smá vindur og svo var þetta búið, í gærkvöldi var bara mjög gott veður.

Svo er ég að fara í blöndu af útskrifta og afmælispartý hjá íslendingi (Krissi) sem ég kannast aðeins við í gegnum Söndru.

Ég læt heyra í mér seinna.

23 október 2006

Ýmislegt...

Lesa... lesa... lesa... já það er mikið að gera... og að mínu mati aðeins of mikið.
Og ofan á skólann þá er ég að hugsa fram og til bara um hvað ég ætti að gera næsta ár... og á einni viku er ég örugglega búin að vera í ca. 3 hringi með það... svo ég veit ekkert hvað ég að gera. Ef einhver hér í svíaríki gæti nú bara sagt mér að "þetta virkar svona" "þú getur valið að gera þetta svona eða hin segin" "þú getur athugað þarna til að sjá hvað þú hefur áhuga á"... og svona fleiri góðar upplýsingar en ekki "Farðu heim og hugsaðu þetta aðeins betur"... það er nefnilega erfitt að hugsa eitthvað lengra þegar manni vantar grundvallar upplýsingar...

Hrikalega verð ég fegin þegar þessi vikar er búin og prófið á föstudaginn er búið. En prófið mun innihalda eingöngu ritgerðarspurningar og ég get ekki sagt að það sé mín sterkasta hlið... síður en svo.

Mér finnst veðrið hérna mjög furðulegt... það er seinni partur október og það er 15° hiti, það var mun kaldara á þessum tíma í fyrra man ég, ég held að ég hafi séð minnst 7°. Laufin eru enn á trjánum og frekar græn.

Mig langar í bíó....
Mig langar að kíkja í heimsókn heim...

Ég hlakka til að komast í praktíkina eftir 3 vikur því þá get ég slappað af þegar ég kem heim á daginn og ekki hafa áhyggjur að þurfa að lesa e-ð eða gera e-ð verkefni.

13 október 2006

Miðbær

Ég var að komast að því áðan hvar ég verð í praktíkinni ... og ég lenti þar sem ég valdi sem fyrsta val... Aleris, en það einkafyrirtæki. Mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vera á sjúkrahúsi, svo er þetta bara í ca 5 mín göngufjarlægð heiman frá mér :D Þannig að ég mun vera mikið í miðbænum... get t.d. skroppið heim í hádeginu...

Sandra var að kalla mig miðbæjarrottu um daginn... en á meðan ég verð í praktíkinni þá verð ég eins og þeir sem búa í 101 og vinna í 101.

Svo var ég að fá heimild áðan fyrir að gera lokaverkefnið mitt á Íslandi og annað verkefni þar sem við þurfum að standa fyrir framan hóp og vera með smá fyrirlestur. En fyrirlestraverkefnið þurfum við bara að vera búnar að gera áður en við klárum námið, svo ég þarf að velja mér hóp og umræðu efni og þegar það er komið er bara að velja dagsetningu þegar ég er heima á klakanum.

11 október 2006

10 dagar

Þá er ég búin að búa hér á Kronhusgötunni í 10 daga og mér líður bara mjög vel hér. Er enn að býða eftir mataborðinu og sófanum en það styttist alltaf í það.

Ég er búin að vera að vesenast eitthvað með myndaalbúmin og er að dunda við að setja myndir á netið. Er einmitt búin að finna mjög auðvelda leið til að setja þetta inn á netið svo nú fer ég að gera það oftar. Ég ætla lík að setja inn myndirnar frá því í vor/vetur sem ég setti aldrei inn, þar má t.d. nefna Berlínar myndirnar.

Það er frekar mikið að gera í skólanum núna, aðalega að lesa, ég héld að því meira sem ég hef að lesa því minna les ég. Þetta stafar örugglega af því að ég sé ekki fram á að geta klárað að lesa þetta allt saman og þá einhvern vegin "gefst ég bara upp". En ég ætla að gera góða tilraun í dag að lesa... og baka í leiðinni ;)

05 október 2006

Myndir

Loksins er ég búin að setja inn nýjar myndir... var að fatta að ég hef ekki sett inn nýjar myndir síðan í janúar.

En myndir af íbúðinni eru komnar inn... undir: Myndir 2006 -> Kronhusgatan

Reyni að setja inn fleiri myndir fljólega með upprifjun frá feb til sept

03 október 2006

FLUTT!!!

Já ég er flutt... jibbýýý!!!!

Ég fékk lyklana af íbúðinni á sunnudaginn svo við fórum 2 ferðir á bílnum sem pabbi var með á leigu. Komumst nánast með allt í þeim ferðum og meira að segja dýnuna svo ég svaf fyrstu nóttina í íbúðinni á sunnudagsnótt(mánudagsmorgun)

Svo leigðum við flutningabíl á mánudaginn og kláruðum að flytja stóruhlutina sem ekki komust í bílinn. Svo var auðvitað farið í IKEA og það 2x eða í raun 3x en síðasta skiptið var bara til að kaupa það sem var uppselt.

Svo er pabbi búinn að vera rosalega duglegur að setja saman IKEA dótið mitt og mamma á heiðurinn að því hvernig raðað er upp í skápa.

Mér tókst svo að detta í stiganum áðan og skella bakinu í þrepin... frekar vont... en segir maður ekki bara fall er farar heill...

En annars þá er ég mjög ánægð með mig hér og plana ekki að flytja héðan fyrr en ég flyt heim.
Ég þarf reyndar að bíða í 2 vikur eftir að fá matarborð og stóla og 5-6 eftir að fá sófan minn... en ég lifi það af.

Ég ætla svo að taka myndir fljólega og setja inn á netið...