13 október 2006

Miðbær

Ég var að komast að því áðan hvar ég verð í praktíkinni ... og ég lenti þar sem ég valdi sem fyrsta val... Aleris, en það einkafyrirtæki. Mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vera á sjúkrahúsi, svo er þetta bara í ca 5 mín göngufjarlægð heiman frá mér :D Þannig að ég mun vera mikið í miðbænum... get t.d. skroppið heim í hádeginu...

Sandra var að kalla mig miðbæjarrottu um daginn... en á meðan ég verð í praktíkinni þá verð ég eins og þeir sem búa í 101 og vinna í 101.

Svo var ég að fá heimild áðan fyrir að gera lokaverkefnið mitt á Íslandi og annað verkefni þar sem við þurfum að standa fyrir framan hóp og vera með smá fyrirlestur. En fyrirlestraverkefnið þurfum við bara að vera búnar að gera áður en við klárum námið, svo ég þarf að velja mér hóp og umræðu efni og þegar það er komið er bara að velja dagsetningu þegar ég er heima á klakanum.