31 janúar 2007

praktík og komment

Það má segja að það er búið að vera ágætlega mikið að gera hjá mér sl. daga. Á sunnudaginn fór ég í keilu með nokkrum kunningjum(Lottie, Peter, Dansken, Henrik og Söru) er búin að setja myndir inn á netið.
Svo er ég í praktík á Sahlgrenska sjúkrahúsinu þessa vikuna og það gengur bara vel, er reyndar frekar þreytt því þetta er ekkert auðvelt. Svo í gær eftir praktíkina fór ég í bæinn með Lottie, hún þurfti að finna föt til að vera í á deiti sem hún er að fara á á morgun og svo fyrir djamm á föstudaginn... Við vorum í Vera Moda í ca 1,5 tíma og fengum þessa þvílíku hjálp frá afgreiðslukonunni, fundum 2 outfit fyrir Lottie, góður árangur :)
Svo er djamm á föstudaginn og svo hin sænska Melodifestivalen á laugardaginn... svo er bara ferðalag heim á klakann á sunnudag :)

Samtal í hádeginu í gær:
Inngagnur: ég var í "vinnustaðaheimsókn" á sahlgrenska, og fylgdi einni sem er að vinna þar í 2 daga, í einni af fyrstu vikunum mínum hér í Svíþjóð og kunni þá enga eða svolítið sem enga sænsku.
Aðalatriði:
Ég ákvað að spyrja þá sem ég hafði fylgt hvort húnm myndi eitthvað eftir mér því að hún leit út fyrir að muna EKKERT hver ég var.
Ég: ég veit ekki hvort þú manst það en ég var hér í vinnustaðaheimsókn í 2 daga á minni fyrstu önn...
Hún: Nei ég man það nú ekki, maður hittir svo mikið af nemum hérna svo ég geti ekki sagt að ég muni það en ég kannast við andlitið...
En það var önnur íslensk stelpa hérna fyrir nokkrum árum en hún kunni enga sænsku, hún hætti.
Ég: uuu... nei það er ég!!
Hún: nú!!!
Svo skammaðist hún sín frekar mikið fyrir þetta... hihihi

Og svo svona í lokin þá vil ég bara óska Huldu og Gumma til hamingju með litla drenginn!! af myndunum af dæma er hann rosalega sætur og ég býst ekki við að myndirnar ljúgi :) Ég mun setja heimasíðuna hans á link hérna hjá hinum fljótlega.

27 janúar 2007

Partý

Fyrsta partýið mitt afstaðið og það heppnaðist bara vel, rúmlega helmingur íslendingar og þá tæplega helmingur svíar. Það er þegar búið að biðja mig um að halda annað partý og það er ekkert mál :)
Ég er nú bara frekar löt eftir gærkvöldið. Við fórum á einn skemmtistað og ég fór heim ca hálf 4, skemmti mér bara mjög vel. Svo þegar ég var rétt að koma heim þá fattaði ég að ég hafði bara tekið lykilinn af íbúðinni, en málið er að hann gengur ekki að útidyrahurðinni þar er notaður raflykill(og ég veit það) svo ég endaði með að hringja bjöllunni í einni íbúð þar sem ég sá að var kveikt og sá fólk á ferli.

Ég er búin að setja inn myndir á netið og líka myndir frá jólum og partýinu sem ég var í hjá Perter um daginn...hér

19 janúar 2007

Stolt en...

Ég var að fá út úr tölfræðiprófinu áðan og ég var með 17 rétt af 18 og er því mjög stolt af sjálfri mér. Ég veit ekki enn um neina aðra í bekknum sem var með jafn hátt eða hærra. En þetta var svo leiðinleg villa!!!... innsláttar villa í reiknivélina ...aaarrgh
Ég fékk 3,6*0,25=3,85 og hefði ég hugsað aðeins þá hefði ég vitað að þetta var ekki rétt. Ég held að ég hafi aldrei tekið stærðfræðipróf þar sem mér tekst ekki að gera einhverja svona klaufavillu. Það sem er mest böggandi að ef ég hefði slegið þetta rétt inn þá hefði ég fengið ALLT rétt á prófinu!!!

Ég held að ég sé með þessi álög á mér að gera heimskar villur á stærðfræðiprófi.

Svo er íslendingapartý í kvöld kannski einhverjir svíar líka.

18 janúar 2007

Projektplan

ritgerðaráætlun... er það góð íslenskþýðing, beinagrind finnst mér ekki alveg hljóma rétt... úff ég er að verða allt of útlensk.

Ég sem sagt var að verja ritgerðaráætlunina mín í gær... svona svipað og þegar maður ver lokaverkefni, bara aðeins óformlegra en þetta er gert til að æfa okkur fyrir þegar við þurfum að verja ritgerðina okkar í vor og gagnrýna einhverja aðra.
Mér gekk alla vegana mjög vel og er ég mjög ánægð með það. Ég þurfti mjög lítið að laga, sérstaklega miðað við aðra í bekknum. Einhverjar sem fengju verkefni frá heyrnardeildinni á spítalanum vissu ekki alveg hvað þær voru í raun að fara að skrifa um og þurftu oft að svara spurninum við "veit það ekki" sem er auðvitað engan vegin nógu gott. Hjá einum hóp komst upp um ritstuld en þær vildu ekki viðurkenna það, þetta er auðvitað alvarlegt mál en það er ekki gert svo mikið í því núna þar sem þetta er áætlun fyrir verkefnið. En ef þetta kemst upp aftur í vor eru þær í djúpum sk...

Ég fór í partý og svo út á djammið um síðustu helgi. Peter var með partý þar sem vinur hans, dansken(sem er að mínu mati aðeins og langsótt gælunafn) og bauð mér að koma, maður neitar auðvitað ekki partýi. Ég þekkti svo sem ekki marga þarna en skemmti mér bara vel.
Við fórum svo í bæinn á skikkanlegum tíma. Svo á leiðinni nefndi ég í smá gríni að það væri eftirpartý heima hjá mér... maður býr nú einu sinni í bænum :þ
Svo ég var tekin á orðinu eftir djammið og Peter og "dansken" komu til mín eftir djammið. Ég held að það hafi verið aðalega vegna þess að það var rigning og þeir nenntu ekki að bíða eftir strætó. Þetta var ekki beint partý en ég fékk 2 næturgesti. Vá hvað gaurar geta verið viðkvæmir fyrir hárum á sjálfum sér og öðrum karlmönnum. Málið er að báðir voru í blautum buxum svo þeir fóru úr þeim og sátu saman í sófanum undir teppi og voru svo að röfla um hvað þeim fyndist hárin á löppunum ógeðsleg.

Svo fékk ég símhringinu í gær og það var Peter að spurja hvort ég vildi koma í biljard með sér, bróður sínum og "dansken". Svo ég ákvað að skella mér. Við vorum 2 og 2 í liði. Ég með bróðurnum, og við unnum alla leikina, en ég get alveg viður kennt það að það var ekki mér að þakka.

Það er svo sem ekkert plan komið fyrir þessa helgi en við sjáum bara til hvað verður úr henni. Svo er ég bara að fara að byrja á BS-ritgerðinni eftir helgi... vá hvað tíminn líður hratt.

13 janúar 2007

Próf

Vá ég held að ég geti sagt núna að ég hafi verið í mínu síðasta prófi fyrir BS-gráðuna í heyrnarfræði... vá!!
Önnin klárast í næstu viku en þá erum við að fara að "verja" beinagrindina/planið fyrir lokaverkefnið okkar. Hver og einn hópur(sumir hópar telja bara einn einstakling, eins og minn t.d.) er búinn að gera beinagrind(eða projektplan) fyrir verkefnið þar sem við skrifum inngang(bakgrunn) og tilgang með verkefninu, spurningalista sem mun verða svaraður í verkefninu ofl. Og á þriðjudag og miðvikudag mun einn hópur gagnrýna verkefni annans hóps, og svo þarf sá hópur sem er gagnrýndur kannski að laga eitthvað hjá sér og skila því inn, sama verður gert í vor þegar við erum búinar að skrifa BS-ritgerðina. Um helgina þar ég ss að lesa það plan sem ég mun gagnrýna á þriðjudag.
Svo eftir næstu viku byrjar ný önn og þá er bara að gjöra svo vel og byrja að safna meiri upplýsingum fyrir rigerðina og plana hana eitthvað. Svo vikuna þar á eftir fer ég í praktík og þar á eftir kem ég heim og verð í viku, ég ss kem 4. feb og fer aftur að morgni 11.feb. Það er svo böggandi að vera ekki heima heila helgi til að komast norður, en ég mun líklegast fara norður þegar ég kem heim í vor eða kringum páskana en þá verð ég líklegast í 3 vikur á klakanum :)
Það var svolítið skrítið að vera bara búin að vera hér í 3 sólahringa þegar ég var búin að kaupa mér ferð afur heim... :)

10 janúar 2007

Hæhæ

Vá hér hef ég ekkert skrifað mjööög lengi...
Ég var sem sagt í Växjö um jólin og það var bara mjög fínt og notalegt. Ekki alveg jafn formlegt eins og ég er vön en samt þæginlegt og heimilislegt. Jólasveinninn kom meira að segja... :þ
Svo fór ég heim Annan í Jólum... alltaf voðalega gott að koma heim. Svo kom Marie til mín 29. des og var til 3.jan... Hún viðikenndi fyrir mér að ég hefði haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að það væri svolítið erfitt að útskýra fjölda flugelda á gamlárskvöld. En hún var mjög ánægð með áramótin sín.
Svo fór ég aftur til Gautaborgar þann 7.jan og þá hófst lærdómurinn... Við áttum að byrja á planinu fyrir lokaverkefnið okkar, en mér tókst ekki að gera mikið heima þar sem ég var einhvern vegin föst. Svo fór ég á smá fund með kennaranum mínum sem leysti alla þá hnúta sem festu mig. Þannig að í gær sat ég við tölvuna allan daginn og gerði þetta verkefni sem ég hafði átt að gera dagana 2.-5.jan það tókst. Við eigum að skila þessu inn í dag fyrir kl 16. Leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið mun vonandi fara yfrir þetta í dag svo ég hafi möguleika á að skila þessu inn í ágætu lagi.
Núna er bara að læra fyrir tölfræðipróf á föstudaginn.

Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla :)