19 júní 2007

Ræða

Hér er ræðan fyrir þá sem hafa áhuga, ég býst við að hún sé á léttri sænsku. Því miður er myndin tekin á hlið og ég veit ekki hvernig er hægt að laga það ef það er hægt yfir höfuð.

18 júní 2007

Heimkoma

Ég ákvað að heiðra þjóð mína á þjóðhátíðardaginn með komu minni, eftir viku ferðalag um Svíaríki með foreldrunum. Við fórum og heimsóttum foreldra Marie í Växjö, en áður fórum við og skoðuðum glerverksmiðjurnar, þið vitið: KostaBota, Orrefors og þetta flotta. Svo fórum við í Heim Astritar Lindgren, sem er auðvitað aðalega fyrir krakka en samt mjög gaman að koma þanngað. Við fórum í ferðalag út á Gotland, ferjan tekur einungis 3 tíma.. já þetta er ótrúlega langt í burtu. En það er mjög gaman að koma þanngað. Innribærinn, já það er múr í kringum bæinn, er allur í miðaldastíl. Öll húsin lítil og sæt, ég væri alveg til í að flytja út í eynna þegar ég fer á eftirlaun, sjáum til hvort ég muni eftir þessari setningu eftir 45 ár.
Við fórum líka í heimsókn til Marie á nýja heimilið hennar í Karlskrona. Hún er sem sagt alfarið flutt frá Gautaborg núna, sem er bara skrítið hún á að vera í Gautaborg. En við munum enn halda sambandi.

Já ég sem sagt kom heim í gær, úr hlýunni í kuldann :S
Kíkti niður í bæ í gærkvöldi með Lilju, Lindu og Gústa(Jón er ekki á landinu). Fyrst hitti ég bara fólk sem er búið að búa í Gautaborg, Bjössa frænda og Rakel konuna hans, svo hitti ég Söndru, Axel og Steinunni. Ég var farin að halda að eina fólkið sem ég þekkti á Íslandi væri fólk sem hefði búið í Gbg. Annars fékk ég næstum því menningarsjokk á röltinu í bænum hér, fólkið hér er einhvern vegin svo allt örðuvísi en svíarnir. Kannski er það eitthvað vegna þess að allir(eða svona næstum því) kappklæddir.

Svo er ég að fara að vinna á morgun. Ég ákvað að byrja ekki daginn eftir að ég kom heim. Gott að fá einn dag til að stilla sig af.

10 júní 2007

Orðin eitthvað...

Jæja núna er maður orðin eitthvað og komin með alvöru starfstitil... frk heyrnarfræðingur.
Öll fjölskyldan mín kom á fimmtudaginn, á föstudaginn var síðan farið í verslunarleiðandur og á þeim tíma tókst mér að brenna mig ágætlega á bakinu.
Á laugardaginn(í gær) var svo athöfnin, fyrst hittumst við flestar og drukkum saman freyðivín. Svo var sjálfathöfnin og þar héldum við Marie sitthvora ræðuna, mín var tekin upp á video svo það er aldrei að vita nema að hún komi á netið... lofa engu. En ég fékk mína Diplomu og er bara mjög sátt. Upp úr hádeginu settumst við fjölskyldan úti og skáluðum í kampavín. Þegar pabbi opnaði flöskuna var eitthvað verið að mana hann að skjóta tappanum út í loftið en hann vildi nú ekki drepan neinn og um leið og hann sagði þetta losnaði vírinn... og tappinn flaug um leið út í loftið og hvarf...
Svo seinna um kvöldið fórum við út að borða á fínann veitingastað með sjáfarréttum. Marie var þar með vinum og ættingjum en við fjölskyldan sátum saman. Þegar ég fór svo að sofa um kvöldið sofnaði ég um leið, enda mikið búið að gerast.

Það er búið að vera ótrúlega gott veður hérna sl daga svona frá 20° eftir sólarlag og upp í 34° um miðjan dag og heiðskýrt. Það er eiginlega of heitt hér :þ

Svo erum við að fara í Svíþjóðarferðalag á morgun og komum aftur til Gbg á laugardaginn. Svo er flug heim 17. júní, já á þjóðhátíðardaginn sjálfan.

Heyrumst seinna... Sólarkveðja :)

P.S. já ég er búin að óska eftir breytingu á starfsheiti í símaskránni, sjáum til hvenær það breytist :Þ

04 júní 2007

Var ég ekki í sömu stofu eða...?

Ég var að gagnrýna eitt verkefni í dag, frekar óþæginlegt að gagnrýna fólk sem maður umgengst. Ég þurfti sem sagt að gagnrýna Lottie og hennar meðskrifara Jennie.
Ég las verkefnið þeirra, á þriðjudaginn í síðustu viku, frekar svona létt í gegn og skrifaði niður ábendingar þar sem mér fannst það þurfa en það var ekkert alvarlegt. Svo á laugardaginn sat ég á bókasafninu í kannski rúma 2 tíma og skrifaði niður það sem ég ætlaði að segja. Mér fannst ég hafa kannski ekki alveg setið nógu mikið með þetta en ég nennti ekki meir á laugardaginn. Ég vissi svo ekki hvað ég ætti að gera meir svo ég lét þetta nægja.
Svo í dag var komið að gagnrýninni. Ég las það sem ég hafði skrifað niður og það gekk svona allt í lagi, stundum fannst mér ég eiga erfitt með að koma út úr mér það sem ég vildi segja eða meinti. Þetta gekk svona allt í lagi... að mínu mati alla vegana.
Eftir gagnrýnina komu svo allir (eða svona næstum því) og voru að segja hve vel þetta haf gengið og hve vel ég hefði gert það sem ég gerði. Lottie og Jennie töluðu jafnvel um að þær voru mjög ánægðar með þetta. Svo er ég í mjög miklum samskiptum við hana sem sér um kúrsinn(Eva) útaf þessu leiðbeinanda veseni. Svo ég sendi henni mail áðan útaf því og svo fæ ég til baka um hve VEL ég hefði gert gagnrýnina í dag og hve mikill persónuleiki var í þessu miðað við allt sem er í gagni... Og svo hugsa "jájá... var þetta virkilega svona merkilegt, og stóð þetta svona uppúr...ok"

Á laugardagskvöldið var ég bara heima, nennti varla neinu bara að slappa af. Svo hringdi pabbi úr bústaðnum en þá var hann, mamma, Jón og Lilja þar. Þau voru nýbúin að borða og ákváðu að hringa í mig og að mér skilst búin með alla vegana 2 lítra af rauðvíni(sá 3 kláraðist á meðan samtalinu stóð). Svo sátu þau þarna og ég hérna megin í Gautaborg við tölvuna og vorum að spjalla. Pabbi setti setti hátalarann á símann og við spjölluðum í rúma 2 tíma eða þanngað til þau ákváðu að fara út í pott. Það var næstum því eins og ég væri á staðnum, heyrði í öllum og allir heyrðu í mér :þ og umræðurnar ekki á verri endanum :)

03 júní 2007

Allt í rugli

Ég er búin að verja ritgerðina... gerði það á fimmtudaginn... ég get ekki sagt að þetta hafi verið falleg sjón. Og sem betur fer eru alli sem voru á staðnum sammála mér. Fyrst horfði ég á þegar hópurinn á undan varði sitt, en leiðbeinandi þeirra var síðan prófdómari minn. Prófdómarinn þeirra var hins vegar gamall læknir sem er örugglega bara að vinna ennþá vegna þess að honum þykir það gaman. Hann vissi hreinlega ekki hvað hann var að gera þarna og það kom í ljós á fyrstu mínútunum "hva? er það ekki ég sem er gagnrýnandi?" "nei þú ert prófdómari" svo þegar búið var að gagnrýna verkefnið og prófdómarinn tók við "vá þið sáuð bara fullt sem ég var ekki búin að taka eftir"...(halló var hann búinn að lesa verkefnið yfir??) Það var víst mikið að þessu verkefni samkvæmt gagnrýnendum en prófdómarinn hafði ekki tekið eftir helmingnum af því... Og auðvitað var leiðbeinandinn ánægður með verkefni síns hóps...

Svo fór leiðbeinandinn hinum meginn við borðið og fór að dæma mig... og vá hvað manneskjan breittist... Það var allt að og stór hluti af því er að hún og leiðbeinandinn minn eru greinilega ekki bestu vinir en það frétti ég eftir á. Og þar sem leiðbeinandinn minn var ekki á svæðinu hafði ég engann til að stiðja mig. Stelpurnar í bekknum hætta varla að segja hvað þetta hafi ferið ósanngjarnar dæmingar... þeas að munurinn á mér og hópnum á undan hvernig þetta fór fram var var gýfurlegur. En því miður er þetta bara svona... ég get kannski sagt að verkefnið mitt verður bara betra fyrir vikið.

En svona til að toppa alla vitleysu með leiðbeinadann minn þá verð ég að bæta einu við. Hann talaði um að þegar ég væri búin að verja myndi hann hjálpa mér að laga. Svo fæ ég e-mail frá honum á föstudaginn um að ég gæti sent honum það á mánudaginn þannig að ég spyr til baka hvænær hann vildi fá það til að geta lesið yfir. Þá fæ ég svarið "ég get lesið það á mánudagsmorguninn en svo fer ég til Heidelberg á mánudagskvöld og kem á miðvikudag" HALLÓ!!! ég á að skila á fimmtudaginn í síðasta lagi... og hann var búinn að segjast ætla að hjálpa mér þegar ég væri búin að verja... Hann fer alltaf í burtu á verstu tímunum... En sú sem sér um kúrsinn ætlar að hjálpa mér frá og með mánudeginum... þetta er eiginlega hætt að vera fyndið... og var það svo sem aldrei