04 febrúar 2009

Göteborgs Tingsrätt

 


Eitthvað þarf maður að hafa gert af sér til að þessi bíll þurfi að standa fyrir utan dómstólinn.
Update: Maður þarf að vera grunaður um að ræna aðalstöðvar póstsins í Gautaborg, koma fyrir nokkrum sprengjum og einnig að hafa kveikt í 3 bílum.

Því miður var enginn löggimann vopnaður hríðskotabyssu nálægt þegar ég tók myndina, annars hefði ég líklega fengið hann til að pósa :) Annars hef ég séð 2 með hríðskotabyssur vera á vappi kringum bílinn og dyrnar inn í dómshúsið.

En annars 11 dagar í að ég komi heim. Ég er búin að tilkynna fluttning á lögheimili, næsta skref er að mæta í eigin persónu niður á hagstofu til að skrá lögheimilið á klakanum. Ætla að flytja lögheimilið beint í Ofanleitið, þannig að þá þarf ég ekki að hugsa frekar um það þegar dótið kemur og ég fer af hótel Mömmu.

En ég ætla að reyna að vera löghlýðin þar til að ég fer svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum bíl.
Posted by Picasa