24 desember 2007

Gleðileg Jól

Núna styttist í jólahátíðina og ég vil óska öllum lesendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla.

Annars átti Jón, uppáhalds bróðir minn, afmæli í gær þannig að við fórum í Perluna á hið árlega jólahlaðborð. Fengum mjög gott að borða.
Svo átti móðursystir mín afmæli einnig í gær en hún varð 45 ára.
Og til að toppa þetta allt saman eignaðist Andrea frænka mín(dóttir móðursystur minnar) lítinn dreng í gær, 48cm og 13 merkur(skv nýjustu fréttum).
Og óska ég henni innilega til hamingju með drenginn. Hann kom í heiminn stuttu fyrir miðnætti, þannig að hann rétt náði að verða smá auka afmælisgjöf til ömmu sinnar :)
Það er búið að vera mikið í umræðunni hvort hún myndi eignast barnið á þorlák, en meira í gríni en alvöru þar sem að hún var sett 29. des. Svo okkur fannst þetta frekar ólíklegt en eitthvað annað... en alltaf er hægt að koma manni á óvart.
Ég sem sagt náði að sjá frænku mína óletta og ætla pottþétt að ná að sjá litla drenginn áður en ég fer aftur út.

Við heyrumst svo eftir jólahátíðina :o)

13 desember 2007

árekstur...

Ég var að rölta úti í gær hérna í næstu götu en þar er mikið af gangandi verfarendum svo allir bílar þurfa að keyra rólega.
Einn leigubíll keyrði framhjá mér og ég var svo sem ekkert að pæla neitt í því þar til að ég heyrði áreksturshljóð. En þá hafði leigubíllinn gleymt að virða hægriregluna en til hægi sniglaðist lögreglubíll... vá hvað ég grenjaði úr hlátri... hjálpaði ekki að leigubílsstjórinn var svona ekta "sænskur" leigubílsstjóri(eða innflytjandi/múslimi) talandi á sinni bjöguðu sænsku. Löggan sat í raun ótrúlega lengi inni í bílnum hjá sér, gat bara ímyndað mér hann blótandi í sand og ösku. Í fljótu bragði sá ég ekkert að bílunum...

Ég reyndar sá annan árekstur fyrir ca. mánuði síðan en það var aðeins harðari árekstur, einn sem fór yfir á rauðu og beint inn í annan bíl. Sá sem var í rétti þar hann var nú ekki alveg beint sáttur.

12 desember 2007

Allt að koma...

Núna eru dagar af pínu búnir... ekki nóg að hafa verið með verk í tönninni en ég þurfti auðvitað að fá svaðalegt kvef í leiðinni. Og á sama tíma átti ég að vera að læra fyrir umræðu tíma og próf. Endirinn var sá að ég mætti frekar óundirbúin í umræðutíma og prófið gekk ekki jafn vel og ég hafði vilja, en ég næ nú samt örugglega.

Sem sagt núna á ég bara eftir að fara í einn tölvutíma í tölfræðinni, sem er á þriðjudaginn, og svo kem ég heim. Reyndar í milli tíðinni á ég eftir að fara til Köben að ná í mömmu og Lilju, en við ætlum að eyða eftirmiðdeginum á laugardaginn í Köben og taka svo síðustu lestina til Gautaborgar.
Ég skrópaði óvart/óviljadi í fyrri hluta tölfræði tímans á mánudaginn. Var alveg 100% viss um að við ættum að byrja kl 13 en við byrjuðum víst kl 9... úps... en ég held að ég hafi nú ekki misst af miklu. Þetta eru ekki mestu tölvusnillingarir sem eru í bekknum svo það tekur smá tíma að fara í gegnum þetta.

Annars er planið núna fyrir í dag, á morgun og föstudag, að þrýfa íbúðina, þeas taka hana alveg í gegn, klára jólagjafirnar og kaupa jólakjól :) Jú og svo ætla ég aðeins að rölta um Liseberg í dag.

Var að skoða sænsku fréttirnar áðan og rakst ég á þessa skemmtilegu frétt sem ég var reyndar búin að sjá á mbl.is. Finnst bara mjög fyndið að hún hafi komist út fyrir landssteinana... hihihi... það er nú ekki oft sem að ísland er á síðum blaðana hér.

Best að fara að ryksuga og skúra...

05 desember 2007

Sjálfsvorkun

Það er nú lagt frá því að ég geti sagt að það hafi verið gaman hjá tannsa í gær. Ég sat í stólnum í 2 tíma og 20 mín og þar af voru 2 tímar þar sem ég sat með galopinn munninn án þess að fá að loka. Vá hvað þetta tók á.
Það munaði litlu að ég þrufti að koma aftur seinna því það gekk illa að deyfa eina rótina en sem betur fer gat ég harkað þetta af mér... sh#& hvað þetta var vont. Ég vildi frekar pína mig en að þurf að koma aftur...

Þegar ég kom heim tók ég strax verkjalyf þar sem að sársaukinn var mikill. Ég get nú ekki sagt að verkjalyfin hafi gert mikið en þau tóku svona rétt mesta sársaukann. Tannsi sagði að ég gæti verið með verk í 2-5 daga.
Vaknaði í nótt kl 4 með þennan svaðalega verk.

Verkjalyfin taka aðeins betur á verknum í dag, eða alla vegana það sem liðið er af deginum... Þó að stundum reyni ég að harka af mér verki í stað þess að taka verkjalyf en það er ekki þannig núna... Þvílikt hvað þetta er óþæginlegur verkur... Svo gera lyfin mann frekar sljóan, maður á víst að passa sig ef maður ætlar að keyra bíl(sem er svo sem ekkert að fara að gerast núna)

Ég átti í vandræðum með að borða Cheeriosið mitt í morgun því að hringirnir leituðu alltaf undir tönnina en það er ekki þæginlegt að nota hana núna. Tilfinningin er eins og þegar maður var með lausa tönn hérna áður fyrr... nema að hún er ekki laus.

Jæja ég er hætt að vorkenna sjálfri mér hérna í bili... Verst að maður hefur engan hérna heima til að vorkenna manni og stjana við sig. En jæja þetta ætti nú að vera búið að jafna sig á sunnudaginn.

03 desember 2007

Fréttir og brandari ársins

Ég er fór til tannlæknis á fimmtudaginn og fékk þær "frábæru" fréttir að það þyrfti að rótfyllatönnina... og það kostar einungis 3000kr sek(ísl 30.000), jább rán um hábjartandag. En það verður sem sagt gert á morgun.

Ég fór svo og hitti Marie í Växjö um helgina, mömmu hennar fannst orðið allt of langt síða ég kom síðast og vildi endilega að ég kæmi fyrir jólin. Við fórum út í skóg og huggum tré, til að hafa úti. Síðan bökuðum við piparkökur og lussekatter. Annars tókum við því líka bara rólega og slöppuðum af.

Þegar ég kom heim í gær setti ég upp nýju jólagardínurnar mínar og aðventuljós og gerði smá jólalegt. Síðan fór ég að skoða jóla-föndurdót sem Marie hafði ætlað að henda þegar hún flutti en ég tók það hins vegar til mín. Þegar ég tók kassan, sem er gegnsær plastkassi, fannst mér hann frekar þunngur miðað við innihaldið(efni og eitthvað meir) og það heyrðist eitthvað hljóð í kassanum þegar maður hristi hann sem ég gat ekki alveg skilið, en pældi svo sem ekki meira í því. Þegar ég opnaði kassan blasti við mér myndavél sem Marie týndi fyrir 3 árum síðan. Hún var viss um að einhver hefði stoðið myndavélinni því hún fann hana hvergi... enda dettur engum í hug að leyta í kassa með jólaföndri... Ég vissi ekki hvert ég ætlaði af hlátri... Hún hafði meira að segja fengið nýja myndavél út úr tryggingum... Þegar ég sá e-mailið frá mér hló hún sig vitlausa úr hlátri :Þ


Ég veit ekki með ykkur en ég get ekki sagt að ég fyllist öryggis tilfinningu þegar ég labba framhjá einkennisklæddum lögreglumanni með hríðskotabyssu. Það gerðist sem sagt í morgun. Hérna hinu megin við garðinn er Göteborgs tingsrätt(eða Héraðsdómur Gautaborgar?) en ég labba þar framhjá á leið í strætó. Í morgun var örugglega verið að fara að dæma einhvern svaka glæpamann en það stóðu 5 einkennisklæddir lögreglumenn með hríðskotabyssur þarna fyrir utan á meðan bílinn fór inn í skúrinn.
Í síðustu viku var Sveriges Radio þarna fyrir utan, svo hefur maður séð 2 lögreglu menn fara með einn krimma inn í handjárnum... En þetta er nú ekki svona dagsdaglega hérna.

Svo er próf eftir viku... reyndar bara eitt próf fyrir jól... svo ég þarf að lesa alveg helling... best að fara að koma sér að því.