29 nóvember 2006

Netið komið upp aftur...

Það er alveg ótrúlegt hvað er óþæginlegt að vera án internets, ég er alveg háð því. Á fimmtudaginn var ég að snúa við skrifborðinu hjá mér og það tognaði aðeins á netsnúrinni... ekkert sérstaklega mikið... en þegar ég leit svo á tölvuna var ekkert netsamband. Ég hélt að ég hefi kannski eyðilag snúruna, eitthvað í tölvunni eða tengngilinn. Þetta geriðst það seint að ég vildi ekki banka upp á hjá nágrönnunum til að athuga hvort allt væri í lagi. Þannig að þegar ég kom heim úr praktíkinni á föstudaginn bankaði ég upp á hjá íslenskri konu sem býr næstum því við hliðina á mér, ein íbúð á milli okkar, hún var ekkert smá hissa að sjá íslending :þ Ég fékk að prufa snúruna mína og tölvuna í nettengingunni hjá henni og allt var í lagi. Þannig að ég var búin að útiloka allt nema tengilinn. Og það var auðvitað búið að loka skrifstofunni hjá stúdentagörðunum, hún lokar 15:30. En ég skildi eftir skilaboð á símsvaranum. Svo ég var netlaus alla helgina... :( Á mánudaginn var enginn búinn að hafa samband við mig né koma í íbúðina og kíkja á tengilinn og þar sem ég kom heim eftir kl.16 þýddi ekkert að hringja. Í gær í hádeginu hringdi ég og mér var sagt að einhver frá þeim væri að vinna í húsinu í dag(miðv.d) Þegar ég kom heim í dag hafði ekkert gerst. Þannig að ég ákvað að ryksuga... þegar ég var búin að ryksuga leit ég á tölvuna og þá var einhver búinn að senda mér skilaboð á MSN... netið var komið í lag... stuttu seinna fékk ég svo e-mail frá internetþjónustunni um að þetta ætti að vera komið í lag og vandmálið hafði verið "link-flap".... En netið er komið í lag og það er það sem skiptir máli...

Með þessa íslensku konu, Þóru... ég hef vitað af henni síðan ég flutti inn en ekki haft ástæðu til að banka upp á. Þegar ég fór út á föstudagskvöldið var hún einmitt á leiðinni út líka... og á leiðinni á sömu stoppistöð og að fara út á sama stað ;p Svo í sporvagninum kom Siggi inn svo allt í einu vorum við 3 íslengingar saman í sporvagninum af tilviljun, þetta gerist ekki oft. Svo hitti ég Þóru á ganginum áðan. Fyrst sé ég hana ekki í 2 mánuði og svo hitti ég hana 3x á tæpri viku!!

Ég alla vegana komin í samband við umheiminn aftur... :D

19 nóvember 2006

Myndir af sófanum

Núna eru myndir af sófanum komnar inn á myndasíðuna :)

Í gær var milli 20 og 25° hita munur á Íslandi og Gautaborg... þetta er klikkun...
Mælinn minn sagði +10° en mbl.is sagði -10° í Rvk og -15° á Akureyri.

En ég er að fara á jólamarkaðinn í Liseberg á eftir, en það mun líklega vera í fyrsta skipti þar sem ég mun ekki frjósa á tánum og á puttunum á Jól í Liseberg.

18 nóvember 2006

SÓFI

ég er komin með sofa :)

ég tek myndir fljótlega og set hér inná.

Þreytt - þreytari - þreyttust

Þá er fyrsta vikan af praktíkinni(verknáminu) búin. Það er alveg órtúlega hvað það tekur á að breyta til og fara að "vinna" rúma 8 tíma á dag og þurfa að vera vel vakandi allan tíman. Þegar ég mætti í morgun þá veit ég ekki hvert leiðbeinandi minn ætlaði, ég settist í stólinn inni hjá henni og leit út fyrir að hara sofið í max 2 tíma. Ég lifði á svefgalsa í dag, en ég og leiðbeinandinn skemmtum okkur vel sama yfir því og hæfilega alvarlegar þegar þarf. En ég hef orðið þreyttari með hverjum deginum, það skipti engu hvenær ég fór að sofa. Málið er bara að slappa af um helgina og safna orku til að takast á við næstu viku.

Svo fékk ég ánægjulegustu hringingu áðan í langan tíma. Sófinn minn sem ég búinn að bíða eftir í 7 vikur kom í búðina áðan og það er auka útkeyrsla á morgun svo ég fæ sófa á morgun. JÚÚHHÚÚÚ.... JIBBÝÝÝ!!!!

Svo fékk ég pakka frá mömmu áðan en hún quiltaði fyrir mig dúk á mataborðið og hann er bara mjög flottur, passar vel.

Svo á morgun þarf ég að taka til og þarf að vera búin að því um hádegi, því sófinn kemur um 13 eða 14. Svo þegar sófinn er kominn get ég farið að raða almennilega. Og þá er íbúðin bara að veða fullkomin.

Ég ætti að fara að koma mér í rúmið... það lokkar mig alla vegana...

09 nóvember 2006

Sænskar möppur og gatarar


Hvaða vitleysingur fann upp sænska holukerfið fyrir möppur, gatarana og möppurnar!?!

Ég þoli ekki þessar möppur og þessa gatara... það komast kannski 2mm blaðabunki í gatarann til að gata og ef það er fræðilega að koma þessu í gegnum blöðin og svo lokst þegar maður kemst í gegn á fer þetta ekki til baka og blöðin eru föst í gataranum... Svo er ekki hægt að vera með þessara gatara í einhverri standard stærð, götin fara mis mikið inn á pappírinn

Og svo þessar helv. möppur... já við förum ekkert út i það...

Þessar möppur sem eru á Íslandi eru svokallaðar EU-möppur... en HALLÓ.. ég hélt að svíþjóð væri í EU.

08 nóvember 2006

Þreyta...

Það er ótrúlegt hvað það getur tekið á að vera í skólanum heilan dag. Ég var alveg búin áðan þegar ég kom heim enda fór kvöldið alveg í að slappa af, fyrir utan þegar ég fékk æðiskast í að flokka skóladótið mitt loksins. Það var nú enginn æsingur í því en núna er allt skóladótið sem var óflokkað fyrir í 9 bunkum sem ég á svo eftir að fara í gegnum.
Annars þá held ég að svefnrútínur mínar sé farnara að brenglast, ég er farin að vakna á miðri nóttu... eða svona hálf vakna... og er ekki viss hvað klukkan er. Það skiptir ekki málið hvað ég horfi mikið á klukkuna... ég hef ekki hugmynd hvað klukkan er í raun og veru alla vegana þá tekur smá tíma að fatta það. Td. í fyrrinótt vaknaði ég(að ég held) ca 2:20 en þurfi að vakna 7:15 og var að hafa áhyggjur af því að ég hafði sofið yfir mig.... ég meina HAAALLLLLÓÓÓ.... Þetta gerðist aftur sl nótt en ég man ekki hvað klukkan var þegar ég vaknaði.

Annars býst ég við að fá sófann í næstu viku... vá hvað ég hlakka til...
Ég byrja svo í praktík(verklegu) í næstu viku, ég bæði hlakka til og kvíð fyrir. En við ætlum að hittast nokkrar stelpur um helgina og djamma smá saman svona áður en við förum í praktíkina þar sem að við erum allar á sitthvorum staðnum og munum ekki hittast of mikið.

En bakið er orðið þreytt núna og heimtar að fá að leggjast í rúmið... svo ég læt undan.

03 nóvember 2006

Kuldinn getur verið þæginlegur

Hér er orðið kalt en við sjáum bara til hve lengi þette helst.
Eftir skóla í gær ákvað ég að rölta aðeins um í bænum áður en ég færi heim. Það var kallt og dimmt en samt einhver þæginlegur andi. Þetta minnti mig á þegar maður er að rölta í bænum fyrir jól, kalt og myrkur en samt koma ljósin frá búðagluggunum og lýsa upp, maður labbar um dúðaður til að verða ekki kalt. Sem betur fer eru búðirnar ekki farnar að skreyta með jólaskrauti en þær eru nú samt farnar að selja jólaskraut, IKEA byrjaði að selja jólaskraut í septemer, sem er heldur snemma fyrir minn smekk.
Það er enginn skóli hjá mér í dag svo ég er að spá í að fara að rölta aðeins í bænum og taka því rólega.
Heimalærdómurinn má bíða þar til um helgin :þ

Svo ætlum við Alla að kíkja saman út að borða í kvöld, en það er frekar langt síðan við hittumst. Ég hef ekkert séð hana eftir að ég flutti... og ég flutti fyrir mánuði síðan... það er ss mjög mikið að gera hjá henni og svo var hún líka heima á klakanum.

01 nóvember 2006

Snjór...


Fyrsti snjórinn í vetur... ef snjó má kalla. Alla vegana á eru 0°C úti og það fer kannski niður fyrir frostmark af og til.

Þetta er mynd út um gluggann hjá mér