31 október 2007

*grenj*

NEEEEI... ég sat í makindum mínum og var að horfa á Grey's Anatomy og þá allt í einu slökknaði á útsendingunni og það var bara snjór á skjánum og líka á öllum hinum stöðvunum... og það er ekkert sem ég get gert. Þetta gerðist reyndar líka í september en þá var ég ekki að horfa á neitt sérstakt. Það er eins og einhver hafi bara fengið þá hugmynd að kippa úr sambandi tenginu fyrir sjónvarpssendinguna inn í húsið... *pirr,pirr*

En yfir í annað. Ég var rosalega dugleg í gær, fór í sund, búin að vera að hugsa um þetta í ár og loksins varð að því. Ætla að reyna að gera þetta einu sinni í viku, sjáum til hvernig það fer. Er með smá harðsperrur á hinum ýmsu stöðum en ekkert óbærilegt.
En ég verð að segja ykkur frá einu sem ég sá í sundi. Ég sem sagt var í sturtu og var í raun að horfa bara á gólfið á meðan ég stóð þarna undir bununni og svo rek ég augun í lappir sem mér þóttu frekar furðulegar. Þetta voru lappir sem litu út eins og á vel hárugum karlmanni og ég er ekkert að grínast með hárin váá... getur kvennmaður virkilega verið með svona mikinn fjölda af þykkum og löngum hárum á löppunum og þetta var ekkert bara á kálvanum heldur líka upp aftanverð lærin... ég þurfti hreinlega að líta aðeins ofar til að vera viss um að þetta væri kvennmaður. Ég meina ég hef alveg séð stelpur sem hafa ekki nennt að raka á sér lappirnar í þó nokkurn tíma en ég vissi ekki að það væri hægt að gera þetta svona slæmt...!!!!

Annars held ég að foreldrarnir séu að tryggja sér það að ég flytji heim. Já það er verið að pæla í íbúð, er búin að vera að kíkja á fasteignavefinn á hverjum degi sl. daga til að skoða íbúðir.
Held að mamma og pabbi ætli að skoða eina fyrir mig sem er á Nesinu, sem okkur líst áægtlega á. Lilju fannst pabbi ekki alveg vera að klippa á naflastrenginn :P þeas að ég flytji ekki nógu langt frá m&p. En Lilja: hvernig var það með Jón? Fluttin hann ekki í bakgarðinn hjá ömmu, þar sem hann hafði leikið sér þegar hann var lítill?? hihihi... Og er ég ekki búin að búa í útlöndum í 3 ár(fyrir utan að þá á alla vegana eitt eftir að bætast við áður en ég flyt heim) :P
En þetta er ekkert ákveðið, það er nægur tími.

Annar er kúrsinn í Lundi alveg að verða búinn, þessi vika og næsta. Fer niðureftir í fyrramálið og svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku. Þannig að það er rétt rúm vika eftir. Vá hvað ég hlakka til að hætta þessum þvælingi fram og til baka.
Svo er að farið að styttast í jólin... bara rétt rúmur 1 og 1/2 mánuður þar til að ég kem heim :)
Það er búið að breyta klukkunni þannig að núna er bara klukkutíma munur á milli Íslands og Svíþjóðar. Skil ekki að fólk nenni að vera að hræra svona í klukkunni.

En ég er hætt þessum skrifum í bili... Endilega látið heyra í ykkur :)

25 október 2007

Orðin ónæm fyrir veseni

Það væri synd að segja að þetta sé mín besta vika lengi, kannski að versta sé nær því, þó kannski ekki alveg svo langt.
Á mánudaginn leigði ég bíl til að keyra til Hässleholm sem tekur 2:20 að keyra, ég vara að fara í vinnustaðaheimsókn sem er tengd lokaverkefninu í kúrsinum þannig að ég vildi ekki missa af því, en ég þurfti að vera komin til Gautaborgar 2:30 eftir að heimsóknin var búin en lestin tekur 4 tíma þar sem að hún fer ekki beint og maður þarf að skipta 1-2 á leiðinni.
Ferðin niður eftir gekk vel, og upp eftir aftur gekk líka vel. Svo hafði ég ekki tíma til að skila bílnum fyrir tímann sem ég var að fara í. Ákvað þess vegna að leggja bílnum fyrir utan hjá mér, lagði fyrst í eitt stæði þar sem að kostaði 20kr/klst til kl 22, þegar ég fattaði það þá flutti ég bílinn á stæði þar sem kostaði 20kr/klst til kl 18 því að ég vissi að ég hefði nægan pening fyrir það... en þegar þangað var komið komst ég að því að ég hefði týnt einni 10 sem ég var með og þar með átti ég ekki nægilegt klínk. Það sem klukkan var orðin 17 og ég átti að mæta kl 17 gat ég lítið annað gert en að borga það sem ég átti og vona það besta... En auðvitað fékk ég stöðumælasekt upp á 400kr sek(ca 4000 kr ísl) Mín var ekkert rosalega sátt en lítið við því að gera.

Síðan fór ég niður til Lundar í dag, get ekki sagt að það byrjaði eins og til var ætlast. Vaknaði rúmlega 6 þar sem ég var að fara að taka lest kl 7:40, fór aðeins fyrr út á lestastöð þar sem að ég var ekki búin að sækja miðana eins og ég er vön. Þegar ég leit á miðann stóð 9:40 sem sagt ég var 2 tímum of snemma, svo mín fór bara aftur heim enda stutt heim og lagði mig í 1,5 tíma. Fór svo aftur út á lestastöð og upp í mína lest. Í Gautaborg fengum við að vita að raflínana fyrir lestina var slitin milli tveggja staða svo við þurftum að fara í rútu á milli. Kellingin sem sat við hliðina á mér í lestinni áður en við komum að rútunni sagði mjög hneyksluð "hver rífur í sundur raflínu" þetta hljómaði eins og hún héldi að einhverjir unglingar hefðu verið að fikta í línunni. Svo þegar við vorum aftur komin í lestina(eða hina lestina) þá var ljóst að það væri seinkunn og konan við hliðina á mér var ekki lítið pirruð og svo þegar kom upp eitt vandamál í viðbót þá fór að sjóða verulega á henni. Ég var komin til Lundar hálftíma eftir áætlun og náði akkúrat á réttum tíma í skólann :)

Svo var auðvitað þetta vanalega íbúðarvandamál hér í Lundi. Ég hef ekki skrifað mikið um það hér en það hefur verið þannig í hvert einasta skipti(fyrir utan fyrsta) þegar ég hef komið til Lundar að það er óljóst hvar ég mun sofa. En það hefur alltaf reddast, búin að sofa á 5 mismunandi stöðum. Krakkarnir í bekknum vorkenna mér svo mikið svo þeim finnst ekkert mál að leyfa mér að gista hjá sér. En þetta er að verða búið, bara tæpar tvær og hálf vikur eftir en á bara eftir að gista í nótt og svo eina nótt í viðbót.

Þetta er nóg í bili

20 október 2007

Bloggtími

Núna er besti tíminn til að blogga, já þegar ég virkilega þarf að læra en nenni því alls ekki. Á að skrifa 3-4 bls skýrslu/ritgerð og skila á mánudaginn og tala um í 10-15 mín. Ég er bara búin með 1 bls og veit ekki alveg hvað ég get bullað um í viðbót.

Það fer að styttast í að kúrsinn í Lundi fari að klárast, bara 3 vikur eftir; 2 mánudagar, 3 fimmtudagar og 2 föstudagar. Svo fer ég að byrja í tölfræði og málþroska, en kennslu/uppeldis kúrsinn heldur áfram þar til í janúar.

Þegar ég tók lestina frá Lundi í gær var einn maður í lestinni sem komst að því að hann var í vitlausri lest. Við vorum í hraðlest til Gautaborgar en hann átti að fara í hraðlest til Stokkhólms sem var hinumegin á brautapallinum og var að fara á svipuðum tíma. Hann fattaði þetta ekki fyrr en lestin okkar var að leggja af stað og ekki mikið hægt að gera. Hef oft pælt í því hvað maður myndi gera ef maður færi óvart upp í vitlausa lest sem væri að fara í þveröfuga átt miðað við það sem maður ætlar... Þetta var nú samt svolítið fyndið :þ

Ég er búin að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, sem sagt ég kem 19. des og fer aftur 2. jan. Hefði alveg verið til í að vera aðeins lengur en ég þarf að skila verkefni kl 8 þann 4.jan og ég veit að ég mun ekki geta lært heima, búin að prufa það oftar en einu sinni.
En mamma ætlar að koma í heimsókn 15. des og við ætlum að jólastússast hér í Gautaborg í nokkra daga en svo förum við saman heim. Fínt að þurfa ekki að ferðast ein.

Ég ætla að reyna að skrifa nokkrar línur í viðbót í þessu verkefni, minn að gera á morgun.

09 október 2007

Viðbót

Ég verð að deila með ykkur einni upplifun. Ég fékk privat-skilaboð á Facebook frá einhverjum Olaniyan Olayemi.
Subject: Sweetie !!!
Wow,Nice picture,nice profile nice heading......i really love everything i have gotten from your profile and that has promt me to wanna get to know you more,be your friend and even more later on.......it will be the greatest thing that will ever happen to me only if you can reply my mail back to this site or to my regular email address oauniggaz@ .com.....i will be waiting to hearing from you...take care of urself and be good.
Olayemi.

Ég verð nú að segja að ég vissi ekki hvert ég ætlaði... hló og hló og hló... Eru sumir desperate eða hvað...

Vildi bara deila þessu með ykkur, nb: ég ætla ekki að svara.

Lundur hálfnaður

Besta að skrifa eitthvað... vá hvað ég er orðin ódugleg við það.
Ég er hálfnuð með Lundinn, að vissuleiti verður fínt að klára þar. Kúrsinn er fínn en þetta ferðalag á milli verður þreytandi til lengdar, aðalega að pakka áður en ég fer.

Þegar ég fór niðureftir á fimmtudaginn þá var ekki alveg komið á hreint hvar ég gæti gist í það skiptið. Ég hef búið hjá íslenskum manni í bekknum og fjölskyldu hans. En núna var hann að fá mömmu sína í heimsókn svo ég þurfti að finna mér annan svefnstað. Ég hef verið í sambandi við annan íslending sem er á Íslandi en hefur íbúð í leigu í Lundi. Ég fékk að búa þar fyrstu vikuna en síðan var einhver annar með íbúðina vikuna á eftir. Síðan ætlaði ég að reyna að fá íbúðina á fimmtudaginn, var í sambandi við manninn á Íslandi og eftir svona ca. 3 tíma bið fékk ég að vita að það væri ekki möguleiki að fá íbúðina. Endaði með að redda mér gistingu hjá einni stelpu í bekknum, síðan á föstudagskvöldið fékk ég að gista hjá annari í Malmö þar sem við vorum að fara í partý þar.
Við vorum mætt 10 af 14 úr bekknum í partýið. Fórum í tónlistarkeppni, og ég get ekki sagt að ég hafi farið á kostum þar, gat ekki einu sinni svarað einu spurningunni sem var nánast búin til alfarið fyrir mig; Nefnið 2 hljómsveitir sem söngkonan(Björk) hefur varið í, auðvitað gat ég svarað sykurmolarnir en mundi enga aðra hljómsveit.
Ég fór svo aftur til Gautaborgar kl 9:25, mjög gaman að vakna svona snemma þegar maður er búinn að vera að djamma, þetta var nú kannski ekkert svaðalegt djamm. Kíkti svo í partý hjá vinkonu minni á laugardagskvöldið.

Er eitthvað að berjast við heilsuna þessa dagana. Er búin að vera svona hálf slöpp í viku núna en samt líður mér ekkert of illa. Bara böggandi að vera ekki bara almennilega veik í nokkra daga í staðinn fyrir að vera eitthvað svona hálf meigluð í marga daga.