20 október 2007

Bloggtími

Núna er besti tíminn til að blogga, já þegar ég virkilega þarf að læra en nenni því alls ekki. Á að skrifa 3-4 bls skýrslu/ritgerð og skila á mánudaginn og tala um í 10-15 mín. Ég er bara búin með 1 bls og veit ekki alveg hvað ég get bullað um í viðbót.

Það fer að styttast í að kúrsinn í Lundi fari að klárast, bara 3 vikur eftir; 2 mánudagar, 3 fimmtudagar og 2 föstudagar. Svo fer ég að byrja í tölfræði og málþroska, en kennslu/uppeldis kúrsinn heldur áfram þar til í janúar.

Þegar ég tók lestina frá Lundi í gær var einn maður í lestinni sem komst að því að hann var í vitlausri lest. Við vorum í hraðlest til Gautaborgar en hann átti að fara í hraðlest til Stokkhólms sem var hinumegin á brautapallinum og var að fara á svipuðum tíma. Hann fattaði þetta ekki fyrr en lestin okkar var að leggja af stað og ekki mikið hægt að gera. Hef oft pælt í því hvað maður myndi gera ef maður færi óvart upp í vitlausa lest sem væri að fara í þveröfuga átt miðað við það sem maður ætlar... Þetta var nú samt svolítið fyndið :þ

Ég er búin að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, sem sagt ég kem 19. des og fer aftur 2. jan. Hefði alveg verið til í að vera aðeins lengur en ég þarf að skila verkefni kl 8 þann 4.jan og ég veit að ég mun ekki geta lært heima, búin að prufa það oftar en einu sinni.
En mamma ætlar að koma í heimsókn 15. des og við ætlum að jólastússast hér í Gautaborg í nokkra daga en svo förum við saman heim. Fínt að þurfa ekki að ferðast ein.

Ég ætla að reyna að skrifa nokkrar línur í viðbót í þessu verkefni, minn að gera á morgun.