30 janúar 2005

DVD

Mig langaði bara að athuga hvort einhver eigi Með allt á hreinu á DVD og ef svo er þá er ég með spurningu. Er hægt að setja enskan(eða sænskan) texta. Ef þú hefur svar endilega skrifaðu komment eða sendu mér mail á krissap@simnet.is :)

p.s. það er eitthvað að myndaforridinu svo þær koma seinna :/

Ágætis helgi

Ég hef ekki nennt að skrifa mikið, en nú ákvað ég að skrifa smá. Ég var sem sagt í Vexjö um síðustu helgi. Það er ekkert smá sem vonda veðrið fyrir 3 vikum gerði. Foreldrar Marie eiga skóglendi og eins og hjá mörgum er eins og einhver hafi rifð þau upp með rótum, en stór hluti trjánna hjá þeim féllu. Sumstaðar er ekki eitt tré uppi standandi. Ég ætla að setja inn myndir fljótlega... kannski á eftir ;)
Það er búið að vera mikið að gera í skólanum og svo erum við líka búin að vera í verklegum tímum sem eru mjög skemmtilegir og áhugaverðir. En svo er próf á föstudaginn :/
Þessi helgi byrjaði rólega en ég var í afslöppun á föstudaginn og leigði DVD. Svo í gær ákvað mín að taka til og þrífa ærlega, eftir þrifnaðinn ætlaði ég að fara út í bakarí á leiðinni að skila DVDinum en þar sem klukkan var orðin 16 þá var þetta frekar vonlaust, þessi bakarí nálægt mér loka kl 14/15 á laugardögum eða eru hreinlega ekki opin(þetta er víst eðlilegt, og sunnudagar eru gjörsamlega vonlausir) En ég fann svo loksins opið kaffihús þar sem bakarísdót var selt, þetta tók mig klukkutíma.
Svo um kvöldið fór ég með Marie að hitta vinkonu hennar frá Vexjö en kærasti hennar býr hér í Gbg rétt hjá Marie. Þar sátum við 6 saman(jöfn kynskipting) og spjölluðum og horfðum á video sem tveir strákanna höfðu gert á móturhjólaferðalagi um Evrópu, ég hef ekki séð margt fyndnara en þetta. Svo fórum við nokkur niður í bæ og vorum þar til kl 4.
Í hádeginu í dag fórum við svo að sjá Í takt við tíman, en það er verið að sína hana á Götborgs film festival. Ég sá hana um jólin heima en Marie langaði að sjá hana eftir að ég fór að tala um myndina. Svo kom líka frænk hennar, Eva, kærasti Evu, Ola, og vinkona Evu(man ekki nafnið), með okkur, svo við vorum fimm saman. Þetta var mjög skemmtilegt, gaman að sjá myndinda mér enskum texta. Svo var salurinn eiginlega fullur, örfá sæti laus.
Það var svolítið fyndið að þegar við komum að bíóinu þá hitti í Steingerði og Ásgeir sem ég bjó hjá fyrstu vikuna hér. En þetta kom mér ekkert rosalega á óvart, þar sem að þetta var besti tíminn til að fara með krakkana á þessa mynd, svo auðvitað íslensk mynd. Svo sá ég þau aftur þegar við komum út úr salnum(fyndið) :) En fólkið virtist alveg fíla myndina. Alla vegana fólkið sem ég var með var mjög ánægt með hana, mér fannst hún fyndnari í annað sinn.
Svo verður það bara tekið rólega í kvöld og farið snemma að sofa vonanadi þar sem að ég svaf ekki í nema 5 tíma en það er ekki skóli hjá mér á morgun svo það er fínt, þarf bara að læra fyrir prófið.

28 janúar 2005

smá gleymdist

Svolítð einkennilegt en bloggið frá 16. jan var að koma inn, ég setti það óvart sem Draft. En ég lét það bara flakka óbreitt inn ;)

20 janúar 2005

"borgó vann mr"

Þessi skilaboð fékk ég frá pabba í gær, og ég var ekki sár :) Þetta eru ein besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma. Nú er þetta spennandi, það eru svo margir möguleikar sem koma til greina. Þó maður auðvitað haldi alltaf með sínum skóla ;)
ég var alveg rugluð í gær, ég var heima hjá Marie og við vorum að horfa á sjónvarpið og svo fór ég aðeins fram og þegar ég kom inn aftur þá runaði ég út úr mér setningu á íslensku ("ég er alveg geðveikt rauð hérna" og benti á kinnarnar), og hún var með alveg rétt viðbrögð. Svo fór ég að hugsa og sagði: Do you know what I just did? Marie: "yeah, you spoke Icelnadic". Ég var ekkert smá rugluð í hausnum. Svo var ég að hugsa allt kvöldið hvaða tungumálið ég var að tala.
En ég er að fara núna yfir helgina til Vexjö, heim til foreldra Marie. Og kem aftur á sunnudag. Skrifa aftur þá... :)

18 janúar 2005

Önninni lokið og næsta að byrja

Við lukum við önnina loksins í gær, og auðvitað með prófi í Signal theori. Gekk bara vel held ég þar sem 3 spurningar voru eins og þær sem við fengum að æfa okkur á :) En eftir prófið þá röltum við Marie niður í bæ og á leiðinni datt henni í hug að kíkja á World-Culture-Museum eða Världskulturmuseet. Þetta var þó nokkuð rölt enda miklu lengra í burtu en ég bjóst við. Svo þegar við komum þannagð þá var auðvitað lokað, enda lokað á mánudögum. Þannig að við röltum bara til baka og fórum heim því við vorum að fara út með bekknum um kvöldið.
Svo hittumst við öll kl 19. í gærkvöldi og fórum 11(+3 makar) saman á bar, við erum 27. Þetta var bara fínt. Þær fyrstu fóru heim um 10 leitið en ég fór með þeim síðustu á miðnætti. Á tímabili var ég ekki að skilja neinn skapaðan hlut hvað var verið að tala um, en þá var tónlistin frekar hávær og ca.3-4 hópar að ræða saman um mismunandi hluti svo fyrir mér rann þetta allt saman í eitt, en það lagaðist svo :) Þetta er allt að koma. Það er bara verst að ég þoli ekki þegar fólk skilur mig ekki, en mér finnst eiginlega bara fyndið þegar fólk er að reyna að tala við mið og það veit ekki að ég er ekki sænsk, og það talar allt of hratt. Það var einn vinur stráksins sem er með okkur í bekk sem spurði mig hvort ég væri frá Gautaborg, ég sagðist vera frá Íslandi svo seinna um kvöldið spurði hann mig hvort að ég hefði ekki verið frá Noregi.... ekki alveg. En þá var hann líka búin að drekka nokkra bjóra ;) Svo var kærasti Rebecku(hún er með mér í bekk) sem fór að segja mér frá því að það væri 2 íslenskir próffesorar að kennar honum eða eitthvað svoleiðis. En hún þurfti að benda honum á að tala hægar og ekki nota orð sem hún skildi varla sjálf. En hann er í kennaranum og notar víst mörg orð sem margir skilja ekki;)
En þetta var bara fínt kvöld, svo er ég að fara í skólann á eftir kl 13 - 16:30, en nú er vor önnin að byrja í dag, með nýjum kennara ég vona bara að ég eigi ekki erfitt með að skilja hann.

16 janúar 2005

Annað en skóli

Jæja nú ætla ég að reyna að tala ekki um skólann, eftir að hafa fengið sérstaka beiðni ;) Sem er svo sem í fínasta lagi.
13. Jan er einhvers konar þrettándadagskvöld. Þar sem að allt jólaskraut er tekið niður og piparkökuhúsið brotið, eins og okkar 6.jan sem er reyndar almennurfrídagur hér. Ég skil ekki alveg muninn á 6.jan og 13.jan, en það eru ekki allir sem skilja þetta með að hafa 13.jan eins og hann er. En hvað með það Marie vinkona mín bauð mér og þrem öðrum stelpum heim til sín og var planið að borða nammi og piparkökuhúsið og taka niður jólatréð. Við töluðum svo mikið að okkur tókst bara að plokka nammið af piparkökuhúsinu og borða þakið og fl. nammi. Jólatréð stóð enn þá þegar ég fór ;) En þetta var fínt.
Svo á föstudaginn var gamall kærasti Marie að útskrifast með "hjúkka" og við fórum heim til hans og fórum svo með honum, kærustunni og fjölskyldu og vinum út að borða. Þetta var bara mjög gaman. Það er svolítið fyndið að kærastan hans er að reyna að komast inn í Lögregluskólann, svolítið öfug atvinnuhlutverk þar sem oftast er karlmaður lögga á meðan kvennmaður er hjúkka, en þetta getur alveg virkað svona líka :)
Svo eftir matinn fórum við niður í bæ og inn á skemmtistað. Þegar við vorum fyrir utan spurðum við um aldurstakmarkið, sem var auðvitað 25 ára og dyravörðurinn spurði hvað við værum gamlar, 27 og 21 árs. En fyrst að ég gat sýnt fram á að ég var 21 árs og var ekkert að ljúga og ekki með neina stæla(sýndi ísl skilríki:þ) þá hleypti hann mér inn :) Það er einkennilegt hvað flestir staðir hér eru með 25 ára aldurstakmark.
Ég var einmitt að hugsa það um daginn að þegar ég er búin með námið mitt hér þá mun ég ekki enn þá einu sinni geta komist inn á flesta þessa staði hér þar sem ég verð bara næstum því 24 ára, svolítið asnalegt.

13 janúar 2005

bara smá

Ég bara varð að segja ykkur að ég fékk 8 á eðlisfræðiprófinu, kannski ekki alveg nógu ánægð, hefði verið sátt við 8,5 svona fyrir stoltið, hefði átt að fara betur yfir prófið en ég fæ það til baka á morgun og þá get ég tékkað á þessu. En þetta skiptir ekki svo miklu máli kannski þar sem þetta mun ekki koma neins staðar fram, bara "godkänd" þe. staðist. En svo er Signalteori á mánudaginn, ekki rosalega bjartsýn þar sem mér finnst ég lítið fatta hvað við eigum að kunna en ég virðist ekki sú eina. Kemur bara í ljós, vonum það besta. Svo eftir mánudag er ekki próf í 3 vikur, veiii!

12 janúar 2005

Velgengni

Ég fór í eðlisfræði prófið á mánudaginn og það gekk bara mjög vel að ég held. Annars voru margar af stelpunum sem töldu sig ekki hafa gert nógu vel. En ég er þokkalega ánægð :) Svo fékk ég út úr anatómíuprófinu og einkunnin var bara þokkaleg eða 8,6 en samt eiginlega 8,9 þar sem einkunnin fer ekki á blað. Við fáum bara staðist eða fallið. Ég er sem sagt búin að sanna það að ég sé ekkert "probleeem" eins og kennarar vildu meina í byrjun. Ég er búin að standast öll próf í fyrstu byrjun, svo ég held að þau ættu að huga sinn gang. En ég geri mér nú samt grein fyrir því að ég á eftir að vera umræðu efni inni á kennarastofu í einhvern tíma. Ég var að tala við kennarann í dag, en þetta er fyrsta skiti sem þessi kona kennir okkur, og þegar ég var rétt að byrja að útskýra að ég talaði og skrifaði eitthvað vitlaust og ætti kannski í smá erfiðleikum stundum, þá sagði hún: Já svo þú ert þessi íslenska! Ég er sem sagt umtölum milli kennara, gott eða slæmt? hef ekki hugmynd, kannski bæði.
Við erum svo að fara í annað próf á mánudaginn og ég vona að það eigi eftir að ganga vel líka, annars er þetta svo lítið óskýrt sem við erum að læra. En maður bara lærir með bros á vör :)

08 janúar 2005

Læri læri

Jæja þá er fyrsta vikan af skóla búin, og er þetta einnig næst síðasta vika annarinnar. Á mánudaginn er svo eðlisfræðipróf fyrirhádegi og svo fyrirlestur eftirhádegi, svo verður keyrt með hraði í gegnum vikuna og næsta önn (sem byrjar mánudaginn 17.jan) byrjar með prófi í síðasta hluta eðlisfærðinnar. Einkennilegt að Vorönn byrji með prófi úr áfanga frá Haustönn, en svoleiðis er það nú bara :)
Ég er sem sagt að verða vitlaus af lærdómi, ég er búin að sitja hér inni í herbergi sl. 3 daga og læra, skrapp reyndar í tveggja tíma gönguferði í bæinn í gær til að skoða þessar útsölur, keypti mér reyndar bara húfu. En það væri hægt að gera góð kaup, 30-70% afsl allstaðar, þe ef mig vantaði nú bara föt. Ótrúlegt en satt þá finnst mér ég eiga allt of mikið að fötum. Fyrir utan fötin sem eru heima á Íslandi. Jæja ég ætla aðeins að skreppa út í göngutúr áður en að ég fer yfir um.

04 janúar 2005

Í Gautaborg á ný

Jæja þá er maður aftur kominn í raunveruleikann. Það er búið að rigna hér stanslaust síðan ég kom, ekki sátt.
Þetta stutta frí mitt heima á Íslandi var bara fínt, það var gott að koma heim. Ég náði ekki að hitta alla sem ég hafði ætlað mér að hitta en vikar milli jóla og ný árs fór í það að læra í einn dag, veik í tvo daga og svo að sinna erendum fyrir veikan bróður minn (ég meina hvað gerir maður ekki fyrir uppáhalds bróður sinn) :)
Svo ykkur sem ég var búin að segja við að ég myndi hitta ykkur í fríinu, því miður, en við getur hist í sumar þá verð ég í mun lengri tíma, um 2,5 mánuð.
Það var mjög "skemmtilegt" að þurfa að bíða í 1:40 klst inni í vél áður en að við gátum farið í loftið frá KEF fyrst var mér sagt að það væri 20 min seinkun en það stóðst ekki alveg. En ég náði alveg lestinni minni til Gautaborgar, ég var með það rúman tíma hvort eð var. Ég fór í smá matarboð til Marie eftir að ég kom en hún hafði boðið nokkrum vinum heim, en ég var ekkert smá þreytt. Svo fór ég í skólann í morgun þar sem að ég var að leka niður úr þreytu, og ekki mikið skárri núna. Svo ég ætla bara að fara að koma mér í rúmið til að geta vaknað hress í fyrramálið. :)

02 janúar 2005

Þetta fer að styttast

Ég fer til Svíþjóðar í fyrramálið(3.jan) flugið er kl 8:00 og á ég að lenda kl 12:00. Svo er lest kl 14:30 og á að koma til Gautaborgar 18:30. Ég læt svo heyra frá mér þegar ég er komin. Ég bara vona að enginn sem er með mér í bekk hafi farið til Tailands, þó að vinkona mín vilji meina að Anatómíu kennarinn okkar hafi ætlað að fara til Tailands og ekki fara yfir prófið fyrr en hann kæmi til baka...! Þetta kemur allt í ljós.