Jæja þá er fyrsta vikan af skóla búin, og er þetta einnig næst síðasta vika annarinnar. Á mánudaginn er svo eðlisfræðipróf fyrirhádegi og svo fyrirlestur eftirhádegi, svo verður keyrt með hraði í gegnum vikuna og næsta önn (sem byrjar mánudaginn 17.jan) byrjar með prófi í síðasta hluta eðlisfærðinnar. Einkennilegt að Vorönn byrji með prófi úr áfanga frá Haustönn, en svoleiðis er það nú bara :)
Ég er sem sagt að verða vitlaus af lærdómi, ég er búin að sitja hér inni í herbergi sl. 3 daga og læra, skrapp reyndar í tveggja tíma gönguferði í bæinn í gær til að skoða þessar útsölur, keypti mér reyndar bara húfu. En það væri hægt að gera góð kaup, 30-70% afsl allstaðar, þe ef mig vantaði nú bara föt. Ótrúlegt en satt þá finnst mér ég eiga allt of mikið að fötum. Fyrir utan fötin sem eru heima á Íslandi. Jæja ég ætla aðeins að skreppa út í göngutúr áður en að ég fer yfir um.