12 janúar 2005

Velgengni

Ég fór í eðlisfræði prófið á mánudaginn og það gekk bara mjög vel að ég held. Annars voru margar af stelpunum sem töldu sig ekki hafa gert nógu vel. En ég er þokkalega ánægð :) Svo fékk ég út úr anatómíuprófinu og einkunnin var bara þokkaleg eða 8,6 en samt eiginlega 8,9 þar sem einkunnin fer ekki á blað. Við fáum bara staðist eða fallið. Ég er sem sagt búin að sanna það að ég sé ekkert "probleeem" eins og kennarar vildu meina í byrjun. Ég er búin að standast öll próf í fyrstu byrjun, svo ég held að þau ættu að huga sinn gang. En ég geri mér nú samt grein fyrir því að ég á eftir að vera umræðu efni inni á kennarastofu í einhvern tíma. Ég var að tala við kennarann í dag, en þetta er fyrsta skiti sem þessi kona kennir okkur, og þegar ég var rétt að byrja að útskýra að ég talaði og skrifaði eitthvað vitlaust og ætti kannski í smá erfiðleikum stundum, þá sagði hún: Já svo þú ert þessi íslenska! Ég er sem sagt umtölum milli kennara, gott eða slæmt? hef ekki hugmynd, kannski bæði.
Við erum svo að fara í annað próf á mánudaginn og ég vona að það eigi eftir að ganga vel líka, annars er þetta svo lítið óskýrt sem við erum að læra. En maður bara lærir með bros á vör :)