27 febrúar 2006

Bolla, bolla...

Já sko það er kominn bolludagur og þó að maður búi ekki á klakanum þá er samt haldið upp á bolludaginn.
Ég er sem sagt búin að gera heiðarlega tilraun til bollubaksturs. Það tókst svo vel í fyrra að ég gat ekki slept því núna. Ég bakaði bollur á föstudaginn sem voru ekki alveg að gera sig þar sem það var smá vitlaust skirfað í uppskriftinni, þe bökunnartíminn. En ég er búin að fá leiðréttingu á því og geri aðra tilraun í dag á síðustu stundu. Svo fara bollurnar í ferðalag til Öllu í kvöld og þar ætlum við að vera nokkur saman með bollukaffi.

Um helgina fór ég til Växjö með Marie, en bróðurdóttir hennar átti 4 ára afmæli og amma hennar átti 85 ára afmæli. Það er svo langt síðan ég hef verið þarna og það er búið að breyta svo miklu heima hjá foreldrum Marie, svo það var gaman að koma í heimsókn. Við ætluðum að leggja af stað ekki seinna en kl 16 í gær en það dróst aðeins á langinn þar sem Svíþjóð var að keppa við Finna í hokký og miðað við ungafólkið í fjölskyldunni var ekki hægt að sleppa því að horfa á leikinn. Það er alls ekki leiðinlegt að horfa á hokký og þessi leikur var enginn undantekning... mjög spennandi... og það varð þvílík gleði þegar ljóst varð að Svíar urðu ólympiumeistarar.

23 febrúar 2006

Ekki happadagur... nokkuð ljóst

Við vorum 3 sem mættum óvart of snemma í morgun... já ég veit að ég er stundvís þegar kemur að skóla en öllu má nú ofgera... En þannig er mál með vexti að við áttu að vera í tíma frá 8:30 - 12 og svo áttum við nokkrar að vera í verklegu eftir hádegi. En svo þurfti að bæta auka fyrirlestri inn í töfluna vegna þess að heyrnarfræðinar voru að fá löggildingu og það þarf víst að ræða. En sem sagt fyrir hádegis fyrirlesturinn var settur eftir hádegi og við gerum þetta verklega seinna... allt í góðu með það. En við 3 skoðuðum ekki nýju stundatöfluna betur en það að við mættum kl 8:30 en nýji auka fyrirlesturinn átti ekki að byrja fyrr en kl 9:20. Og ég í minni stundvísi mætti kl 8:10 í skólann :S Það bætir ekki að ég var frekar meigluð í morgun og var næstum því hætt við að fara í sturtu til að geta sofið aðeins lengur. En sem betur fer var ég ekki ein um þessa vitleysu... Svo þegar ég var að koma úr dansinum var ég að labba á smá þjöppuðum snjó... rann aðeins til og lenti ofan í polli sem var svona nógu djúpur þannig að það gæti alveg örugglega flætt vel ofan í skóinn... æðislegt... það er líka svo gott að vera í blautum sokk þegar maður er rétt að losna við hælsæri.

Kvöldmaturinn í kvöld... var kolamoli að hætti hússins...

Eitt sem mig langar að bæta við þetta sem kemur þessum degi ekkert við... Ég fór út í apótek um daginn og sá að það var búið að stilla sérstaklega upp Strepsil - Mentol og þar sem ég bíð er ég eitthvað að horfa á umbúðirnar... les á þær og sé að það stendur "Vid ont i halsen" svo sem ekkert merkilegt oft stendur líka utan á umbúðum á finnsku en ekki í þetta skiptið undir sænskunni stendur skýrum stöfum "Við óþægindum í hálsi"... jahá þetta var bara á íslensku... Svo sá ég einmitt þetta Strepsil - Mentol auglýst í sjónvarpinu og þá voru umbúðirnar líka á íslensku... þetta sér maður ekki oft... en ég sá líka einu sinni háreyðingarkrem með íslensku... Mér finnst þetta bara sniðugt.

En það er nokkuð ljóst að ég ætla að gera mitt besta til að fara snemma að sofa... sjáum til hvernig það fer :þ

Um helgina fer ég svo til Växjö.

22 febrúar 2006

eitthvað er betra en ekkert :þ

Mér datt í hug að skrifa eitthvað hérna...
Ég er byrjuð í nýjum kúrsi... Audiologisk Rehabiliterin eða heyrnarfræðileg endurhæfing... einn af mörgum með þessu nafni.

Ég er búin að kaupa mér 3/4 hluta af skáp, vantar bara hurðina en hún kemur. Mamma hennar Öllu var í heimsókn og þær voru að fara í IKEA á bíl svo ég fékk að fljóta með, mjög sniðugt :) En hruðin á skápin var uppseld... þar sem þetta er svona hilla sem hægt er að kaupa á hurð með gleri og verður þannig að skáp.

æ ég nenni ekki að skrifa meira núna...

17 febrúar 2006

Já maður er sem sagt kominn til baka úr hlýjunni í kuldan... ss það er snjókoma hér þessa stundina sem er svo sem ekkert nýtt.

En það var ótrúlega gott að koma heim... hugsaði ekkert um skólann í þessa 5 daga. Ég veit að ég náði ekki að hitta alla. Þið ykkar sem ég ekki hitti... ég vona að þið fyrirgefið mér... ég mun bara hitta ykkur í sumar :) Annars var ég frekar bissí

Ég væri alveg til í að við Íslendingarnir hér úti gætum verið með eitthvað smá Eurovision partý annað kvöld... bara vera með nettengda tölvu og þá er þetta komið :p Er einhver tilbúinn í smá partý ? :Þ

13 febrúar 2006

Ísland

Jamm ég kom heim á föstudaginn. Fór svo gott sem beint norður og var þar í algjöri afslöppun. Núna í dag er ég búin að fara í klippingu og líður vel. Búin að hitta fólk og á eftir að hitta fleiri :)

Fer aftur á miðvikudagsmorgun til Gbg...

06 febrúar 2006

Er föstudagurinn 13 í dag eða...?

Dagurinn minn er búinn að vera frekar mikið hell í dag. Vaknaði við skemmtlega uppgötvun sem við förum ekkert lengra út í. Var á bókasafninu að vinna verkefni og gat engan veginn fundið næginlegt efni. Svo átti ég að fara í dag í dag en þegar ég kom á skiptistöðina þá fékk ég þess svaðalegu magapínu og fór inn á veitingastað og fékk að fara inn á klósett... þegar ég kom út hoppaði ég upp í strætó í þá átt sem ég var að fara því ég gat bæði tekið sporvagn og strætó svo allt í einu beygði strætóinn þar sem hann átti ekki að beygja og þá fattaði ég að ég hafði farið upp í þann eina strætó sem ég átti ekki að fara upp í. Vissi svo alveg í hvaða átt ég átti að labba.. var ekki viss hvort ég myndi dansa en ég ætlaði að reyna að ná uppeftir og sjá svo til þegar ég kæmi á staðinn... svo þegar ég var búin að labba eina götuna þá gat ég beygt til hægri eða vinstri... tók sénsinn á vinstri... kom þá út við Chalmers(tækniháskólann) sem er laaaangt í burtu frá þeim stað sem ég ætlaði á. Sá svo einn strætó sem ég kannasðist við og bjóst við að geta tekið hann eitthvað inn í bæ. En nei hann var ekki að fara inn í bæ... fór því út og tók annan strætó. Og þegar ég var komin á stoppistöð sem er næst dansskólanum þá var ég þegar orðin kortéri of sein og ég vissi að það tæki mig 5-10 mín að rölta sem þýðir 20-25 of sein af 60 mín tíma... nennti ekki að láta reyna á hvort ég gæti dansað svo ég fór bara heim. Það bætir ekki úr að það er búið að snjóa geðveikt hér og svo allt í einu í morgun hlýnaði og fór að rigna svo allt var í slabbi og viðbjóði... pollar sem náðu yfir heila akrein og voru nokkrir metrar að lengd... Svo auðvitað var ég orðin þokkalega pirruð og í vondu skapi þegar ég kom loks heim eftir rúmlega klukkustundar akstur og rölt um borgina...
Reyndar byrjaði þessi ömurlegi þagur í gær þegar ég skaðbrenndi poppkorn og herbergið angaði af brenndu poppi og gerir það enn. Ég hef aldrei brennt popp jafn illa, það var köggull af svörtum brunarústum í pokanum... mig langaði ekki í popp eftir það.

Það er ágætt að hugsa út í það að ég er að koma heim um helgina... vona bara að ég komist norður.

05 febrúar 2006

Snjór og aftur snjór

Já sem sagt það snjóaði ca 5 cm í nótt og það snjórar enn og allt sem var orðið snjólaust; gangstéttir, stigar og götur er allt orðið hvít aftur. Ég minnist þess ekki að það hafi snjóað svona mikið hér í fyrra... reyndar er veðurminnið mitt ekki gott, man aldrei hvernig veðrið var í fyrra eða fyrir nokkrum mánuðum.

Alla sagði mér að það hafi verið +9°C á Íslandi í gær á meðan það var -9°C hér og meira að segja "feels like" -16°C brrrrrr... kalt. En núna er -5°C skv mínum mæli. Það verður gott að komast heim í hlýjuna. Eins gott að það verði hlýrra heima.

03 febrúar 2006

Myndir frá Janúar

Núna eru einnig komnar inn myndir frá Janúarmánuði. En þær eru að örðum link sem heytir "myndir 2006". Myndirnar frá jólafríinu eru ennþá undir "myndir haust 2005"