27 febrúar 2006

Bolla, bolla...

Já sko það er kominn bolludagur og þó að maður búi ekki á klakanum þá er samt haldið upp á bolludaginn.
Ég er sem sagt búin að gera heiðarlega tilraun til bollubaksturs. Það tókst svo vel í fyrra að ég gat ekki slept því núna. Ég bakaði bollur á föstudaginn sem voru ekki alveg að gera sig þar sem það var smá vitlaust skirfað í uppskriftinni, þe bökunnartíminn. En ég er búin að fá leiðréttingu á því og geri aðra tilraun í dag á síðustu stundu. Svo fara bollurnar í ferðalag til Öllu í kvöld og þar ætlum við að vera nokkur saman með bollukaffi.

Um helgina fór ég til Växjö með Marie, en bróðurdóttir hennar átti 4 ára afmæli og amma hennar átti 85 ára afmæli. Það er svo langt síðan ég hef verið þarna og það er búið að breyta svo miklu heima hjá foreldrum Marie, svo það var gaman að koma í heimsókn. Við ætluðum að leggja af stað ekki seinna en kl 16 í gær en það dróst aðeins á langinn þar sem Svíþjóð var að keppa við Finna í hokký og miðað við ungafólkið í fjölskyldunni var ekki hægt að sleppa því að horfa á leikinn. Það er alls ekki leiðinlegt að horfa á hokký og þessi leikur var enginn undantekning... mjög spennandi... og það varð þvílík gleði þegar ljóst varð að Svíar urðu ólympiumeistarar.