Við vorum 3 sem mættum óvart of snemma í morgun... já ég veit að ég er stundvís þegar kemur að skóla en öllu má nú ofgera... En þannig er mál með vexti að við áttu að vera í tíma frá 8:30 - 12 og svo áttum við nokkrar að vera í verklegu eftir hádegi. En svo þurfti að bæta auka fyrirlestri inn í töfluna vegna þess að heyrnarfræðinar voru að fá löggildingu og það þarf víst að ræða. En sem sagt fyrir hádegis fyrirlesturinn var settur eftir hádegi og við gerum þetta verklega seinna... allt í góðu með það. En við 3 skoðuðum ekki nýju stundatöfluna betur en það að við mættum kl 8:30 en nýji auka fyrirlesturinn átti ekki að byrja fyrr en kl 9:20. Og ég í minni stundvísi mætti kl 8:10 í skólann :S Það bætir ekki að ég var frekar meigluð í morgun og var næstum því hætt við að fara í sturtu til að geta sofið aðeins lengur. En sem betur fer var ég ekki ein um þessa vitleysu... Svo þegar ég var að koma úr dansinum var ég að labba á smá þjöppuðum snjó... rann aðeins til og lenti ofan í polli sem var svona nógu djúpur þannig að það gæti alveg örugglega flætt vel ofan í skóinn... æðislegt... það er líka svo gott að vera í blautum sokk þegar maður er rétt að losna við hælsæri.
Kvöldmaturinn í kvöld... var kolamoli að hætti hússins...
Eitt sem mig langar að bæta við þetta sem kemur þessum degi ekkert við... Ég fór út í apótek um daginn og sá að það var búið að stilla sérstaklega upp Strepsil - Mentol og þar sem ég bíð er ég eitthvað að horfa á umbúðirnar... les á þær og sé að það stendur "Vid ont i halsen" svo sem ekkert merkilegt oft stendur líka utan á umbúðum á finnsku en ekki í þetta skiptið undir sænskunni stendur skýrum stöfum "Við óþægindum í hálsi"... jahá þetta var bara á íslensku... Svo sá ég einmitt þetta Strepsil - Mentol auglýst í sjónvarpinu og þá voru umbúðirnar líka á íslensku... þetta sér maður ekki oft... en ég sá líka einu sinni háreyðingarkrem með íslensku... Mér finnst þetta bara sniðugt.
En það er nokkuð ljóst að ég ætla að gera mitt besta til að fara snemma að sofa... sjáum til hvernig það fer :þ
Um helgina fer ég svo til Växjö.