25 nóvember 2004

Á leið í ferðalag

Jæja þá er ég búin með minn hluta af þessu ágætlega stóra verkefni sem að við áttum að gera. Ég endaði með að svara 3 spurningum á 7 bls, ekki slæmt. Ég vona bara að þetta komi vel út.
Ég er búin að setja inn myndir frá því að ég fór í Liseberg. Myndir segja ekki allt en sumar eru þó mjög flottar.
En svo er ég að fara til Växjö í Småland á eftir með Marie, þetta er í 3-4 tíma keyrslu héðan. Við ætlum að koma við í Ullared en þar er einhverskonar verslun þar sem maður getur keypt margt á ódýrt. Það má vel vera að maður sjái eitthvað:) Við munum svo koma aftur heim á mánudag. Þetta verður örugglega bara gætis ferðalag.
Ég læt ykkur svo vita hvernig ferðalagið gekk eftir helgi... :)

21 nóvember 2004

Mikið hefur gerst og mikið að gera

Jæja núnar er allur snjór farinn enda hvarf hann mjög fljótt. En hins vegar er búið að frost síðan um síðustu helgi svona frá 0 - -5°C kannski ekki mjög kallt en samt mjög kallt þegar maður þarf að fara út og labba í kannski 20-30 min eða meira. Svo er líka raki í loftinu svo það virðist vera meira er það er.
Ég fór á hnotubrjótinn á fimmtudaginn. Það var bara fínt, ég hef nú ekki séð þetta áður. Það var ballethópur úr "listaháskólanum" sem var að sína þetta verk.
Svo á föstudag fór ég loksins í Liseberg. Það er búið að opna fyrir jólin og allt orðið í jólaskrauti. Það eru 3.2 milljón ljósaperur í garðinu og mörg tré eru öll þakin í seríum, næstum hver einsast grein. Ég tók nokkrar myndir og munu þær koma fljótlega inn á myndasíðuna.
Svo í dag sunnudag fór ég á jólamarkað við Tjolöholms slott(höll eða herragarð) þetta er einnig safn svo við fengum að fara inn og skoða. Þetta var ágætis frí frá lærdómi, en ég er eiginlega búin að eiða síðast liðnum dögum í að gera verkefni í sálfræði. Ég þarf helst að vera búin með þetta verkefni fyrir fimmtudag en það hljóðar upp á 3 spurningar sem þurfa að vera 1-2 bls hver, svo er allað verkefni sem ég þarf að klára fyrir miðvd. sem hljóðar upp á að lesa 2-300 bls og svara 8 spurningum. Ástæðan fyrir því að ég við vera búin fyrir fimmtudag er að ég er að fara með Marie í heimsókn til foreldra hennar sem búa í Vexjö í Småland um 3 tíma akstur héðan. Ég bíst við að þetta gangi allt saman upp. Og þess vegna ætla ég að halda áfram... :) Skrifa meira seinna ef ég lendi ekki inni á Kleppi

17 nóvember 2004

slabb

Jæja ég get ekki sagt að þessi snjór ætli að stoppa lengi, það er farið að rigna og það er bara slabb úti.
Og ég er búin í sænskunni, þessi tími fór aðalega í að tala og lesa smá, það var bara fínt enda vorum við bara 6 í stað 10. Við töluðum mikið um jólin...sem eru auðvitað alveg að koma. Og fyrir mér hafa þau verið alveg að koma í kannski mánuð :þ
Ég er kannski að fara á hnotubrjótinn á morgun, við vorum búnar að panta miða en gleymdum að sækja þá í gær eins og við áttum að gera. Ef við fáum ekki miða þá ætlum við að fara í bíó á Stage Beauty. Hér þarf maður að panta bíómiða fyrir fram og svo sækja þá 50 mín, held ég, fyrir sýningu. Svo þarftu að borga aukalega fyrir að bóka á netinu, einkennilegt.

Snjór!!!

Nohhh.. það er farið að snjóa hér í borg gauta. Ekki er það nú mikið en snjór samt. Það er farið að festast á gangstéttinni en ekki á götunni. Svo það er allt að verða hvítt enda -0.2 skv nýja hitamælinum mínu :) Þetta byrjaði kannski fyrir 45 mín síðan.
Ég fór í IKEA í gær og tókst að eyða smá pening en allt var þetta nauðsinlegir hlutir til að gera herbergið mitt huggulegra og svona meira í röð og reglu.
Svo er ég að fara í síðasta sænsku tímann minn, loksins. Ég get ekki sagt að þetta sé það skemmtilegasta sem að ég geri, að fara í sænskutíma, en samt kannski ekkert slæmt.
En jæja ég er farin út í snjóinn að rölta í tíma :)

14 nóvember 2004

Verði þér að góðu...

Jæja, nú var ég góða stelpan og bauð Marie í mat. Í matinn voru kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum, pestó og ostasósa úr sólþurrkuðum tómataost(ísl), og svo var auðvitað hrísgrjón og salat. Þetta kom bara mjög vel út og henni þótti þetta mjög gott. Svo vorum við búnar að vera að læra saman. Reyna að svara einhverjum spurningum fyrir sálfræði. Ekki alveg það sem okkur langaði að gera en þetta er eitthvað sem við verðum að gera, og það er auðvitað skemmtilegra að gera þetta tvær saman heldur en í sitthvoru lagi. Og svo skil ég ekki heldur allt. Ef einhver getur sagt mér hvað "betingning" er á íslensku þá væri að frábært, því þýðingin "conditioning" á ensku meikar ekki alveg sens hjá mér.
Svo á föstudaginn vorum við Marie með stelpukvöld, þar sem við vorum með fullt að borða og horfðum á DVD.
Við keyptum miða á tónleika hjá Destiny's Child í Stokkhólm, þeir verða ekki fyrr en 17 maí 2005 en maður verður að kaupa miða í tíma fyrir svona. Sérstaklega í landi þar sem búa 9 milljónir og það eru bara einir tónleikar með þeim.
Svo opnar Liseberg um næstu helgi fyrir jólatímabilið, svo við ætlum að fara þanngað og skoða, ég hef ekki enn farið. Líklega förum við í einhver tæki, ég held að maður geti ekki annað þó að ég sé ekkert rosalega hrifin af svona tækjum en það kemur í ljós hve "slæmt" þetta er :)

11 nóvember 2004

Trégrindin kom loksins :Þ

Ég fór í skólann í dag, en það var einn af þeim fáu dögum sem ég þarf að mæta í skólann í þessum mánuði, 3 fyrirlestrar sem eru 2 tímar hver, 3 umræðutímar sem eru 3 tímar hver og svo einn í viðbót sem ég veit ekki alveg hvernig verður, próf? ritgerð? En alla vegana fyrirlesarinn tala á milljón, ég skil ekki alveg hvernig hún getur tala svo hratt miðað við að hún er að halda fyrir lestur !!?!! hummm...
En vitið þið hvað?... Ég fékk loksins trégrindina undir dýnuna mína sem ég fékk 28. sept. Í byrjun átti ég að fá trégrindina viku eftir dýnunni, svo þegar dýnan kom þá átti þetta að koma 2 vikum seinna. Eftir þetta fékk ég ekki lengur dagsetningu, fyrr en á fimmtudaginn. Þá hringdi gaurinn í mig og sagði á þriðjudaginn!! En ég gat eiginlega ekki trúað því, ég hafði rétt fyrir mér!!! Trégrindin kom í gær(miðv.d.) 6 vikum seinna. En ég fæ hana endurgreidda, sem er bara gott mál ;)
Ég fór í bíó áðan með Marie, við fórum á Wicker Park. Þetta var bara ágætis mynd. Hún er svolítið spes en samt bara fín. Alla vegana af mínu mati :)

07 nóvember 2004

Á djammið

Jæja ég fór til Marie í gær og ég hugsaði svo mikið um að taka myndavélina með að ég barasta mundi eftir henni í þetta sinn en... ég auðvitað gleymdi að ég hefði verið með hana þanngað til að við vorum að flýta okkur í sporvagninnn, sem við næstum misstum af. Svo það voru engar myndir teknar en ég setti samt inn myndir í gær af herbergjunum mínum, þær eru misgamlar en samt eins og upp röðunin er núna.
En við fórum 4 saman niður í bæ í gær, það var bara fínt. Staðurinn sem við fórum inn á er ekki alveg minn týpu staður til að dansa en samt ekkert slæm tónlist. Á meðan við vorum í röðinni töluðum við við stráka sem fengu mjög mikinn áhuga á að ég væri frá Íslandi því það var eldgos. Svo komust þeir líka að því hvað sænska og íslenska eru lík t.d. Ég heiti X = Jag heter X, Hvað viltu að ég segi á íslensku = Vad vil du at jag seger på islänska. Fólki finnst alveg ótrúlegt hvernig ég get verið í námi þar sem fyrirlestrar eru á sænsku og flest námsefnið er á sænksu, það skilur ekki hvernig ég fer að þessu. Maður kemst bara einhvern veginn inn í þetta!?! Svo þegar við vorum búin að vera inni á þessum stað, sem er frekar vinsæll held ég, þá ætluðum við að fara á annan stað en þá var hætt að hleypa fólki inn og átti að fara að loka og klukkan ekki orðin 3 svo fórum við að leita af öðrum stöðum eða börum sem ekki þarf að borga inn á. En svo rákumst við á einhvern strák sem við töluðum örugglega við í hálf tíma, aðalega um útlit á öðru fólki sem labbaði framhjá. En svo endaði bara með því að við löbbuðum heim, eða Marie labbaði með mér næstum því alla leið og tók þar nætursporvagn heim. Var komin heim kl 4. Sem er ágætis tími. En vá hvað ég hlakka til að komast á djammið í Rvk þegar ég kem um jólin...!!!

06 nóvember 2004

sl. vika

Jæja nú er ég byrjuð í Sálfræði og það er ekkert lítið sem við eigum að lesa fyrir þennan ágæta kúrs, en hann kannski líður hratt yfir. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega fyrir svona áfanga, en hins vegar hefur Marie vinkona mín mikinn áhuga á þessu svo við ætlum að reyna að hjálpast smá að. Svo á mánudaginn er umræðu tími hjá mínum hóp, 15 manns, og þar þarf maður að taka þátt því við fáum svo einkunnina út frá þessum umræðutímum.
Ég var í smá matarboði hjá Marie á fimmtudaginn en við vorum 6 sem vorum hjá henni, þetta var bara gaman en ég skildi ekki alveg allt sem fór þarna fram því að þau töluðu auðvitað sænsku og eru ekkert að spara hraðann, og ég hafði mig alla við til að skilja. Fyrr um daginn höfðum við verið í tíma og kennarinn talaði á milljón svo ég þurfti að hafa öll skylningarvit opin í tímanum. Svo þegar ég kom heim um kvöldið eftir alla þessa hröðu sænsku þá var ég alveg búin.
Síðan fór allt í rugl hérna hjá mér um daginn þegar við fengum að vita hvernig tímunum yrði háttað í eðlisfræði sem verður í des og ég komst að því að ég mun missa 4 daga í skólanum. Mamma og pabbi vildu að ég tæki flug aftur út einum degi fyrr þe. 2 jan til að minnka þetta niður í 3 daga, sem var svo sem allt í lagi þanngað til að við komumst að því daginn eftir að það var ekkert laust í vélinni, nema 1 jan. Mamma vildi að ég færi að taka það flug en ég var ekki sátt, því ég verð að taka fyrsta flug til að ná lestinnu og það þýðir flug kl 8 leggja af stað um 5 út á völl og það eiðinleggur gamlárskvöld alveg... Svo við sættumst á að gera ekkert í málunum. Ég mun bara læra í fríinu :/ Stundum fer þessi skóli alveg í taugarnar á mér.
Jæja en við stelpurnar (og kannski strákurinn) í bekknum ætlum að hittast í kvöld og skemmta okkur, fara í bæinn saman og svona. Það komast ekki allir því þetta var bara ákveðið á fimmtudaginn en það er ágætt að hrista smá upp í hópnum :) Og ég ætla að muna eftir myndavélinni í þetta sinn, ég steingleymdi henni á fimmtudaginn.
Svo er einhver frídagur í dag, Allra heilagra dagur held ég að það þýðist, svo það á víst allt að vera lokað eða alla vegana mikið af búðum. Og mig minnir að þetta sé einnig dagurinn þar sem allir fara og leggja blóm á leiði ættingja sinna eins og flestir íslendingar gera á 23. og 24. des. Jæja ég ætla að fara að lesa þessa sálfræði...