30 maí 2005

Mæli ekki með...

...að vera búin að drekka frekar lítið yfir daginn
...verða svooo illt í maganum að líkaminn þoli ekki sársaukann
...þufa að kasta upp og þess vegna falli blóðþrýstingurinn of mikið
...yfirlið sem endar í roti eða vægum heilahristingi

Þetta er einmitt það sem gerðist fyrir mig aðfaranótt sunnudag eða líklegustu skýringar á því afhverju ég ranka við mér á gólfinu inni á baði og allt snýst í kringum mig eftir að hafa hallað mér yfir vaskinn og að ég er með dásamlega kúlu á enninu sem er ca. 5 cm í þvermál. Kúlan er ekki ennþá orðin fagur blá en ég er ekki frá því að hún sé smá bláleit. Alla vegana þá nógu ótrúlega vont að lyfta augabrúnunum eða klóra sér á enninu þegar hárið kítlar...

NB: ég var ekki full þó að ég hafi verið í partýi fyrr um kvöldið, þar sem strákarnir sem ég talaði við töluðu BARA um Ísland...

4 dagar þar til lokapróf í þessum kúrs
9 dagar í upptökupróf
10 dagar í heimkomu

P.S. ég er rosalega stolt af sjálfi mér þar sem ég náði prófi sem 16 af 26 féllu í þar á meðal 2 vinkonur mínar sem ég læri með.

26 maí 2005

Fleiri myndir

Ég vildi bara koma því á framfæri að ég er búin að setja inn myndir frá Stokkhólm og Destiny's Child tónleikunum.... allt í einu er ég orðin svo dugleg... En þetta er allt Lilja að þakka, hún ýtti aðeins á mig... þarf það við og við...

Og svo að því að það er fimmtudagur í dag þá vil ég segja að það eru 2 vikur þanngð til ég kem heim... í gær hélt ég að það væru enn 3 vikur í það... vá hvað tíminn líður hratt... ein vika eftir að skólanum...aaaaa

Svo er hún J Hildur mín að fara að útskrifast á morgun en ég kemst því miður ekki í útskriftina. En langar alveg roooosalega.... Maður getur ekki verið allstaðar..

25 maí 2005

Skólinn alveg að klárast

Við konurnar hjá Íslendinga félaginu vorum ekki alveg sáttar með úrslitin sl. fimmtudag...
Á föstudaginn gerði ég heyrnarpróf á íslenskri stelpu sem kom bara vel út, betur en við bjuggumst við. Svo á laugardag var Göteborgs Varvet sem er einskonar maraþon, hlaupið 21km. Það voru tæp 38.000 manns sem tóku þátt og hleypt af stað í nokkrum hollum,við þekkrum 3. Vorum að fylgjast með og rétt eftir að þetta byrjaði fór ég að skoða númerin, lægsta númerið sem ég sá var 4 og hæsta 37995... var alltaf að býða eftir 38xxx.
Svo fórum við til Växjö um kvöldið og horðum á Eurovision þar... Svíar voru ánægðir með úrslitin þar sem Gríska stelpan er fædd og uppalin í Gautaborg. En sjálfir munu þeir vera með okkur í forkeppninni á næsta ári.
Á mánudaginn var ég og Marie í praktík á heyrnarstöðinni í Växjö. Sem var bara mjög fín.... fengum að sjá hvernig plast stykkið, sem sett er inní eyrað, verður til.
Svo í gær var síðasti fyrirlesturinn á þessari önn. Nú er bara einn LAB eftir sem ég er að fara í eftir klukkutíma, 2 munnleg-hóp-próf(seminarium) og eitt lokapróf, ein og hálf vika og þá er önnin búin.
Svo er ég búin að setja inn smá myndir frá því í apríl... svo mun ég fljótlega setja inn myndir frá maí.

19 maí 2005

Eftir Desnity's Child tónleikana í Stokkhólm

Núna er ég búin að fara á mína fyrstu tónleika í útlöndum og þeir voru alveg frábærir. Þær syngja ekkert smá vel... ég er alveg rosalega sátt og svo sá ég gagnrýni í blöðunum þar sem tónleikunum voru gefnar 5 stjörnur.
Ég og Marie fórum í flug strax eftir skólann á mánudaginn og vorum komnar til Stokkhólm um kl 19, flugið var ca. 50 min. Við gistum heima hjá vinkonu Marie og manninum hennar. Á þriðjudaginn fórum við down town og skoðuðum ýmislegt, sáum vaktaskipti fyrir utan höllina. Hittum svo frænda Marie sem býr í Stokkhólm og fórum með honum út að borða fyrir tónleikana og hann rölti með okkur að Globen þar sem tónleikarnir voru og fór svo sjálfur í heimsókn til vinar síns. Svo fórum við á tónleikana og þar sem við erum nú einu sinni heyrnarfræðinemar urðum við að sýna gott fordæmi og nota eyrnartappa, enda var ekki vit í öðru, tónlistin varð mun skírari(engin distortion). Við sátum á góðum stað og sáum sviðið mjög vel, ég mun setja inn myndir fljótlega. Frábærir tónleikar. Svo eftir tónleikana tókum við neðan-jarðarlesina til Centrum og þegar við fórum þar af hittum við frænda Marie en hann hafði verið í sama vagni og við... þvílík tilviljun, ég meina hverjar eru líkurnar??? þessar lestar fara á nokkra mínútna fresti.
Svo á miðvikudagsmorgunin(í gær) vöknuðum við kl 4:30 og fórum út á völl til að fara í flug 6:10, lentum um 7 tókum rútuna í bæinn og mættum í skólann 15 mín áður en hann byrjaði... perfekt. Og svo þegar við mættum í skólann hittum við nokkrar stelpur úr bekknum og þær voru eitt spurningarmerki þegar ég sagði(kl var ca. 8:20):"við vorum í Stokkhólm í morgun" Svo skildi enginn afhverju ég var svona hress en Marie alveg að deyja úr þreytu... ég held að ég hafi aðalega verið með svefngalsa

En svo er forkeppnin í Eurovision í kvöld og ég er að fara á Konukvöld hjá Íslendingafélaginu og við ætlum að styðja Selmu :)

Þetta er orðið ágætt í bili :) 3 vikur í dag þar til ég kem heim ;)

15 maí 2005

Sól, sumar og Stokkhólm

Já það er búið að vera æðislegt veður hérna sl. daga heiðskýrt og sól... enda búin að vera í sólbaði... hvað annað.
Mín skellti sér bara út á lífið í gær og það vara bara fínt. Kannski ekki besta tónlistin inni á þessum stað sem við vorum á en þá bara fínt. Hittum fólk sem þau sem ég ver með þekktu svo þetta kom bara vel út allt saman. Gott að komast á djammið svona við og við.
En vitið þið hvað ég er að fara að gera..... Á morgun(mánudag), eftir skólan mun ég og Marie fljúga til Stokkhólms og svo á þriðjudag erum við að fara á Destiny's Child tónleika..vúhú... við keyptum miða einhvern tíman í haust og það er loksins komið að þessu. Svo komum við heim aftur á miðvikudagsmorgun...eld snemma... tökum vélina kl 6:10 og náum því í skólann... þið sem þekkið mig finnst þetta kannski ekkert skrítið enda átti ég þátt í því að valið var fyrsta flug :þ
En ég skrifa svo þegar ég kem til baka....

09 maí 2005

Liseberg og próf

Núna er ég búin að fara í Liseberg. Ég keypti mér svona árskort fyrir inngöngu. Maður þarf bara að fara 3x og þá er það búið að borga sig, maður getur líka notað það á jólamarkaðinum... kostar bara 140kr sek.
En það var mjög gaman þó að ég hafi verið skíthrædd í rússíbönunum og ekki liðið sérstaklega vel á meðan á því stóð. Td eftir fyrsta þá skulfu á mér lappirnar :Þ
Síðan manaði Marie mig og kærastan sinn til að fara í svona þar sem maður er lyft hátt upp og svo sleppt og látinn falla niður... hún þorði ekki sjálf... en mér fannst þetta mun auðveldara heldur en rússíbanarnir. Svo var nýr rússíbani opnaður í ár sem er kallað Kanonen.. frekar stutt en mjöööög mikill hraði. Ég myndi giska á að augun mín hafi verið lokuð svona ca. 2/3 hluta... eftir á sagði ég: ég sá ekki þegar við fórum þarna og þarna og þarna... !!! hehe var með augunlokuð...
En þetta var mjög gaman allt saman. Á alveg eftir að fara oftar og kannski að maður venjist að lokum ;)
Svo var prófið í morgun og ég er bara þokkalega jákvæð, ég skrifaði og skrifaði og þegar ég var hálfnuð var mér orðið ill í úliðnum. Það voru nú ekki allir sáttir við prófið en ég held að við Marie og Sofia höfum lagt áherslu á réttu hlutina. Það var meira að segja eitt verkefnið(spurning) þar sem við höfðum svarið og áttum að búa til spurninguna sjálfa.
Svo er einn áfangi og 1 próf eftir...já og eitt upptökupróf. Og í dag er akkúrat mánuður þar til ég kem heim...9. júní. Það verður ágætt að koma heim og hætta að læra í smá tíma... þetta er búin að vera mikil törn núna með mörgum litlum kúrsum sem þýðir oftar próf. En núna er ekki próf í 4 vikur...jeijí.. :)

08 maí 2005

Próf á morgun

Ég vil byrja að óska öllum mæðrum til hamingju með daginn :)
Ég er nú búin að vera frekar upptekin upp á síðkastið við að læra enda að fara í próf á morgun... Við vinkonurnar, þe. ég, Marie og Sofia, erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og læra fyrir prófið. Enda vil ég alls ekki falla aftur. En þetta er ekki nema 3ja eininga próf svo maður ætti að ná því, en reyndar er þetta frekar flókið efni. Svo er næsta próf síðasta prófið, 3. júní, og ég ætla að reyna að vera dugleg við að læra vel með áfanganum.
Svo 19. maí verður Íslendinga félagið hér með konukvöld þar sem fylgst verður með frammistöðu Selmu. Þó að ég verði með öllum líkindum ynst á svæðinu þá ætla ég nú samt að mæta því ég var með í því að styðja að þetta væri góð hugmynd. Enda eru Svíarnir ekkert rosalega spenntir fyrir þessari forkeppni.
Núna er kærasti Marie, Englendingurinn, hér í heimsókn. Við gerðumst því ferðamenn í gær og fórum í síkjasiglingu sem var bara mjög fínt, lærði smá um Gautaborg sem ég vissi ekki, t.d. það er hús hérnar sem er númer 17 og hálft, það var víst eitthvað rugl þegar þeir númeruðu húsin þannig að eitt hús varð eftir. Ég held að abc kerfið hafi ekki verið komið í gagnið þannig að það varð bara 17 1/2.
Svo fórum við í bíó á Kingdom of Heaven, sem er bara fín mynd.. enda Orlando Bloom ótrúlega fallegur :)
Svo er planið að fara í Liseberg í dag, og fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þekktasta tívolí Svía, jæks... Ég hef nú bara 2svar sinnum farið í tívóli. Það er spurning hvað ég þori miklu í dag:)
Þetta er ágætt í bili ég segi ykkur svo hvernig var í Liseberg og hvernig prófið gekk seinna/næst :)