25 maí 2005

Skólinn alveg að klárast

Við konurnar hjá Íslendinga félaginu vorum ekki alveg sáttar með úrslitin sl. fimmtudag...
Á föstudaginn gerði ég heyrnarpróf á íslenskri stelpu sem kom bara vel út, betur en við bjuggumst við. Svo á laugardag var Göteborgs Varvet sem er einskonar maraþon, hlaupið 21km. Það voru tæp 38.000 manns sem tóku þátt og hleypt af stað í nokkrum hollum,við þekkrum 3. Vorum að fylgjast með og rétt eftir að þetta byrjaði fór ég að skoða númerin, lægsta númerið sem ég sá var 4 og hæsta 37995... var alltaf að býða eftir 38xxx.
Svo fórum við til Växjö um kvöldið og horðum á Eurovision þar... Svíar voru ánægðir með úrslitin þar sem Gríska stelpan er fædd og uppalin í Gautaborg. En sjálfir munu þeir vera með okkur í forkeppninni á næsta ári.
Á mánudaginn var ég og Marie í praktík á heyrnarstöðinni í Växjö. Sem var bara mjög fín.... fengum að sjá hvernig plast stykkið, sem sett er inní eyrað, verður til.
Svo í gær var síðasti fyrirlesturinn á þessari önn. Nú er bara einn LAB eftir sem ég er að fara í eftir klukkutíma, 2 munnleg-hóp-próf(seminarium) og eitt lokapróf, ein og hálf vika og þá er önnin búin.
Svo er ég búin að setja inn smá myndir frá því í apríl... svo mun ég fljótlega setja inn myndir frá maí.