19 maí 2005

Eftir Desnity's Child tónleikana í Stokkhólm

Núna er ég búin að fara á mína fyrstu tónleika í útlöndum og þeir voru alveg frábærir. Þær syngja ekkert smá vel... ég er alveg rosalega sátt og svo sá ég gagnrýni í blöðunum þar sem tónleikunum voru gefnar 5 stjörnur.
Ég og Marie fórum í flug strax eftir skólann á mánudaginn og vorum komnar til Stokkhólm um kl 19, flugið var ca. 50 min. Við gistum heima hjá vinkonu Marie og manninum hennar. Á þriðjudaginn fórum við down town og skoðuðum ýmislegt, sáum vaktaskipti fyrir utan höllina. Hittum svo frænda Marie sem býr í Stokkhólm og fórum með honum út að borða fyrir tónleikana og hann rölti með okkur að Globen þar sem tónleikarnir voru og fór svo sjálfur í heimsókn til vinar síns. Svo fórum við á tónleikana og þar sem við erum nú einu sinni heyrnarfræðinemar urðum við að sýna gott fordæmi og nota eyrnartappa, enda var ekki vit í öðru, tónlistin varð mun skírari(engin distortion). Við sátum á góðum stað og sáum sviðið mjög vel, ég mun setja inn myndir fljótlega. Frábærir tónleikar. Svo eftir tónleikana tókum við neðan-jarðarlesina til Centrum og þegar við fórum þar af hittum við frænda Marie en hann hafði verið í sama vagni og við... þvílík tilviljun, ég meina hverjar eru líkurnar??? þessar lestar fara á nokkra mínútna fresti.
Svo á miðvikudagsmorgunin(í gær) vöknuðum við kl 4:30 og fórum út á völl til að fara í flug 6:10, lentum um 7 tókum rútuna í bæinn og mættum í skólann 15 mín áður en hann byrjaði... perfekt. Og svo þegar við mættum í skólann hittum við nokkrar stelpur úr bekknum og þær voru eitt spurningarmerki þegar ég sagði(kl var ca. 8:20):"við vorum í Stokkhólm í morgun" Svo skildi enginn afhverju ég var svona hress en Marie alveg að deyja úr þreytu... ég held að ég hafi aðalega verið með svefngalsa

En svo er forkeppnin í Eurovision í kvöld og ég er að fara á Konukvöld hjá Íslendingafélaginu og við ætlum að styðja Selmu :)

Þetta er orðið ágætt í bili :) 3 vikur í dag þar til ég kem heim ;)