31 ágúst 2005

Minna stress

Jæja ég er loksins komin með samastað. Ekki íbúð eins og ég hafði vonað en þetta er herbergi upp á 18,5 fermetra. Ég er búin að skrifa undir og fæ lyklana á morgun eftir kl 12, ég býst við að skreppa í hádeginu. Svo get ég farið að flytja inn vibbíí. ;)
Það var svolíðið gaman að heyra eitt fyrsta daginn í skólanum. Í byrjun kennslustundar fór kennarinn að tala um hvað henni fyndist eins og við hefðum byrjað á 1. önn í gær, nema það var ein stór breyting og það var ÉG... ég skildi í þetta skiptið, mjög gaman að heyra svona.
Svo hringdi pabbi í mig áðan frá Færeyjum, og sagði mér að hann hafi hitt nokkrar konum frá Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra, og hann hafi spjallað heilmikið við þær. Hann mundi nú ekki nöfnin á þeim öllum en hann mundi eftir Júlíu. Hann hafði mjög gaman af því að spjalla svona í gegnum túlk. Og svo sagði hann að einhverjar/nokkrar/allar(ég man ekki alveg) hafi vitað hver ég var... sem mér fannst bara mjög gaman að heyra.

Jæja nú er bara að fara að finna einhvern sem getur hjálpað mér að flytja og fara að koma sér fyrir, já og auðvitað borga leiguna ;)

28 ágúst 2005

Komin aftur til Svíþjóðar

Ég veit að ég gleymdi að kveðja marga en þaðö var aðalega vegna þess hvað var mikið að gera. Marie var í heimsókn hjá mér frá 16. ágúst og svo kom Chris 20. ágúst svo það var nóg að gera með 2 útlendinga.
En ég er komin aftur út. Við komum hingað seinni partinn í gær. Ferðataskan mín var 20 kg og Marie 30 enda var hún með stærri tösku, ég átti örugglega 10 í hennar tösku. En Iceland Express var svo æðislegt að rukka okkur ekki um yfirvigt. Ég býð bara eftir þeim degi sem ég þarf að greiða yfirvikt á þessu ferðalagi mínu.

Skólinn er að byrja á morgun en við eigum ekki að mæta fyrr en kl 11. Sem er mjög fínt. Við erum loksins búin að fá stundatöflu fyrir þennan áfanga, frekar mikið af tímum en við fáum samt frí inni á milli. Svo kemur bara í ljós hvar ég lendi í praktíkinni en hún er allan október.

Ég er ekki enn komin með íbúð en ég er að reyna að leyta allra leiða til að redda mér einhverjum samastað þó það verði ekki nema tímabundið. Eins og er sef ég á svefnsofanum í stofunni hjá Marie.

Enn og aftur, mér þykir það leitt að hafa ekki náð að kveðja alla.

Ég set inn myndir fljótlega frá sumrinu.