29 apríl 2005

1. fallið

Jæja þá er maður búinn að falla á fyrsta prófinu sínu. Ég get nú ekki sagt að ég hafi alveg fallið en prófinu var skipt í 3 hluta og maður þurfti að ná bara hverjum fyrir sig, en ég náði ekki einum hluta. Ég bjóst svo sem alveg við því þar sem það efni er það sem var farið í að mestum hluta þegar ég var heima á Íslandi. Ég held að ég viti á hverju ég hafi fallið, ég er ekki búin að fá prófið ennþá. Og ef ég hef rétt fyrir mér þá er ég svo sem sátt. En í þokkabót þá er endurtektarprófið sama dag og ég kem heim. Ég á flug 9. júní kl 19:45 en prófið er milli 8:30 og 12. En ég tek bara próf úr þessum eina hluta svo þetta reddast.
Annars þá er búið að vera ótrúlega gott veður hér alla vikuna en ég dag var ákveðið að hafa smá ský og vökva blómin aðeins enda voru þau örugglega farin að þorna all verulega.
Í gær keypti ég mér rosalega sætt og sumarlegt pils. Ég ætla að reyna að venjast því að vera í pilsi svona við og við, ekki endilega bara spari. Það er svo sumarlegt að vera í pilsi.
Það var svolítið fyndið þegar ég var að koma heim í gærkvöldi og var að ganga meðfram blokkinni sem ég bý í að mínum stigagang. Þá var leit ég inn um einn gluggan á fystu hæðinni og þá var einn maður að vesenast inni í eldhúsi á nærbuxunum, og það eru ekkert litlir gluggar hér á húsinu, svo labbar maður líka í 2-3m fjarlægð svo allt sést vel. Ég get nú ekki heldur sagt að hann hafi verið eitthvað vel vaxinn. Ég held að ég hefði ekki verið á svona strippi án þess að hafa gardínurnar dregnar fyrir.
Svo daga í þessari viku þegar ég hef verið á leiðinni í skólann þar sem ég labba í gegnum smá skóg, þá hef ég rekist á svolítið ógeðslegt. Fyrst þá var ég bara að labba og heyrði eitthvað þrusk og bjóst bara við að þetta væri fugl, en svo leit ég við og sá eitthvað hreifast og hélt að þetta væri íkorni en neinei þetta var stór rotta. Svo daginn eftir sá ég hana aftur á sama stað en þá sá ég hvar hún hvarf inn í holu milli steina. ojjjj....
En ég er að spá í að leiga mér DVD og hafa það næs í kvöld enda þreytt eftir vikuna, búið að vera mikið að gera. Gott að slappa af í róleg heitum.

25 apríl 2005

Reyna að skrifa eitthvað

Jæja kannski tími til kominn að blogga smá.
Það er búið að vera frekar gott veður hérna undan farið. Þannig að í gær fórum við Marie út til að liggja í sólinni. Við vorum ekki í nema 2 tíma en vá hvað ég varð rauð í framan. Það fór ekki fram hjá neinum í skólanum í morgun að ég hafði verið úti í sólinni. Ég vogaði mér ekki að setjast út í dag, enda var líka skýjað á köflum. Svo er Edda, sem ég bý hjá, eiginlega flutt í burtu, þannig að ég hef eiginlega alla íbúðina fyrir mig. Get notað sófann hennar og sjónvarpið sem hún mun ekki taka strax :)
Við erum ekki enn búin að fá út úr prófinu en það hlítur að koma í vikunni.

Æ ég hef ekkert meira að segja sem ég man eftir, en endilega hafið samband og segið hvað er að gerast hjá ykkur. Ég nota enn MSN e-mailið. Það væri gaman að heyra frá ykkur sem ég hef ekki heyrt í lengi og auðvitað ykkur hinum líka.

18 apríl 2005

úr prófi til Köben

Jæja það er svolítið síðan ég skrifaði síðast, ég var nefnilega í 7 eininga prófi á föstudaginn og var lítið heima, mest að lesa. Svo var Ola frændi Marie í heimsókn, hann er í Lögregluskólanum í Växjö og var í praktík hér í síðustu viku, svo ég var mikið með þeim þegar við vorum ekki að læra. Marie er búin að vera að segja lengi að hún vilji að ég og frændi hennar séum saman, en ég er ekki alveg á því að það muni virka. Í fyrsta lagi þar sem ég þekki hann lítið og hann býr í 3 tíma fjarlæð. Og svo líka miðað við fyrri reynslu. Og ég ætla ekki að búa hér "forever", þannig að svíi er ekki besti kosturinn. Enda er hún líka mest að grínast, en öllu gríni fylgir alvara :þ
Svo fór ég og Marie til Köben um helgina, vorum að hitta mömmu, pabba, Jón og Lilju. Þetta var bara fínasta helgi. Enda var ég alveg dauð af þreytu í gærkvöldi þegar ég kom heim. Það var rosalega gott veður allan tíman, smá vindur en ekkert svakalegt. Ég keypti mér buxur, bol og veski... rosalega sumarlegt. Svo hitti ég líka Karól, fórum saman á kaffihús.
Landsvirkjun var með árshátið á hótelinu sem við vorum á svo þið getið ímyndað ykkur hvað maður heyrði mikla íslensku, enda reyni ég að segja ekki of mikið þar inni.
Á föstudaginn fórum við í mat hjá dönskum vini pabba og þar var aðalega töluð enska svo allir skildu og ég átti í mestu vandræðum. Ég er eigilega ekkert búin að tala ensku upp á síðkastið, þar sem ég hef byrjað að reyna að tala sænsku í símann og skrifa á MSN á sænksu. Svo enskan ætlaði ekki að geta komið út, ég varð bara kjaftstop. En það lagaðist svo og við Marie töluðum bara saman á ensku til að vera ekki alveg að rugla öllu. Í byrjun vorum við að víxla tungumálunum, hún sagði eitthvað á sænsku og ég svaraði á ensku án þess að husga út í það :S
Svo er líka bara að fara að læra, enda nóg að gera á næstunni.

07 apríl 2005

Komin út aftur

Í gær lagði ég af stað til Svíþjóðar aftur eftir tæpar tvær vikur á Íslandi. Þetta er búinn að vera ágætis tími heima, og ég var bara alveg merkilega upptekin. Ég fór norður í bústað yfir páskahelgina svo var ferming hjá Björgvin frænda á Annan í páskum. Daginn eftir var svo kistulagning sem var frekar erfið fyrir mig og á miðvikudeginum var útförin sem var ekki heldur auðveld. En mér líður betur eftir þetta allt saman.
Ég píndi Tobba aðeins, fór í Melabúðina. Hann sagðist ætla að hringja um kvöldið en gerði það auðvitað ekki en sendi þó sms daginn eftir, eitthvað sem hann hefði getað gert 1 og hálfum mánuði áður. iss piss
Ég fór í heimsókn í Heyrnartækni en sú sem vinnur þar var í þessu sama námi og ég fyrir nokkrum árum, ég er búin að vera í msn sambandi við hana og það var gaman að hitta hana loksins. Ég fór líka með pabba í mælingu, hann er á mörkunum að þurfa heyrnartæki. Svo fór ég líka í kynningu upp á Heyrnar- og talmeinastöð. En þetta var bara allt mjög gaman.
Já og svo fór ég á Reunion, langaði ekkert sérstaklega að fara en ég lét mig hafa það fyrst ég var á landinu og þetta kom mér bara á óvart, svolítið skrítið að hitta allt þetta fólk aftur á saman. Sumir höfðu breyst en aðrir því miður ekki.
Ég held að þetta sé orðið nóg að dvölinni minni heima, enda þarf ég að fara að rölta upp í skóla.