12 júní 2006

&@#$#@$%&#

Heimferið breyttist úr stuttri 5 tíma ferðalagi (þar með talið bið á velli) yfir í martröð sem endaði heima 10 tímum eftir áætlun, með viðkomu í Köben.

Ferðasagan kemur seinna...

P.S. Öll þau blóts orð sem ég á í mínum orðaforða voru notuð að meðaltali 20 sinnum í gær en auðvitað fengu nokkur að njóta sín betur en önnur...

11 júní 2006

Heimleið

Jæja þá er komið að heimferðardeginum. Hildur er búin að vera hér síðan á miðvikudag og við erum búinar að vesenast alveg fullt. Fórum upp í skóla og settum hana í heyrnarmælingu með fínni niðurstöðu, svo buðum við Marie í mat um kvöldið. Á fimmtudaginn fórum við til Borås í dýragarðinn þar sem var bara mjög fínn, náttúran er mikið notuð þe það er ekki búið að taka skóginn í burtu allstaðar og fl. Á föstudaginn fórum við í Universeum og svo í bæinn að versla með góðum árangri. Í gær var svo farið í Liseberg með Marie og Jenny vinkonu hennar, vorum þar í 5 tíma og skemmtum okkur mjög vel, sumir fóru oftar í tækin en aðrir en það var líka í góðu lagi. Eftir Liseberg var svo kíkt aðeins aftur niður í bæ til að finna það sem átti eftir að finna og sú bæjarferð endaði einnig með góðum árangri. Í gærkvöldi var svo komið að því að pakka og það tók sinn tíma að vara en gekk samt ótrúlega vel.

Þegar við vorum að vakna í morgun fékk ég svo sms frá Vilmari, sem er að koma frá Íslandi með sömu vél og við förum með, um að það væri 2 tíma seinnkun frá klakanum vegna tæknilegra örðuleika sem hljómar alltaf hughreystandi. Þannig að við förum ekki í loftið fyrr en 15:30 en ekki 13:30 eins og áætlað var... og eins og maður segir á góðri sænsku FY FAN!!!! En ég þarf að hitta Marie niðri í bæ til að láta hana fá lykilinn minn og verð þá lyklalaus þar sem Ragnar er með hinn... vesen... en jæja ég vona að ég komi ekki mikið seinna heim en planið er núna 16:20.
Sjáumst á Íslandi...!! :o)

04 júní 2006

skólinn búinn og vika í heimkomu

Heimaprófið sem við áttum að fá í fyrramálið kom á mailinu í morgun kl 10:15. Svo það var bara farið í að kíkja á prófið svo var auðvitað tekin pása til að fara út í sólbað. Svo var prófið klárað seinni partinn og sent inn. Það er svona bæði góð og slæm tilfynning að senda þetta inn, en ég er alltaf hrædd um að fatta að ég gerði eitthvað vitlaust. Ég er rosalega stolt að hafa ekki haft samband við neinn til að fá hjálp, ég veit að einhverjar ætla að hittast uppi í skóla á morgun og gera prófið saman, sem mér finnst rangt. En annars þá er skólinn bara búinn... það er mjög skrítin tilfynning en ég er ekki alveg að fatta það. En það er bara ein vika þar til að ég kem heim en í áður en það gerist kemur J Hildur í heimsókn, hún kemur á miðvikudaginn en það verður gaman að fá hana í heimsókn.

Í gærkvöldi fór ég með Ragnari í partý með nokkrum vinum hans. Ég var eina stelpan en það var bara fínt, gaman að sjá hvernig strákar hegða sér þegar það er ekki of mikið að stelpum nálægt. Við kíktum svo aðeins niður í bæ en fórum samt snemma heim... ég ætlaði nú einu sinni að læra í dag fyrir prófið sem við áttum að fá á morgun, þannig að í staðinn fyrir að læra fyrir prófið þá tók ég bara prófið. Vinur Ragnars bauð mér að hringja í sig ef mig langaði einhvern tíman á djammið því hann fer á djammið flesta föstudaga og laugardaga en honum finnst Ragnar ekki fara alveg nógu oft. Ekki það að ég hafi símanúmerið hjá þessum gaur, þá var þetta aðeins of seint því maður er nú að koma heim... en það er aldrei að vita nema að maður hafi upp á honum í haust þegar maður er í djamm fíling :Þ sjáum bara til... kannski kynnist maður einhverjum nýjum djammara... En það er fáránlega langt síðan ég hef farið á djammið.... Svo það verður djammað í sumar!!! milli þess að ég fer norður.