30 apríl 2008

Valborgarmessa

Í dag er einhver dagur sem svíarnir kalla valborgarmessukvöld, veit ekki alveg upprunann á því. En alla vegana þá djamma svíar mikið á þessum degi, og það er alltaf skrúðganga frá Chalmers... hef nú talað um þetta áður.
Við ætlum að hittast nokkur hjá Öllu en hún segist vera með opið hús, enda rétt hjá skrúðgöngunni.

Stelpurnar komu til mín í partý á laugardaginn, við skemmtum okkur bara vel, þrátt fyrir að vera bara 6 af 10. Kakan sem ég bakaði var bara mjög góð. Ef manni finnst after eight gott þá finnst manni þessi kaka góð :D Þær komu rétt eftir kl 21 og við fórum svo út kl 2. þeas þegar 2 ísl. strákar bönkuðu hjá okkur, en þeir vissu af okkur hér. Kíktum aðeins út með þeim og á staðnum sem við fórum á fann ég þennan sjálfsala:

(á mynd: 18 VISA LEG = 18 sýna skilríki) Ég hef bara aldrei skilið hvernig sjálfsalinn geti verið viss um að þú sért orðin 18 ára. Maður getur svo sem veifað skilríkinu framan í sjálfsalann ef manni líður betur. Æ þetta er bara eitt af því vitlausasta sem ég hef séð.

Ég er búin að vera rosaleg dugleg að hreyfa mig í vikunni, ætla ða reyna að vera duglega. Fór í sund á mánudaginn og synti í ca 25-30 mín, í gær og í dag fór ég svo út að labba í 25-30 mín.

en fyrst ég var að tala um síðast að ég væri utan við mig. Þá verð ég að bæta einu við. Ég ætlaði að fara inná mailið mitt fyrir Stokkhólmskúrsinn, mailið er: kurs08ipa@student.ki.se... fyrst gleymdi ég að skrifa ipa, í annari tilraun skrifaði ég gu í stað ki (@student.gu.se er skóla mailið í Gautaborg), í þriðju tilraun skrifaði ég .is í stað .se, í fjórðu tilraun skrifaði ég .com.... en rétta mailið kom svo í 5du tilraun.

26 apríl 2008

Gleðilegt sumar

Jæja núna er í alvörunni komið sumar. Ég er búin að vera svolítið úti í sólbaði og bara komin með ágætan lit... ég er meira að segja viss um að ég er brúnni en pabbi þó hann segist vera brýnni.

Ég hef veri eitthvað utan við mig upp á síðkastið. Eins og þeir sem hafa komið í heimsókn til mín kannast við að ég hengi lyklana á hurðarhúninn, þá veit ég hvar þeir eru. Þetta er einhvern vegin fast í, ég bara geri þetta án þess að hugsa. En 2 sinnum á ca viku tímabili fann ég hvergi lyklana, en þá hafði ég sett þá á hurðarhúninn hinu megin við hurðina... og í seinna skiptið voru þeir þar alla nóttina :/
Svo tókst mér að detta inni í einnu búð, alveg sjálf, var ekki lengi að koma mér út. Sama dag var ég að fara að hella vatni úr vatnsflösku og var að opna hana á leiðinni að vaskinum, en á einhvern klaufalegan hátt byrjaði ég að hella áður en ég kom að vaskinum og það fór hellingur af vatni á skápshurðina undir vaskinum :/

Ég er loksins búin a bjóða Öllu í mat, en hún fékk hakk og spagettí al la Marie. En það er að mínu mati fínt hakk og spagettí. Eins og ég(já eða mamma) er vöna að gera hakk og spagettí er ekki alveg hægt að bjóða upp á þegar gestum er boðið í mat.

Annars ætla ég að vera með partý í kvöld fyrir nokkrar íslenska stelpur, við verðum eitthvað í kringum 10 saman. Þekkjumst svona mis vel, en það verður bæting úr því. Tilvonandi saumaklúppur ?!? aldrie að vita :Þ
Ég ætla að baka eina köku fyrir stelpurnar, myntusúkkulaði köku. En hún er í kökubók sem að ég á. Marie bakaði einu sinni kökuna hér hjá mér en fór með hana í afmæli og svo hef ég gefið mömmu uppskriftina fyrir saumaklúbb... en ég hef ekki fengið að smakka hana sjálf og hef ekki haft tækifæri til að baka hana, þar sem að ég vil ekki bara baka hana fyrir sjálfa mig.

Ég er í hálfgerði 2 vikna fyrirlestrapásu í skólanum, en það er nóg að gera í verkefnum í staðinn. Eitt heimapróf, klára eitt verkefni(búin) og gagnrýna frá örðum og svo á ég að taka 20-30 viðtal og skrifa það niður frá orði til orðs(tekur að mér skilst 4-6 klukkutíma). Þetta á að vera búið 7.-8. maí. Held að það sé nú alveg hægt að gera þetta án stress ef maður bara planar fyrir fram og fer eftir planinu. En þar sem að maður verður líka að vera í sólbaði þegar sólin skín þá skulum við nú ekker vera með of stór orð. :Þ

Ef einhver veit um einhver sem er að spá í að fara til Gbg í sumar þá gæti ég lánað íbúðina mína á tímabilinu frá annari vikunni í júlí til seinni hluta ágúst. Mjög centralt.

Jæja farin að baka...

P.S. ég er að reyna að vera dugleg að skrifa hér

19 apríl 2008

sól sól skín á mig...

Það er nú ekki mikið búið að gerast hjá mér sl. daga, nema að ég og Alla erum búnar að vera duglegar að hittast og ég skulda henni kvöldmat :Þ

Það er búið að vera mjög gott veður í vikunni og ég er búin að liggja smá í sólbaði, já maður verður nú að vera orðinn brúnn þegar maður kemur heim :D og svo er auðvitað planið að halda brúnkunni.

Ætlaði að skrifa eitthvað hérna í vikunni en ég man ekkert hvað það var :Þ

Ég er búin að kaupa mér miða heim 4. júní en ég er að fara á ráðstefnu heyrnarfræðinga frá norðurlöndunum á Nordica. Ég er ekki búin að kaupa mér miða aftur til baka en það verður líklega rétt í kringum menningarnótt... eins og ávallt.

Ég er hinsvegar búin að kaupa mér lestarmiða til Marie, ætla að kíkja til hennar yfir eina helgi í maí.

Svo líklega í maí er ég að fara í magaspeglun, en þegar ég talaði við heimilislæknirinn í vikunni sagði hún að það væri næsta skref í þessum magamálum mínum. Já það er víst ekki hægt að segja við lækni "ég er með bakflæði". Heldur vilja þeir frekar sitja mann á pillur og sjá hvernig það virkar. Ég er sem sagt komin á biðlista og bíð núna bara eftir að fá tíma. Spurning hvort þeir komast að einhverju og geta þá gert eitthvað fyrir mann :Þ

Jæja ég er farin út í sólbað :D

12 apríl 2008

riiight!!

Jájá ég sem ætlaði að vera duglegri að blogga eftir að ég kæmi aftur út... RIGHT.

ég er búin að vera rosadugleg, að mér finnst, að fara upp á bókasafn að læra. Á að skila 5-10 bls ritgerð eftir tæpar 2 vikur og ég er búin með 3. En það er ágætt þar sem að ég er líka að læra fyrir 2 aðra kúrsa.
Það er alveg ótrúlegt að þar sem að enskan á alveg ógrinni af orðum og það eru til mörg orð yfir sama hlutinn, að svo komi orð eins og right og það hefur tvær merkingar og það er alveg hægt að misskilja það. Ég var að lesa heimildagrein í vikunni og á einum lista stóð: Choose the right ear. Ég var orðin frekar þreytt þegar ég las þetta en það var ekkert sem gat hjálpað mér í að ákveða hvort þetta átti að vera "veltu hægra eyrað" eða "veldu rétta eyrað". Ég trúi nú frekar á það fyrra. En sem betur fer er ritgerðin sem ég er að skrifa líka á ensku.

Fór með Öllu að hitta nokkra íslendinga um síðustu helgi. Hópurinn sem hittist þá voru ca 10 gaurar allir í verkfræði og flestir bara búnir að vera hér síðan í haust. Svo var grillpartý hjá þeim í gær, en það komu 2 pör sem að ég hef hitt áður hér og 2 aðrar stelpur sem ég hef ekki hitt. Þetta er alveg ágætis hópur, nenni meira að hitta íslendinga hópa núna...
Fór síðan líka í afmæli til Lottie í gær, það komu 2 að mér í gær og vildu fá staðfestingu á því hvort að ég væri íslenska stelpan. Ég endaði með því að fara heim þegar farið var niður í bæ, enda ástandið ekki það besta. En þetta var nú samt ágætis kvöld :)

Var að komast að því í síðustu viku að ég mun ekki vera komin með Master eftir ár. En það þýðir ekki að ég sé ekki að flytja heim eftir ár. Málið er þannig að Lundur er eini skólinn sem að hefur heimild til að útskrifa Mastersnema, en þeir ætla ekki að vera með kúrsinn í að skrifa Mastersritgerð fyrr en í fyrsta lagi haustið 2009. Svo á maður, skv þeirra skipulagi, að skrifa fyrst magister ritgeð. Þannig að ég mun skirfa Magister fyrst og fá þá gráðu og síðan skrifa Mastersritgerðina, en hana mun ég líklega skrifa á íslandi.
Mín líking á þessu er eins og að einhver bjóði gestinum sínum köku, sem gesturinn þakkar en svo þegar gesturinn ætlast til að fá þessa köku sem honum var boðið, þá er sagt við hann "Neeei... ég á enga köku(og hef aldrei átt), ég ætla bara að baka hana einhvern tíman seinna"

Jæja nóg komið af vitleysu

02 apríl 2008

Komin til Gbg aftur

Ég er sem sagt komin til Gautaborgar aftur. Fínt að vera komin út og í mína eigin íbúð, sérstaklega þegar heimilið á klakanum lítur svona út:Ferðin gekk bara vel, náði lestinni þrátt fyrir seinkun á vélinni. Hitti svo stelpu í lestinni sem var með mér í bekk 2 fyrstu árin. Svo við gátum spjallað í hálftíma.
Annars er bara ágætis veður hér og maður finnur fyrir að vorið er á leiðinni, 10° hiti og fínt. Sól í gær en rigning í dag.

Ég er ekki enn búin að taka upp úr töskunni, hjálpar ekki að ég setti öll fötin mín, sem ég skildi eftir, í ferðatösku, svo ég þarf að taka upp úr henni líka :S

Ég fékk panik þegar ég kom heim og fór í gegnum póstinn minn og sá að ég átti að staðfesta þátttöku í einum kúrsi fyrir 5.mars. Ég sendi mail til að ath hvernig þetta væri. Í gær fékk ég svo póst um að ég hefði staðfest þátttökuna 24/2, mundi náttúrulega ekkert eftir því... en fór að ráma í það. Og þar sem að ég er með nýja tölvu þá er ég ekki með e-mailin mín og gat ekki ath hvort ég hefði sent staðsettninguna.

Jæja á maður ekki að fara að læra... það má gera tilraun:Þ