02 apríl 2008

Komin til Gbg aftur

Ég er sem sagt komin til Gautaborgar aftur. Fínt að vera komin út og í mína eigin íbúð, sérstaklega þegar heimilið á klakanum lítur svona út:



Ferðin gekk bara vel, náði lestinni þrátt fyrir seinkun á vélinni. Hitti svo stelpu í lestinni sem var með mér í bekk 2 fyrstu árin. Svo við gátum spjallað í hálftíma.
Annars er bara ágætis veður hér og maður finnur fyrir að vorið er á leiðinni, 10° hiti og fínt. Sól í gær en rigning í dag.

Ég er ekki enn búin að taka upp úr töskunni, hjálpar ekki að ég setti öll fötin mín, sem ég skildi eftir, í ferðatösku, svo ég þarf að taka upp úr henni líka :S

Ég fékk panik þegar ég kom heim og fór í gegnum póstinn minn og sá að ég átti að staðfesta þátttöku í einum kúrsi fyrir 5.mars. Ég sendi mail til að ath hvernig þetta væri. Í gær fékk ég svo póst um að ég hefði staðfest þátttökuna 24/2, mundi náttúrulega ekkert eftir því... en fór að ráma í það. Og þar sem að ég er með nýja tölvu þá er ég ekki með e-mailin mín og gat ekki ath hvort ég hefði sent staðsettninguna.

Jæja á maður ekki að fara að læra... það má gera tilraun:Þ