26 mars 2008

skrifiskrif

Jájá ég ætla að skrifa smá.
Ég fór sem sagt til Stokkhólms um daginn, nánar til tekið 9-16. mars. Ég var í skólanum alla vikuna, og það endaði með prófi sem ég er enn ekki búin að fá úr.
Ég ætlaði að skrifa á meðan ég var þarna en tölvan mín fór á gelgjuskeiðið og reyndi að fremja sjálfsmorð, en hún vildi ekki fara aftur til Svíþjóðar. Þegar ég kveikti á henni í Svíþjóð þá kom bara blár skjár. Eftir nokkrar símhringingar í tölvunörda vin minn þá var úrskurðuð að lítið væri hægt að gera fyrir hana nema að straua hana alla en þá gat verið einhver von... sem sagt niðurstaðan: tölvukaup fyrir 31. mars.
Þarna í Stokkhólmi var verið að halda úrslit söngvakeppninnar fyrir Eurovision. Auðvitað fórum við í partý en það var svona 100m frá Globen(þar sem Eurovision var haldið 2000) ég á eftir að setja inn einvherjar myndir. Það sem var merkilegast við þetta partý var að þetta var hommapartý, af 9 einstaklingum vorum við 3 kvennmenn en allir einstakklingarnir áttu eitt sameiginlegt = áhugi á karlmönnum :Þ Svo fórum við á hommabar þar sem 95% einstaklinga á staðnum voru karlmenn. Ég hef aldrei farið áður á skemmtistað þar sem að enginn karlmaður reynir við mann... sem var svo sem ekkert slæmt í þessu tilfelli þar sem ég var að fara til Íslands daginn eftir :Þ Það var líka svolítið spes að sjá fullt af karlmönnum að reyna við aðra karlmenn.

Annars fór ég norður um páskana, sem er svo sem ekkert nýtt :Þ
En það var mjög gott að komast norður og slappa af. Ég fór norður með Jón og Lilju en svo komu foreldrarnir á fimmtudag. Við fórum svo heim á mánudaginn, J&L fóru reyndar á sunnudag. Við nenntum ekki að fara heim fyrr þar sem það er búið að stúta eldhúsinu hérna á heimilinu. Nýr ísskápur stendur á miðju stofugólfinu en aðrar eldhús græjur eru ekki í boði. Fyrir utan þá er allt í ryki og drullu.
Æ ég hlakka hálf til að fara út aftur og losna úr þessari drullu.

En já ég er sem sagt að fara af landi brott á mánudaginn. Skrítin tilfinning en það verður fínt að komast í sína eigin íbúð og hitta vini/vinkonur.

Þetta er ágætt í bili - ný tölva á morgun... jibbbýýý!!