26 mars 2007

Komin heim

Ég kom heim á föstudag eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir... og svar við spurningunni eða hvað maður á að kalla þetta frá fyrri færstu er að ég fékk Gordon Blu í vélinni, Icelandair gat auðvitað ekki brugðið út af vananum.

Ég fór upp í sumarbústað á laugardaginn með foreldrunum... það var svo sem ágætt að komast beint í sveitasæluna :) Við komum svo bara aftur í gær.
Svo fór ég í praktík(verknám) hjá HTÍ í dag og það gekk bara vel, þetta er nú svolítið öðru vísi en í Svíþjóð en það er bara jákvætt, Svíar geta stundum verið of harðir á reglurnar sínar, þeir elska nú einu sinni reglur... :þ En ég verð út vikuna á HTÍ svo ég ætti að verða orðin nokkuð góð í lok vinkunnar.

Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili... maður hefur svo lítið að segja þegar maður kemur heim í gamla hversdagsleikann...

23 mars 2007

Heimferð

Ég er á leiðinni heim í dag... akkúrat núna er held ég allt tilbúið og það er bara að bíða. Ég á að taka lestina kl 14:40 og svo fer flugið ca 20:10.

Ég er búin í öllum tímum í skólanum svo núna er það bara verknám og ritgerðarskrif. Síðasti tíminn var í gær og við bjuggumst við þvílíkum yfirheyrslum en þetta varð ekki jafn slæmt og við bjuggumst við, en samt var fólk alveg tekið fyrir :þ Ég og Lottie tókum bara kæruleysið á þetta og fórum á djammið á miðvikudagskvöldið (miðvikudagar kallast litli laugardagur), við áttum ekki að mæta í skólann fyrr en kl 13 svo þetta var í góðu lagi.

Ég veit ekki alveg hve mikið ég mun blogga á meðan ég er heima en það verður bara að koma í ljós. Ég fer aftur 13. apríl og þá koma Jón og Lilja með mér og verða hér í heimsókn í nokkra daga, sem er auðvitað ekkert annað en snilld... alltaf gaman að hafa gesti :D En Jón er að koma í fyrsta skipti í heimsókn til uppáhalds systur sinnar svo það ætti ekki að vera leiðinlegt :þ

Ég er svo óvön að ferðast á þessum tíma dags svo ég veit varla hvað ég á að gera af mér... Ég er svo vön að fara í lestina eldsnemma til að fara í hádegisflug en það er ágætt að breyta til stundum. Hvaða matur ætli verði í boði í vélinni... hingað til hef ég alltaf fengið gordon blu þegar ég er að koma frá Köben með vél sem leggur af stað í hádeginu... hmmm þetta verður spennandi...

Heyrumst á klakanum... !!! :o)

18 mars 2007

Djamm... :o)

Gott djamm svíkur aldrei...
Við vorum ss með smá partý heima hjá Cibbe gaurnum hennar Lottie og það kom alveg ágætlega mikið af fólki. Ég og fleiri tókum alla vegana slatta af myndum og hluti af þeim eru komnar á myndasíðuna. Svo fórum við á einn skemmtistað þarna rétt hjá og skemmtum okkur bara vel, en vá hvað ég finn fyrir því að vera búin að vera veik... vantaði mikla orku til að geta dansað eins og ég vildi. Ég tók mér smá pásu inni á milli og í eitt skiptið rölti ég aðeins um staðinn og það var engin smá athygli sem ég fékk bara vegna þess að ég var ein á röltinu.

Svo í dag hringdi Peter í mig, en við höfum ekki hisst lengi, og við fórum á kaffihús og spjölluðum. Lottie hringdi þegar hún var á leiðinni heim og ákvað að koma til okkar. Svo fórum við öll 3 og hittum einhverja vini hans Peter og horfðum á hokkí... ekki slæmt... liðið sem við héldum með vann :) Svo kom Lottie með mér heim en við þurftum að ræða málin aðeins frá því í gær... nauðsinlegt ... you know.. :þ

Annars býst ég við að þetta verði frekar busy vika og næsti vetur verður ákveðinn eitthvað út frá því hvað gerist í vikunni...

17 mars 2007

...sjálfsvorkun á háu stigi...

"Positiva"klubben antecknar:
Þetta var engin stutt flensa sem ruddi sér rúms hér um síðustu helgi. Ég er orðin ágætlega hress svona fyrir utan að ég hósta við og við og nefið vill ekki alveg sleppa takinu.
Maður á ekki að búa einn þegar maður er veikur það er eitthvað sem ég er búin að komast að, hrikalega er þetta búin að vera leiðinlega vika. Ég er nú samt búin að geta eitt tímanum í að læra, fyrst að klára eitt verkefnið sem átti að vera inn á miðvikudaginn og svo byrja á og klára hitt sem átti að vera komið inn á hádegi á föstudaginn(í gær) svo ég er ekki búin að sitja aðgerðarlaus. Sem betur fer var enginn skóli alla vikuna þannig að ég missti ekki af neinu. En þar sem að ég er búin að vera veik hef ég ekki mikið farið út nema rétt út í búð, sem gerir það að verkum að ég er ekki búin að hitta vinkonur/vini mína alla vikuna og hef verið mikið með sjálfri mér.
Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að gera með að ég er fara að koma heim eftir viku en mér leiðist hér núna. Ég hef fundið fyrir því að rétt áður en ég kem heim þá langar mig bara að lossna héðan en við þá hugsun bætist bara eitthvað við sem er enn dapurlegra... hvað hef ég heima?? Þegar að maður býr svona í útlöndum virðist það vera mjög algengt að fjarlægast allt og alla heima. Þannig að þegar ég flyt heim þarf ég að fara að byggja allt upp aftur, maður kannski passar engan veginn inn í gamla félagskapinn... ef hann er þá ennþá til. Maður á einhvern veginn hvergi heima... Við sjáum til hvernig þetta verður núna á meðan ég verð heima í 3 vikur.

Hvernig verður þetta svo næsta vetur... allur bekkurinn fluttur hingað og þanngað... Marie mun kannski flytja til Stokkhólms... Lottie fær líklega ekki vinnu í Gautaborg...

Vá hvað það er óhollt að vera ein heima í viku... sálfræðilega þeas. Það hjálpar ekki að ég týndi uppáhaldshúfunni minni í dag eða er nokkuð viss að henni hafi verið stolið *grenj*

En ég er að fara út í kvöld svo þetta ætti að skána... kannski að maður hitti einhver... :Þ ... je ræt...

12 mars 2007

Helgin... úfff

Það var nú eins gott að ekkert hafi verið planað þessa helgina... lá í veikindum alla helgina en er að ná mér núna en samt ekki orðin 100%. Lottie var líka veik en ég var með einkennin á undan henni þó að hún hafi orðið veik fyrr. Ég fór til hennar á föstudaginn, leigði dvd og eldaði mat handa henni enda var hún frekar slöpp. Ég fann fyrir einhverju smá en ekkert til að vera eitthvað að kvara yfir... bara smá hósti. En svo á laugardag var ég ekki alveg jafn hress en þá var Lottie eitthvað að hressast. Ég hringdi svo í Marie til að ákveða hvort að við myndum hittast allar hér eins og planað var en þegar hún heyrði hvernig við vorum þá ákvað hún að halda sig í burtu enda var hún sjálf byrjuð að fá eitthvað í hálsinn. Þannig að Lottie kom bara til mín og við horfðum á Sænsku söngvakeppnina eins og planið var. Svo var sunnudagurinn tekinn í að gera ekki neitt, bara að reyna að komast yfir veikluna sem gerist ekki hratt þegar maður er vannærður og að þorna upp, en hver hugsar skýrt þegar hann er veikur.
Sem betur fer er enginn skóli í dag(né alla vikuna) þannig að ég hef tíma til að slappa af og ná þessu rugli úr mér, annars skánaði ég heil mikið eftir ferðalagið mitt úr í apótek og matarbúðina. Svo ég býst við að vera orðin nokkuð góð á morgun ef nefið leyfir mér að byrja að nota það aftur.

05 mars 2007

Fínasta helgi

Þá er enn ein helgin afstaðinn...
Ég fór með Öllu í partý á föstudaginn til 2ja íslenskra stelpna sem búa hérna, þeirra Siggu og Jóhönnu. Mjög hressar stelpur, búnar að búa hér síðan í haust, aldrei að vita nema að maður hitti þær aftur.

Svo á laugardaginn var Marie með tapas-partý. Við vorum 10 saman og allir komu með sína smárétti og svo var auðvitað horft á söngvakeppnina(þetta var reyndar ekki úrslitaþátturinn). Ég og Lottie vorum þær einu úr bekknum en restin voru vinkonur Marie og vinir þeirra, sem var allt fólk mikið eldri en við svo manni fannst maður vera einhver smákrakki. Karlmennirnir litu út fyrir að vera 35+. En það skipti engu því að ég og Lottie vorum búnar að ákveða að fara í bæinn(Marie ætlaði að koma með okkur en hætti við vegna peningaleysis). Á leiðinni í bæinn komum við við hjá gaurnum hennar(eða deitinu) og vorum aðeins að spjalla við hann og vin hans. Ég var mjög stolt af sjálfri mér þegar við fórum þaðan út en ég mun ekki ræða það neitt sérstaklega hér, ég læt bara fólk ekki komast upp með hvaða vitleysu sem er :þ
Svo fórum við á einn skemmtistað og skemmtum okkur mjög vel, Lottie hitti gaur sem hún kannast eitthvað við og svo hitti ég Ragnar. Ég bjóst nú aldrei við að hitta einhvern sem ég þekki á djamminu hér... en aldrei að segja aldrei... Ragnar og vinir hans dönsuðu eitthvað með okkur en svo fóru vinir hans heim svo hann varð einn eftir með stelpunum
Líðan var mun betri í gær þegar ég vaknaði eftir djammið heldur en hún var um síðustu helgi, bara hress og fín. Ég setti inn myndir frá laugardagskvöldinu, Lottie var óð á myndavélina :þ