23 mars 2007

Heimferð

Ég er á leiðinni heim í dag... akkúrat núna er held ég allt tilbúið og það er bara að bíða. Ég á að taka lestina kl 14:40 og svo fer flugið ca 20:10.

Ég er búin í öllum tímum í skólanum svo núna er það bara verknám og ritgerðarskrif. Síðasti tíminn var í gær og við bjuggumst við þvílíkum yfirheyrslum en þetta varð ekki jafn slæmt og við bjuggumst við, en samt var fólk alveg tekið fyrir :þ Ég og Lottie tókum bara kæruleysið á þetta og fórum á djammið á miðvikudagskvöldið (miðvikudagar kallast litli laugardagur), við áttum ekki að mæta í skólann fyrr en kl 13 svo þetta var í góðu lagi.

Ég veit ekki alveg hve mikið ég mun blogga á meðan ég er heima en það verður bara að koma í ljós. Ég fer aftur 13. apríl og þá koma Jón og Lilja með mér og verða hér í heimsókn í nokkra daga, sem er auðvitað ekkert annað en snilld... alltaf gaman að hafa gesti :D En Jón er að koma í fyrsta skipti í heimsókn til uppáhalds systur sinnar svo það ætti ekki að vera leiðinlegt :þ

Ég er svo óvön að ferðast á þessum tíma dags svo ég veit varla hvað ég á að gera af mér... Ég er svo vön að fara í lestina eldsnemma til að fara í hádegisflug en það er ágætt að breyta til stundum. Hvaða matur ætli verði í boði í vélinni... hingað til hef ég alltaf fengið gordon blu þegar ég er að koma frá Köben með vél sem leggur af stað í hádeginu... hmmm þetta verður spennandi...

Heyrumst á klakanum... !!! :o)