23 júní 2008

Komin heim og það langt síðan

Fólk kemur mannis sífellt á óvart. Áður en að ég koma heim talaði ég við Hildi A á Akureyri og hún sagði mér að hún væri ófrísk, ég var ekkert ofur hissa miðað við hvar hún er stödd í lífinu, en auðvitað skemmtilegar fréttir. Svo rétt áður en að ég kom sagði ein í vinnunni mér að hún væri líka ófrísk, ég bjóst svo sem við að það færi að koma að því, en aftur skemmtilegar fréttir. En núna var ég að komast að því að hún Hulda væri búin að gifta sig og hafði gert það um helgina á Þingvöllum einungis með nánustu ættingjum. Þá varð ég fyrst hissa, rosalega skemmtilegar fréttir en ekki bjóst ég við að þau færu að laumupúkast svona. Mjög ánægjulegar og skemmtilegar fréttir. Svo ég vil óska þeim til hamingju ;)

Annars var ég sjálf bara uppi í sumó um helgina þar sem að við mágkonurnar létum sólina steikja okkur svo ég er orðinn ennþá brúnni. Svo kíkti ég á vin minn Himbriman en hann er með hreiður í hólma nálægt landi.. tók líka nokkrar myndir af honum.

Annars er ég bara búin að vera að vinna. Byrjaði að fara á 3ja daga ráðstefnu hérna heima tengda heyrnarfræði á norðurlöndunum, mjög áhugaverð. Hitti þar marga sem ég kynntist í gegnum námið, fólk sem var að vinna þar sem við vorum í verknámi. Svo var leiðbeinandinn minn frá BS verkefninu þarna, talaði lítið við hann, held að hvorugt okkar hafi langað að tala við hitt.
Svo er ég búin að fara eina vinnuferð til Akureyrar og svo í síðustu viku fór ég ein í vinnuferð á Sigló.
Svo er ég núna að leysa heyrnarfræðing barna af eftir þörfum á meðan hún er í sumarfríi, ég þarf að vera til taks ef eitthvað kemur uppá eða ef barn greininst.

Svo eru ennþá framkvæmdir í gangi hérna heima, þetta er orðið frekar þreytandi, en þetta er allt að koma. Vantar bara matarborð og stóla, gler í sturtuna, borðplötu og vask á baðið.

Svo var ég að frétta að Alla vinkona mín í Gautaborg sé að fara að flytja heim, svo hún verður ekki í Gautaborg næsta vetur. Það verður frekar skrítið, ég verð bara að finna mér einhvern annan að fara á kaffihús með og bjóða í mat og fara í heimsókn til. :P