31 janúar 2006

Frábær hugmynd

Ég fékk sem sagt þessa frábæru hugmynd í gærkvöldi... og hún var sú að fara heim í næstu viku... þar sem ég er ekkert í skólanum 13-17 feb þarf bara að senda inn verkefni þann 17. feb. Ég kíkti á flugmiða og þeir voru frekar ódýrir, Icelandair með miða á 19000kr með sköttum en Iceland express var með miða á 28000kr með sköttum.
Svo er keypti bara miða áðan, innan við sólahring eftir að ég fékk þessa hugmynd sem er bara met útaf fyrir sig.

Ég er að spá í að fara norður yfir helgina en ég kem á föstudegi og svo verð ég heima fram á miðvikudag. Svo ef einhver vill kíka á kaffihús eða gera bara eitthvað þá endilega látið mig vita... :)

30 janúar 2006

Myndir

Jæja ég var að setja inn nýjar myndir undir möppuna "Jólafrí"

En svo koma myndirnar sem hafa verið teknar hér, eftir jólin, fljólega inn á. Þetta verður allt að hafa sinn vara gang.

27 janúar 2006

Harðsperrur eða bakverkur

Ég fór í fyrsta Jazz-balletttímann í gær eftir að ég breytti frá Street yfir í Jazz. Þetta var nú aðeins skemmtilegra... gæti haft eitthvað með það að gera að ég gat lært þetta betur en Street. HipHop er ennþá á toppnum... en það er bara fáránlega skemmtilegt. En það var fyndið að í Hiphop og Jazz var notað sama lagið en bara búið að útfæra það aðeins öðruvísi fyrir Jazzinn... en sama tónlistamaðurinn... Chris Brown, lag: Run it.

Þegar ég vaknaði í morgun fann ég fyrir þessum ágætu harðsperrum á lærum og rassi... svo hef ég ekki alveg gert mér grein fyrir hvort ég er með illt í mjóbakinu eftir dansinn eða þá að þetta séu harðsperrur... segjum harðsperrur það hljómar betur.

Svo í kvöld er ég að fara í innflutnings/afmælispartý hjá Söndru, loksins kemst ég í heimsókn till hennar :)

En ég var að fylgjast með undarlegum tilþrifum í eldhúsinu áðan.. sú kínverska í þetta sinn. Ég ætla ekkert að vera að fara út í nein smáatriði, hún hélt örugglega að ég elda einkennilega. En það er ekkert lítið af hrísgrjónum sem er eldað á hverju kvöldi.
Svo spurði hún mig út í sænsku kjötbollurnar í gær, þe hvernig þær væru eldaðar, ég svo sem veit lítið meira en þær eru steiktar á pönnu. En hún spurði hvort hægt væri að setja þær í súpu því þannig væri það gert í Kína... Ég sagðist halda ekki en auðvitað mætti hún prufa það. Svo er svo fyndið að hún segir "yes" í tíma og ótíma og oftast passar það ekkert sem var. Svo það einkennilegasta við þessa ágætu stúlku er að hún er að læra Málvísindi í Kína en er hér sem skiptinemi í Handelshögskolan sem er Viðskipta/hagfræði deild Gautaborgar Háskóla því hennar skóli úti er bara með samning við þessa deild. Svo námið hennar hér tengist ekkert náminu hennar í Kína...

jæja best að fara að undirbúa sig fyrir partýið... eins gott að maður mæti á réttum tíma... :þ

24 janúar 2006

Elghússamræður í síðustu viku...

Það sem sagt búið að vera nýtt fólk að flytja hér inn í stigaganginn. Ein kínversk stelpa og annar aðili sem enginn hefur séð en er samt með hluti í einu ísskápnum. Ég sem sagt lenti á smá tali við þá kínverku:
Ég: Afhverju ákvaðstu að koma til Svíþjóðar?
Stelpan: Af því að vinkona mín var hérna í fyrra og fannst gaman svo ég ákvað að gera það líka.... svo er fegurð sænskra kvenna svo þekkt!
Ég: já ok.
S: ... og þú ert gott dæmi þess!
Ég: HA??
S: þú ert gott dæmi
Ég: ...uuu ég er ekki sænsk
S: nú!?! en þú ert ljóshærð!!
Ég: já ég er frá norðurlöndunum... ég er frá Íslandi
S: Ísland.. já.. Land Bjarkar(country of Björk)
Ég: eh..já..

Samræðurnar héldu eitthvað áfram en það var ekkert merkilegt. Það er ekki oft sem að stelpa slær manni gullhamra og ég vona að þetta fari ekki að verða vani. En annars þá er þessi ágæta stelpa með hrísgrjónapott með sér alla leið frá Kína... mér og einum stráknum fannst það fekar skrítið.

Það er aldrei að vita að þið fáið fleiri sögu um hana... eins og um spánverjan.

En ég er að fara í IKEA á eftir svo það er best að fara að fá sér að borða og koma sér út á stoppistöð.

21 janúar 2006

Viðbót

Ég vil bara leggja til eina viðbót við föstudagspælinguna. Ég fékk 250% meiri vexti á orlofsreikninginn minn á Íslandi, þar sem er einhverjar 10-15 þús kr, heldur en á sparireikningnum mínum hér. Er þetta heilbrigt... neeeeee held ekki.

Ég er að spá í að reyna að komast að hver ávöxtunin er á reikningunum mínum hér og heima.

20 janúar 2006

Föstudagspælingar !?!

Ég bara að verð að segja ykkur nýjustu uppgötvun mín. Þannig er mál með vexti að ég var að skoða stöðu bankareikningana mín fyrir 1.jan til að fylgjast með peninganotkunn minni, sem er svo sem ekkert umtalsefni en samt innan allra marka. Þar raskt ég á vextina sem ég fékk á SPARIreikninginn hér í Svíaríki fyrir árið 2005 en það voru heilar 9,54 kr sek sem gerir 77 ísl krónur. En þarna er ég yðurlega með upphæðir sem duga í nokkra mánuði. Svo til að gera smá samanburð kíkti ég á íslensku reikningana þar sem ég fékk 2000kr á debitkortareikninginn sem fer aldrei yfir 100000kr í innistæðu og er oft minna. Og í þokkabót eru engir vextir á debitkorta-reikningnum.

Þetta er ekki alveg heilbrigt hérna stundum... ég held að það myndi eitthvað heyrast í fólki ef þetta væri svona á Íslandi

Snjór, snjór og aftur snjór

Það byrjaði að snjóa kl 13 í gær og ég held að það hafi ekki stoppað, alla vegana er kominn þokkalega mikill snjór sem reyndar er léttur og fýkur auðveldlega í skafla. Þegar snjóar svona fer allt almenningssamgöngukerfið(wow langt) úr skorðum. En sem metur fer þarf ég ekki að treysta á það í dag upp á tíma, bara að komast á milli staða.
Ég fór svo í Street-dans í gær. Var ekki alveg að fíla það jafn mikið of hiphop-dansinn. Kannski var kennarinn ekki alveg jafn góð í að leiðbeina... ég var lengi að spá í hvort ég væri komin í framhaldshóp en það virtist ekki vera. Ég er búin að vera að spá í hvort ég ætti að fara í jazz í staðinn fyrir street, eða bara reyna að halda áfram. Svo er ég búin að komast að því að ég er ekki hrifin að þessum speglum. Þá verður allt í spegilmynd og ég skil ekki neitt.
Annars er búið að vera nóg að gera í skólanum. Eigum að skila 8 bls ritgerð sem tengist sálfræði í dag, kláruðum hana í gær og sendum inn... hún varð 11 bls með öllu aukadótinu, forsíðu, efnisyfirliti og fl dóti. Og svo er annað verkefni sem við eigum að skila á mánudaginn :S Alveg nóg að gera þessa dagana.
Ég sem sagt pantaði mér tvenna PUMA-skó sem ég fékk svo áðan... og allt í gúddí með það. Hefði fengið þá í gær hefði ég verið heima. Ég hringdi svo í UPS-sendingarþjónustuna í gær til að vita hvenær sendingin kæmi, konan sagði að það yrði komið með hana á milli 14 og 15 í dag, svo í morgun hringi sendingargaurinn í mig og spurði hvort ég yrði heima því hann sagði myndi koma milli 13 og 15. En svo kom gaurinn kl 12:10... eins gott að ég var heima!!!
En þetta er nóg í bili.

Það hljóta að fara koma myndir fljótlega inn á síðuna. Ég hlít að fara nenna að setja þær inn :þ

17 janúar 2006

Langt síðan maður hefur skrifað eitthvað af viti...

En hér kemur saga sl daga. Ég er ss búin með umræðutímana í Sálfræðinni sem er bara gott enda var mikið stress fyrir þessa tíma. Einn kennarinn á það til að taka einn einstakling fyrir í einu en okkur tókst að kæfa það.
Á laugardaginn fór ég að horfa á Öllu, Ragnar, Gauta og Bjössa á frjálsíþróttamóti, sem var bara mjög fínt... ég er öll að koma til í að muna allar þessar tölur... hvað stökk þessi hátt/langt? eða hvað er besta stökkið hátt/langt? eða hvaða tíma fékk þessi í þessu og hinu hlaupinu? eða hvað þessi á best í hinu og þessu hlaupinu. Ég man kannski ekki allar tölurnar en þetta er allt á réttri leið. :) *stolt*

Svo á sunnudaginn hittumst við 4 heima hjá Gauta og fórum í kana. Ragnar sá um að draga fólk niður með sér og ég fór úr fyrsta sætinu niður í 3ja. En það var bara gaman að þessu

Í gær morgun vaknaði ég við þann æðislega hlut að það var ALLSUGNINGS-bíll hér fyrir utan gluggan hjá mér og var að dæla einhverju upp með miklum hávaða... og til að gera þetta enn verra þá byrjaði dælan að ganga kl 7:30 takk fyrir og ég sem ætlaði að sofa til ca. 8:30-9. Ég þurfti að læra en var í mestu vandræðum með einbeitinguna, fór því í bæinn og vonaðist til að bíllinn væri farinn þegar ég kæmi en... NEI... hann fór ekki fyrr en ca. 16.

En svo í gærköldi fór ég í HipHop danstíma... já ég sem sagt skráði mig í dans og átti erfitt að velja á milli HipHop og Street-dans svo ég tók bara bæði. HipHop á mánudögum og Street á fimmtudögum. Það verður gott að komast í smá hreyfingu 2x í viku. En þetta var ótrúlega gaman, lærðum 2 dansahluta í gær. Svo er að sjá hvernig Street-dansinn verður á fimmtudaginn :)

En það er best að fara að taka til og þrífa... því fyrr sem ég byrja því fyrr er það búið.

13 janúar 2006

Bara smá pæling...

Hvað er málið með að eiga 12 stikki belti og gleyma að setja á sig belti við buxur sem eru þæginlegri með belti??? :þ

11 janúar 2006

Skrítnir íslendingar og komin til Gbg

Kominn tími til að ég skrifi eitthvað hér.
Ég er sem sagt komin hingað til Gautaborgar aftur og það se svo sem ágætt að vera komin til baka. Reyndar þurfti ég að byrja að læra um leið og ég kom þar sem lærdómurinn var ekki alveg að gera sig á meðan ég var heima.

En ferðin gekk bara vel. Það var mjög gott að hafa ferðafélaga en ég og Alla vorum búnar að ákveða að koma út saman. Hitti svo Söndru og Sigga í Leifstöð en þau fóru með Iceland Express.
Ferðin gekk áfalla laust fyrir sig en þó gerðust skrítnir hlutir í flugvélinni sem ég átti erfitt með að skilja, þe aðalega að skilja hvernig fólki dettur í hug að haga sér. Fyrst var það þannig að flygfreyjan kom með blöðin og Alla(sat við ganginn) fékk moggann og stelpan sem sat við gluggan fékk fréttablaðið. Eftir að stelpan var búin að lesa það fékk ég blaðið og setti það í vasann þegar ég var búin. Þegar Alla var búin að lesa moggan rétti hún stelpunni moggan, nb ég hafði lesið hann heima. Svo þegar stelpan var búin fór hún að reyna að troða mogganum í vasann minn þar sem fréttablaðið var fyrir!!! og eiginlega ekkert pláss þar... ég: hvað ertu að gera??? stelpan: ætlar þú ekki að lesa hann á eftir(eða eitthvað í þá áttina) Ég leit á Öllu og við fórum bara að hlægja... þvílíkt rugl...

Svo seinna erum við Alla og stelpan sofandi. Ég og Alla sitjum með lappirnar uppi á örmunum á stólnum fyrir framan þannig hnén eru svona upp(vona að þið skiljið) en alla vegana þá vöknum við Alla við það að það er maður að tegja sig yfir okkur og er að teygja sig í DV sem stelpan átti og var í vasanum hjá henni. Við skildum þetta ekki alveg fyrst en svo sagði ég við manninn: Stelpan hérna á þetta blað, þetta er hennar blað!! Maðurinn: jájá það er allt í lagi.... og svo hélt hann eitthvað áfram sem ég man ekki hvað var. Ég sagði svo stelpunni að einhver hafði stplið blaðinu hennar og hún virtist frekar sár, sem ég skil alveg. En halló!!! maður leggst ekki yfir 2 sofandi manneskjur til að ná í blað(í einka eigu) sem er í vasa í sætinu við gluggan... það var meira að segja ekki auðvelt að fatta að þetta var DV.

En restin af ferðinni gekk áfallalaust og við komum kl 18(að sænskum tíma) til Gbg.

Ég vona bara að þessi hegðun Íslendinga í sambandi við féttablöð hafi bara verið tilfallandi, annars er mig farið að hætta að lítast á blikuna.

06 janúar 2006

Styttist í brottför

Já ég er að fara á sunnudagsmorguninn kl 8 eða eitthvað svoleiðis.

Miðað við hvað veðrið er ógeðslegt hérna þá hlakkar mig eiginlega bara til að fara aftur, en það verður líka gott að komast í sömu rútínuna.
Það hefur ekkert gengið í íbúðarmálum svo ég hef verið að spá hvort maður reyni bara ekki að tóra þarna í holunni fram á vor. Halda svo herberginu í sumar og borga ekki krónu fyrir 2 mán(jún og júl) held ég. En auðvitað sæki ég um ef mér líst á eitthvað.

En núna í kvöld er ég að fara í mat til Öllu, með fleirum vinkvonum hennar, en Tinna er eina af þeim sem ég þekki en við flugum saman heim fyrir jólin. Þetta verður örugglega mjög fínt... svo förum við örugglega í bæinn.

En núna er bara einn heill dagur eftir hér á klakanum, mun reyna að nýta hann vel.
Svo koma myndir þegar ég er komin út aftur og hef tíma í svoleiðis... sem verður örugglega fljólega. :)

02 janúar 2006

Gleðileg Jól og Gleðilegt ár

Jæja ég held að það sé kominn tími til að skrifa eitthvað hérna... og samtímis óska ykkur gleðilegra jóla og gleðilegs árs, takk fyrir það gamla.

Svona fljótlega fara myndir frá jólum og áramótum að tínast hér inn en ég lofa engu svona fyrstu viku ársins.

Ég fer svo út aftur þann 8. janúar kl 8:00. Svo er aldrei að vita nema að ég kíki norður síðustu dagana hér á klakanum en það fer allt eftir veðri og hvort mér takist að plana eitthvað þennan síðasta föstudag.

En ég nenni ekki að skrifa neitt meira núna... enda ætlaði ekki að skrifa mikið á meðan ég er heima, enda getið þið bara haft samband og athugað hvað ég er að bralla :þ