11 janúar 2006

Skrítnir íslendingar og komin til Gbg

Kominn tími til að ég skrifi eitthvað hér.
Ég er sem sagt komin hingað til Gautaborgar aftur og það se svo sem ágætt að vera komin til baka. Reyndar þurfti ég að byrja að læra um leið og ég kom þar sem lærdómurinn var ekki alveg að gera sig á meðan ég var heima.

En ferðin gekk bara vel. Það var mjög gott að hafa ferðafélaga en ég og Alla vorum búnar að ákveða að koma út saman. Hitti svo Söndru og Sigga í Leifstöð en þau fóru með Iceland Express.
Ferðin gekk áfalla laust fyrir sig en þó gerðust skrítnir hlutir í flugvélinni sem ég átti erfitt með að skilja, þe aðalega að skilja hvernig fólki dettur í hug að haga sér. Fyrst var það þannig að flygfreyjan kom með blöðin og Alla(sat við ganginn) fékk moggann og stelpan sem sat við gluggan fékk fréttablaðið. Eftir að stelpan var búin að lesa það fékk ég blaðið og setti það í vasann þegar ég var búin. Þegar Alla var búin að lesa moggan rétti hún stelpunni moggan, nb ég hafði lesið hann heima. Svo þegar stelpan var búin fór hún að reyna að troða mogganum í vasann minn þar sem fréttablaðið var fyrir!!! og eiginlega ekkert pláss þar... ég: hvað ertu að gera??? stelpan: ætlar þú ekki að lesa hann á eftir(eða eitthvað í þá áttina) Ég leit á Öllu og við fórum bara að hlægja... þvílíkt rugl...

Svo seinna erum við Alla og stelpan sofandi. Ég og Alla sitjum með lappirnar uppi á örmunum á stólnum fyrir framan þannig hnén eru svona upp(vona að þið skiljið) en alla vegana þá vöknum við Alla við það að það er maður að tegja sig yfir okkur og er að teygja sig í DV sem stelpan átti og var í vasanum hjá henni. Við skildum þetta ekki alveg fyrst en svo sagði ég við manninn: Stelpan hérna á þetta blað, þetta er hennar blað!! Maðurinn: jájá það er allt í lagi.... og svo hélt hann eitthvað áfram sem ég man ekki hvað var. Ég sagði svo stelpunni að einhver hafði stplið blaðinu hennar og hún virtist frekar sár, sem ég skil alveg. En halló!!! maður leggst ekki yfir 2 sofandi manneskjur til að ná í blað(í einka eigu) sem er í vasa í sætinu við gluggan... það var meira að segja ekki auðvelt að fatta að þetta var DV.

En restin af ferðinni gekk áfallalaust og við komum kl 18(að sænskum tíma) til Gbg.

Ég vona bara að þessi hegðun Íslendinga í sambandi við féttablöð hafi bara verið tilfallandi, annars er mig farið að hætta að lítast á blikuna.