09 júní 2005

Ca. 22 klst 30 mín í lendingu

Jæja ég hef þetta síðasta blogg mitt í bili frá Svíþjóð... ég veit ekki hversu mikið ég mun blogga í sumar en það kemur bara í ljós.
En það gekk bara vel í upptökuprófinu í dag enda var ég búin að læra eins og vitleysingur. Svo var það þannig að 5 spurningar af 6 voru nákvæmlega orðrétt eins og fyrra prófið. Og svo þessi eina var ekkert svo erfið heldur... ég skil ekki alveg núna afhverju ég féll á þessu í byrjun... þetta er svo auðvelt :Þ

Eftir prófið fór ég heim að pakka og var að því í 4 og hálfan tíma enda að verða vitlaus. Ég hringdi í Marie og við fórum í Liseberg... sem vara bara mjög fínt... mín heitasta ósk var að fara í Parísarhjólið svo við fórum þanngað þó að Marie er svolítið lofthrædd... Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í Parísarhjól. Svo eftir að hafa verið í Liseberg í ca 2:30 tíma þá fórum við og fengum okkur að borða og svo var það að fara heim og klára að pakka.. loksins búin :) Allt dótið sem ég skil eftir er pakkað niður í tösku, kassa og bréfpoka og er inni í skáp. Ótrúlega tómlegt hérna inni.

Í morgun fyrir prófið fór ég og lét lita á mér augabrúnirnar og ég held að konan hafi plokkað af augabrúnirnar þær eru ekkert smá þunnar... svo þurfti hún að lita þær þrisvar sinnum því ég var aldrei nógu ánægð með litinn... ég fer ekki þarna aftur. Ég er ekkert smá pirruð út af þessu... en þetta vex víst sem betur fer...

En já ég er sem sagt að koma heim og verð heima til 27. ágúst. Ég verð með sama gamla símanúmerið ;)

05 júní 2005

4. dagar í heimkomu

Þá er ég búin í síðasta lokaprófiu og bara 1/3 af upptökuprófi eftir. Það gekk bara vel í prófinu á föstudaginn... svo vel að ég ætlast til að fá minnst 9 í einkunn.
Nú er það bara að læra fyrir upptöku prófið... þar sem ég verða að standast 4 spurningar af 6... maður getur ekkert safnað saman stigum... annað hvort kann maður eða ekki. Og ég ætla að kunna í þetta skiptið.

Í dag fór ég í Universeum... sem var mjög fínt... þetta er svona náttúru-safn. Ein uppsettningin er vatnið og hvað lifir í/við vatninu/ð, hér í Svíþjóð. Svo var regnskógur og ýmisleg dýr sem búa í regnskóginum... ég gleymdi að taka með mér myndavélina eða ég fattaði það ekki fyrr en of seint.
Svo eftir þetta fórum við Marie og Sofia á kaffihús og spjölluðum saman.
Ég fór svo að hugsa um hvað í ósköpunum ég gæti haft í kvöldmat... þá kom sú uppástunga að gera hakkpæ(kjötpæ eða köttfärspaj eins og það heitir hér) Og það varð úr að tilraun hefðist í eldhúsinu... Fyrst gerði ég þau mistök að setja 100gr sykur í stað fyrir 100gr smjör, þegar ég var að gera degið... veit ekki alveg hvernig mér tókst að hugsa svona rosalega vitlaust!?! Svo til að krydda kjötið notaði ég Tacos-krydd... og þetta kom bara ágætlega út, nema hvað degið datt mikið í sundur þarf að komast að því fyrri næstu prufi hvað heldur deginu saman.

Það er alveg merkilegt hvað maður getur búið til þegar maður á eiginlega ekki neitt og vill ekki kaupa of mikið... þar sem ég er nú einu sinni að koma heim eftir nokkra daga. Þetta pæ verður í matinn næstu daga enda alveg nógur afgangur... Mér er borgið, þe kvöldmatslega séð :þ

Svo er ég byrjuð að pakka öllu dótinu mínu, það gegnur bara ágætlega þó að margt sé enn eftir. Búin að fylla einn kassa af skóladóti og aðra ferðatöskuna sem ég var með, sú sem ég fer ekki heim með. Þetta reddast allt á endanum... enda er það lífsmottóið mitt :)

Jæja ég ætla aðeins að kíkja í bækurnar...

02 júní 2005

Allt að koma

Ég er öll að koma til eftir þetta afrek á laugastdagskvöld/nótt... Er ennþá aum í enninu en það merkilegasta er að ég mun líklegast ekki fá marblett enda er hann ekki enn farinn að sýna sig... Sem er bara jákvætt.

Já svo er lokaprófið í "Grunder i audiologisk rehabilitering" á morgun. Miðað við prófið í fyrra þá getur þetta ekki verið mjög stórt próf enda erum við búin að gera önnur verkefni líka.
Í gær höfðum við í bekknum ákveðið að hittast seinni part dags og setjast saman í "Slottskogen"(Hallarskógi) og kannski fara í einhverja leiki eða grilla bara eftir því sem okkur datt í hug. Af okkur 26 í bekknum þá vorum við 3 sem mættum... sem er skrítið þar sem talað var um þetta í skólanum komu góðar undirtektir... En við sátum saman og spjölluðum og fórum svo í mini-golf...

Það er sem sagt vika í heimkomu... alveg ótrúlegt að vera búinn með eitt ár í skólanum og bara 2 ár eftir...