09 júní 2005

Ca. 22 klst 30 mín í lendingu

Jæja ég hef þetta síðasta blogg mitt í bili frá Svíþjóð... ég veit ekki hversu mikið ég mun blogga í sumar en það kemur bara í ljós.
En það gekk bara vel í upptökuprófinu í dag enda var ég búin að læra eins og vitleysingur. Svo var það þannig að 5 spurningar af 6 voru nákvæmlega orðrétt eins og fyrra prófið. Og svo þessi eina var ekkert svo erfið heldur... ég skil ekki alveg núna afhverju ég féll á þessu í byrjun... þetta er svo auðvelt :Þ

Eftir prófið fór ég heim að pakka og var að því í 4 og hálfan tíma enda að verða vitlaus. Ég hringdi í Marie og við fórum í Liseberg... sem vara bara mjög fínt... mín heitasta ósk var að fara í Parísarhjólið svo við fórum þanngað þó að Marie er svolítið lofthrædd... Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í Parísarhjól. Svo eftir að hafa verið í Liseberg í ca 2:30 tíma þá fórum við og fengum okkur að borða og svo var það að fara heim og klára að pakka.. loksins búin :) Allt dótið sem ég skil eftir er pakkað niður í tösku, kassa og bréfpoka og er inni í skáp. Ótrúlega tómlegt hérna inni.

Í morgun fyrir prófið fór ég og lét lita á mér augabrúnirnar og ég held að konan hafi plokkað af augabrúnirnar þær eru ekkert smá þunnar... svo þurfti hún að lita þær þrisvar sinnum því ég var aldrei nógu ánægð með litinn... ég fer ekki þarna aftur. Ég er ekkert smá pirruð út af þessu... en þetta vex víst sem betur fer...

En já ég er sem sagt að koma heim og verð heima til 27. ágúst. Ég verð með sama gamla símanúmerið ;)