21 febrúar 2005

Komin frá Köben

Þetta var bara fínasta helgi. Ég mætti í Köben rétt um fjögur á fimmtudag, og hitti Karól. Svo fórum við heim á herbergið hennar og skiluðum töskunni. Svo fórum við út að borða... nauðsinlegt að hafa það huggulegt :) Svo á föstudaginn var hún í skólanum og ég eyddi deginum í að rölta um Strikið - en ekki hvað - Svo eftir að Karól var búin í skólanum fórum við á kaffihús með Kæju vinkonu hennar og kærasta Kæju. Fengum myntu-kakó - snilld - Svo seinna um kvöldið elduðum við saman og fórum í afmæli til einhverrar stelpu sem Karól þekkir, vorum ekkert rosalega lengi þar því Karól þekkti ekkert marga þar. En við fórum svo í Stúdentahúið þar sem fullt af fólki, sem býr á sama gangi og Karól, var og auðvitað íslendingar sem hún þekkir. Það var meira að segja einn ísl. gaur þar sem vissi hver ég var úr MH en ég man eiginlega ekkert eftir honum, kannski að ég kannist aðeins við hann en tengi ekkert... oftast er það öfugt :þ Svo var bara slappað af á laugardaginn og gengið um borgina og langur tími tekinn í að skoða Illum Bolinghus(ef ég skrifa það rétt) en það var mjög fínt, gaman að skoða mismunandi hönnun :) Svo fórum við á kaffihús þar sem við sátum í 3 tíma ef ekki meir og svo fórum við á veitingastað sem var mjög ódýr og mjög góðan mat, góð steik og drykkur á undir 100 kr dankar. Kvöldið var svo bara tekið rólega og horft að flesta þættina í fyrstu seríu af Sex and the City :) Ég lagði svo lagði ég af stað kl hálf þrú og var komin til baka kl hálf sjö.

Í morgun komst ég svo að því að ég fékk 6 á síðasta prófi, eða 36 af 60. Málið er að til að ná þarf maður 36 svo ég náði en ég er ekki sátt. Reyndar er kennarinn þekktur fyrir snúnar spurningar svo ég bara verð að sætta mig við þetta :/ En kosturinn er að við fáum bara staðist.

16 febrúar 2005

Á leið til Köben...

Ég er á leiðinni í heimsókn til Karólar í Köben. Ég fer í hádeginu á morgun á slaginu 12:00. Ég fer með rútu sem tekur 4 tíma og 5 mínútur. Svo á meðan Karól er í skólanum á föstudaginn ætla ég að rölta um Köben, aldrei að vita nema að maður taki Strikið. Nú er ég orðin svo vön að labba um allt þannig að ég er í góðum málum, þarf bara kort :) Svo kem ég aftur á sunnudaginn um kvöldmatarleytið. Það er ekkert búið að plana svo það kemur bara allt í ljós, ég er viss um að það rætist eitthvað úr þessu :) Ég verð með myndavélina og set inn myndir eftir að ég kem til baka!

Fyrir hádegi í dag vorum við í "medicin"tíma og í hléum fengum við að skoða hvor aðra í eyrun...iiúúú... Að vissu leit var þetta frekar ógeðslegt, en við verðum víst að venjast þessum merg sem er þarna. En það er ósköp venjulegt að vera með merg, það er enginn með 100% hreina hlust. Svona til upplýsinga þá er STRANGLEGA BANNAÐ að nota eyrnarpinna, eða eins og kennarinn sagði þá má pota í eyrað með olnboganum :) En sumir voru með meir merg en aðrir og tvær þurftu að láta hann fjarlægja merginn...jakk

13 febrúar 2005

Keila með myndum

Ég fór í keilu með Marie, vinkonu hennar Elenor, kærasta Elenor Daniel, vini Elenor Jörgen og kærustu Jörgens Maria. En ég fór einnig með Daniel og vini hans á djammið um daginn. En Daniel er einn fyndnasti gaur sem ég hef hitt. Maður er eiginlega í hláturs kasti frá því að maður hittir hann og í 10 mín eftir að hann er farinn. Það er ekki eins og hann sé stöðugt að segja brandara, hann er bara fyndinn og mjög fínn gaur. Svo fórum við á bar á móti keilustaðnum og þar var borðað smá og farið í foosball. Þetta var mjög skemmtilegt, svo þegar við vorum að býða eftir sporvagninum þá vildi Daniel meina að við færum á Íslandi, þar sem það var svo mikill snjór en það var um 15 cm snjór yfir öllu, og fór svo að búa til snjóbolta...
En í dag er búið að snjóa meira og það er um 20-30 cm snjór yfir öllu.
Ég ákvað svo að baka kanilsnúða í dag, ég held bara að það hafi heppnast vel :) Ég er orðin rosaleg húsmóðir :) Fyrst bollur og svo snúðar...
Annars þá var ég að tala við Karól áðan á MSN og það getur verið að ég fari til Köben um næstu helgi, ég þarf bara aðeins að skoða þetta betur, alveg líklegra en ekki :)

08 febrúar 2005

Loksins...

Núna er ég loksins komin með betri myndasíðu og ég er búin að laga myndirnar svo þær eru ekki eins stórar og í gær. Ég ætla að reyna að setja inn myndir um leið og ég hef nýjar til að setja inn. Ég á nú oftast fleiri myndir heldur en ég set inn, set bara þær sem mér líst best og á lýsa því sem ég hef verið að gera :)

Endilega skoðið nýju myndasíðuna...

07 febrúar 2005

Myndir

Jæja það eru loks komnar inn myndir, Ný Myndasíða. Ég á reyndar eftir að minnka myndirnar og snúa einni, þær eru þokkalega stórar. Þetta kemur allt saman. En þar sem ég breytti um myndasíðu þá lítur þetta betur út, hitt var svo rosalega booooriiing.

Bæ ðe wei! Bollurnar voru bara mjög fínar, saknaði svolítið að hafa ekki rommfrómasinn eins og mamma gerir. Bjó reyndar til minn eiginn sem var ekkert of bragðmikill. En þetta heppnaðist ótrúlega vel fyrir fyrstu tilraun :)

06 febrúar 2005

Snillingur á ferð?

Ég var í prófi á föstudaginn sem ég var búin að kvíða fyrir, en 2 síðustu dagana fyrir prófið lærðum við eins mikið og við gátu svo kvíðinn skánaði. En svo kom prófið og mér fannst ég ekki kunna mikið þar sem við höfðum ekki farið yfir allt efnið sem kom á prófinu svo eftir prófið höfðu nokkrar stelpur talað við kennarann og þá kom í ljós að flestir höfði misskilið eina spurning illilega, ss þetta snérist ekki endilega um að skilja efnið heldur að fatta spurningar líka, en hvað með það við fáum líklega einkunnina fljótlega.

Svo í dag gerðist mín bara bakari :) Ég bakaði vatnsdeigsbollur eftir uppskrift og leiðsögn frá mömmu. Svo þar sem ekki er til frómas hér þá þurfti ég að búa til einn slíkann. Ég er núna búin að baka þessar elskur og þær líta bara þokkalega út þó þær hafi fallið eftir að ég tók þær út úr ofninum, sérstaklega miðað við þær fréttir að bollurnar hennar mömmu hafi bara alsekki lyft sér í þetta skiptið. En ég á svo eftir að setja inní þær og smakka og athuga hvernig þær bragðast. Vonandi eins og heima :)
Ég læt ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman.

Bless í bili