Ég er á leiðinni í heimsókn til Karólar í Köben. Ég fer í hádeginu á morgun á slaginu 12:00. Ég fer með rútu sem tekur 4 tíma og 5 mínútur. Svo á meðan Karól er í skólanum á föstudaginn ætla ég að rölta um Köben, aldrei að vita nema að maður taki Strikið. Nú er ég orðin svo vön að labba um allt þannig að ég er í góðum málum, þarf bara kort :) Svo kem ég aftur á sunnudaginn um kvöldmatarleytið. Það er ekkert búið að plana svo það kemur bara allt í ljós, ég er viss um að það rætist eitthvað úr þessu :) Ég verð með myndavélina og set inn myndir eftir að ég kem til baka!
Fyrir hádegi í dag vorum við í "medicin"tíma og í hléum fengum við að skoða hvor aðra í eyrun...iiúúú... Að vissu leit var þetta frekar ógeðslegt, en við verðum víst að venjast þessum merg sem er þarna. En það er ósköp venjulegt að vera með merg, það er enginn með 100% hreina hlust. Svona til upplýsinga þá er STRANGLEGA BANNAÐ að nota eyrnarpinna, eða eins og kennarinn sagði þá má pota í eyrað með olnboganum :) En sumir voru með meir merg en aðrir og tvær þurftu að láta hann fjarlægja merginn...jakk