21 febrúar 2005

Komin frá Köben

Þetta var bara fínasta helgi. Ég mætti í Köben rétt um fjögur á fimmtudag, og hitti Karól. Svo fórum við heim á herbergið hennar og skiluðum töskunni. Svo fórum við út að borða... nauðsinlegt að hafa það huggulegt :) Svo á föstudaginn var hún í skólanum og ég eyddi deginum í að rölta um Strikið - en ekki hvað - Svo eftir að Karól var búin í skólanum fórum við á kaffihús með Kæju vinkonu hennar og kærasta Kæju. Fengum myntu-kakó - snilld - Svo seinna um kvöldið elduðum við saman og fórum í afmæli til einhverrar stelpu sem Karól þekkir, vorum ekkert rosalega lengi þar því Karól þekkti ekkert marga þar. En við fórum svo í Stúdentahúið þar sem fullt af fólki, sem býr á sama gangi og Karól, var og auðvitað íslendingar sem hún þekkir. Það var meira að segja einn ísl. gaur þar sem vissi hver ég var úr MH en ég man eiginlega ekkert eftir honum, kannski að ég kannist aðeins við hann en tengi ekkert... oftast er það öfugt :þ Svo var bara slappað af á laugardaginn og gengið um borgina og langur tími tekinn í að skoða Illum Bolinghus(ef ég skrifa það rétt) en það var mjög fínt, gaman að skoða mismunandi hönnun :) Svo fórum við á kaffihús þar sem við sátum í 3 tíma ef ekki meir og svo fórum við á veitingastað sem var mjög ódýr og mjög góðan mat, góð steik og drykkur á undir 100 kr dankar. Kvöldið var svo bara tekið rólega og horft að flesta þættina í fyrstu seríu af Sex and the City :) Ég lagði svo lagði ég af stað kl hálf þrú og var komin til baka kl hálf sjö.

Í morgun komst ég svo að því að ég fékk 6 á síðasta prófi, eða 36 af 60. Málið er að til að ná þarf maður 36 svo ég náði en ég er ekki sátt. Reyndar er kennarinn þekktur fyrir snúnar spurningar svo ég bara verð að sætta mig við þetta :/ En kosturinn er að við fáum bara staðist.