Jájá ég veit að ég hef ekki bloggað frekar lengi enda ekki verið í stuði. Ég er að fara í próf í Læknigfræði faginu á þriðjudag svo það er nóg að læra um sjúkdóma í eyranu og hvernig þeir eru með höndlaðir.
Annars þá er Sandra(úr MH) og Siggi(kærastinn hennar) hér í borg. En þau eru bæði í inntökuprófi í tónlistadeildina. Ég er búin að vera að hitta þau, svona á milli þess að ég er í skólanum og þau í inntökuprófi. Bauð þeim í mat á miðvikudaginn, mjög skemmtilegt. Svo er planið að fara út að borða í kvöld og svo í bíó á Closer. Þau eru nú ekki alveg búin að vera heppin með veður, kvöldið sem þau komu snjóaði og snjóaði og það er búið að vera -10°- -5°C frost allan tíman en það hlínaði allt í einu í dag og er svona 0°-1°C hiti. Ég er komin með leið á þessum kulda og vil bara að vorið komi. ;)
Svo erum við búin að vera að taka heyrnarpróf á hverri annari í gríð og erg svo ég er komin með ágæta niðurstöðu á hvernig heyrnin mín er, frekar mikill munur á hægra og vinstra, þar sem hægra er mun betra en samt vinstra mjög gott bara ekki eins gott. Við erum einnig orðnar sammála um að það er orðið þreytandi að láta taka próf á sér, enda búin að gera það mjög oft. Mun betra er að taka prófið þá er maður meira vaknadi heldur en að sitja inni í hljóðeinangraðu herbergi sem er illa loftræst, manni langar að sofna...