...já ég mun koma heim yfir páskana, fyrir þá sem ekki þegar vissu það. Ég mun nú ekki stopa lengi. Ég kem á Skírdag og fer aftur á þriðjudag.. þe ef ekkert kemur í veg fyrir það. Fer kannski svolítið eftir líðan ömmu. Áður en að amma fékk blóðtappann var ætlunin að vera mestan tíman fyrir norðan í bústaðinn en núnar er ekki alveg víst hvað við gerum. Gætum skroppið smá norður. Svo ef allt fer á versta veg yfir páskana þá mun ég seinka fluginu út aftur.
En annars er bara allt í fína hér. Ég er að fara í smá próf á miðvikudaginn sem er það lítið að það er kallað "dugga" ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað það merkir. Í dag vorum við í LAB(verkl.tíma) þar sem við vorum að pófa jafnvægis "líffærð" 2/3 hlutar testsins voru ágætir, þar sem maður lá bara inni í herbergi í kolniða myrkri og átti ýmist að horfa út í loftið eða fylgja ljósi en síðasti hlutinn var verstur þar sem sprautað var vatni inn í eyrað á manni, annað hvort 44°C eða 30°C, ég valdi 44°C, og svo erftir 5-10 sek,en í myrku herbergi, fannst manni eins og maður snérist í hringi og svo átti maður að horfa upp i lofið. Ekki beint besta tilfinning sem ég hef fundið. Mér leið hálf illa á eftir, langaði helst að æla en svo gekk það yfir. NB þetta test er gert á fólki sem er oft með svima til þess að staðsetja vandamálið, og þá er sprautað inn í eyrað 4 sinnum(2x hvort eyra) en við þurftum bara að gera þetta 1x hvort eyra og ég er fegin. En svo er bara eftir að læra fyrir þessa "duggu" þar sem við verðum að fá 2/3 rétt, en þetta er ekki svo mikið efni.
Það var mjög einkennilegt hér fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég ein heima og ég heyrði geðveikt háa operutónlist einhver staðan utan frá. Svo eftir smá stund þá komst ég að því að tólistin kom frá íbúðinni fyrir neðan mig. En vá hvað það var hátt spilað, þetta hljómaði eins og sjónvarið inni í stofu væri geðveikt hátt stilt. Sumir taka lítið tillit til nágrannanna, svo var þetta líka af og á milli 22 og 23:30. Það var ekki alveg gert ráð fyrir að fólki langaði að fara að sofa á þessu tímabili. Mjög einkennilegt. Ég skil ekki hvernig fólk getur spilað svona hátt...vá!!!