21 júní 2009

Hið hinsta blogg

Jæja þettta er 300asta bloggið mitt og hef ég ákveðið að það verði það síðasta. Mér finnst 300 fín tala. Og þar sem að ég er nú flutt heim nenni ég minna að skrifa eitthvað hérna, enda var tilganurinn með þessari síðu að fólk gæti fylgst með mér í útlandinu.

Íbúðin er alltaf að fá betri og betri mynd. Svo er ég að fá sænskan gest til mín á fimmtudaginn en hann er fyrrverandi kærasti Marie. Og afhverju er hann að koma til mín... honum hefur langað til að koma hingað að kafa í einhvern tíma. Svo á hann svo mikið af flugpunktum að hann þarf eiginlega ekkert að borga fyrir flugið.

Annars var ég fyrir norðan um helgina í fínni afslöppun sem var vel þegin. Bakaði pönnukökur sem komu bara vel út, reyndar frekar fáar. Ætli maður fari ekki að paka oftar pönnukökur í framtíðinni. Orðin stoltur eigandi af pönnukökupönnu ömmu minnar.

Núna tekur bara við fyrsta 5 daga vinnuvikan hjá mér, en ég er strax farin að ýta undir breytingar í vinnunni. En það getur stundum verið erfitt að breyta til. Maður þarf bara að vera harður á sínu :)

Ef fólk er forvitið hvað ég er að gera þá er velkomið að slá á þráðinn eða koma í heimsókn í Ofanleitið, aldrei að vita nema að maður gæti boðið uppá eitthvað nýbakað ;) Ávalt velkomin.

kv.
Krissa

17 júní 2009

Gleðilega þjóðhátíð

Ég hjólaði í vinnuna í gær, tók innan við 10 min sem er bara mjög gott. Ég slepp eiginlega alveg við umferð á leiðinni nema á gatnamótunum Kringlumýarbraut og Háaleitisbraut.

Annars labbaði ég líka heim úr vinnunni á mánudaginn og það tók ca 20 mín.

Það er alveg ótrúlegt hvað maður er lengi að ná í ALLT dótið sem er heima hjá foreldrunum, það er alltaf eitthvað eftir. Er eiginleg búin að ákveða að taka þetta bara í nokkrum hollum.

Ég er búin að raða smá dóti, en á eftir að setja öll fötin mín inn í skáp, það kemur á næstu dögum. Hlakka líka til þegar allir pappakassarnir eru farnir, þeir eru frekar mikið fyrir.

Það var alveg nauðsinlegt að vera með frí í dag, náði að sofa fram undir hádegi og er alveg að ná að jafna mig á svefnleysi sl. daga.
Gleðilega þjóðhátíð

15 júní 2009

Fyrsta nóttin

Fyrsta nóttin var sofin í nótt, þetta dógst aðeins vegna þess að ísskápurinn var ekki kominn. Það er ekki hægt að vera ekki með ísskáp. En annars svaf ég alveg ótrúlega illa þessa fyrstu nótt. Ég var alltaf að líta á klukkuna en mig dreymdi þarna eitthvað á milli 4 og 6 þannig að ég býst við að hafa sofið eitthvað þá. En fall er fararheill.

Búið er að setja saman allt IKEA dótið, ótrúlegt hvað það gekk í rauninni vel, þrátt fyrir að vera ekki með leiðbeiningar.

Svo er bara að taka allt upp úr kössum og koma dótinu á sinn stað og ákveða hvað á að vera hvar.

Annars þá fór ég að Reunion á föstudaginn. Vá það eru 10 ár síðan við kláruðum grunnskóla. Sumir virtust ekkert hafa breyst sl. 10 ár en aðrir voru allt að því að vera óþekkjanlegir en það var gaman að sjá þetta lið aftur :)

Við stórfjölskyldan og nágrannar fórum svo út að borða á laugardaginn til að fagna útskriftinni hjá mér. Það var mjög gaman og við fengum mjög góðan mat. Endaði svo niðri í bæ á Kúltúra til kl 5 með J. Hildi og Jóa :)

11 júní 2009

Fluttningur

Við fjölskyldan kítum upp í íbúð í dag líka, það þýðir ekkert að slaka á :)
Fyrst fórum við í að bletta í það sem var málað í gær. Og svo var geymslan og þvottahúsið málað.

Síðan komu húsgögnin og allir kassarnir. Það var smá puð að koma öllu dótinu upp en það gekk samt alveg ótrúlega vel. En ég held að við höfum verið öll alveg ótrúlega þreytt eftir þetta.

Núna er bara komið að því að setja saman allt IKEA dótið sem var tekið í sundur í Svíþjóð til að auðvelda fluttninga.

Næstu dagar fara í að ganga frá og koma sér fyrir. Svo er bara spurning hvenær maður ákveður að sofa fyrstu nóttina.

Annars byrjaði ég að vinna í dag, sem er bara mjög fínt. Veit ekki hvenær ég fatta það að ég er ekki að fara aftur í skólann og er ekki bara að vinna í 3 mánuði eins og vanalega. En núna getur maður farið að kynnast einhverjum kúnnum betur sem koma reglulega, sem er bara jákvætt :)

09 júní 2009

Málun

Jæja þá var íbúðin máluð í dag :)
Ég var komin í íbúðina kl 12 og fór að planera aðeins hvernig ætti að gera þetta. Kristín systir hennar Lilju kom svo til að hjálpa um 14 leitið og svo komu mamma, pabbi, Jón og Lilja eftir vinnu. Þetta gekk vara vel hjá okkur.
Stofan og herbergin voru máluð, veggir og loft. Þvílíkur muuuunur!!!
Okkur tókst að mála 2 umferðir þannig að það þarf ekki að mála meira.

Eldhúsið og baðið er eftir, en ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að gera það. Var jafnvel að spá í að mála flísarnar inni á baði.

Þetta kemur bara í ljós, þarf bara að finna út hvað ég vil gera en það kemur þegar maður er búinn að vera að í íbúðinni í smá tíma.

08 júní 2009

Skólalok

Staðan núna er sú að ég er búin að verja ritgerðina og gekk það bara vel. Þarf bara að laga smá en fæ líklega ekki einingarnar fyrr en í ágúst útaf sumarfríum.

Ég var svo bara í þægindum í Gautaborg, gisti fyrst hjá Elínu og svo hjá Krissu en Brynhildur dóttir hennar lánaði mér herbergið sitt með glöðu geði :)
Ég fór svo og hitti Marie um helgina. Á föstudaginn fórum við á Öland og skoðuðum um þar en það var mjög gaman að skoða þarna. Fórum á syðsta oddann og fórum upp í vita þar en það voru 197 tröppur upp, ég er ekki frá því að hafa fundið fyrir því daginn eftir.
Svo fórum við í Eketorp sem er gamalt víkinga þorp inni í hringmúr.
Við skoðuðum líka Borgholms slot sem eru rústir gamals kastala á Öland sem brann fyrir mjög löngu síðan. Ætluðum að skiða Solloden sem er höll sem kónungsfjölskyldan er að nota en það kostaði 70 kr inn og það var innan við hálftími í að svæðið yrði lokað. Þrátt fyrir að Marie suðaði í afgreiðslukonunni og laug því að ég væri svo hrifin af Viktoríu... Mátti reyna.
Við fórum líka inn í eina kirkju frá 1100 e.Kr. og klifruðum upp í turninn, það var smá krípí þar sem að stigarnir voru úr timbri og mjög gamlir. Fyrir utan að við höfum ekki hugmynd hvort við máttum fara þarna upp.

Svo var þjóðhátíðardagur Svía á laugardaginn. Það var hátíð í þorpinu sem er rétt hjá þar sem að við gistum. Ég held að það hafi verið svona 30-40 manns að fylgjast með lúðrasveitinni spila og formann sveitastjórnar halda ræðu. That was it :)

Sunnudagurinn fór svo bara í snatt. Kíktum inn til Växjö og kíktum á bróður Marie og fjölskyldu.

Ég hitti svo Öllu á flugvellinum á leiðinni heim svo ég þurfti ekki að ferðast alla leiðina ein, sem er orðið frekar þreytandi svona í gegnum árin. En ég er ekkert að fara að ferðast í nánustu framtíð.
Skrítið að vita ekki hvenær maður fer aftur til Svíþjóðar.

25 maí 2009

Allt að koma

Jæja þá er ég búin að skila ritgerðinni, en það var gert kl 14:29 á miðvikudaginn síðasta. Mjög fínt, get ekki annað sagt að þungu fargi var af mér létt.
Ég fór svo bara norður um helgina og hafði það fínt, gott að fá svona langt og gott frí og svaf líka alveg nóg.
Fékk svo ritgerðina, sem ég á að gagnrýna, í dag en ég átti að fá hana á fimmtudaginn. En mér skilst að manneskjan hafi skilað of seint.

Annars er ég búin að vera að vinna í dag sem var bara fínt, líka gott að fá smá pening. Gott að breyta smá til :)

Annars er ég að fara að fljúga út á föstudaginn og svo er vörnin á mánudaginn 1. júní. Og það er nóg að gera í vikunni :) Mögulega upptekin öll kvöld, en það er sjaldgjæft hér á bæ :Þ

20 maí 2009

Skiladagur

Núna er kominn skiladagur, ég á að skila fyrir miðnætti í kvöld að sænskum tíma sem er kl 22 að íslenskum tíma. Ég býst nú við að vera ekkert að ég vilji pína mig svona mikið þannig að ég plana að skila fyrir kl 16 í dag.

Annars tókst að mér að vera næstum því búin að gefast upp aftur en svo kom niðurstaða í málið svo ég hélt ótrauð áfram. Sem betur fer tók þessi dýfa ekki nema nokkra klukkutíma. En málið var það að einn af tveim kennurum sem sjá um þennan ritgerðarkúrs ætlaði að fara að láta mig koma auka ferð út til að gagnrýna ritgerð, en það er hluti af kúrsinum að gagnrýna ritgerð. Mín var ekki parhrifin og það urðu nokkrar e-mail sendingar milli landa og í hverju e-maili varð ég bara reiðari. Sú sem ég var í sambandi við virtist vera alveg sama þótt ég þyrfti að fljúga aukalega milli landa. Ég var farin að spá í að hætta við ferðina og verja ritgerðina í haust í staðinn og gera þá bæði á sama tíma. En svo virtist hinn kennarin taka upp handskann fyrir mig og niðurstaðan varð sú að ég mun gagnrýna skriflega aðra ritgerðina sem er á sama tíma og ég. Eins og ég sé þetta þá vann ég með frekju og er stolt af því.

Þó að ég finn ekki beint fyrir stressi þá er nokkuð ljóst að ég er stressuð. Mig deymdi í nótt að ég væri að falla á tíma út af klaufagangi. Draumurinn átti að gerast í gærkvöldi og ég var ekki heima en var að fara að gera eitthvað og er svo litið á klukkuna og þá er hún 21:45. Og í mínu stressi þá hringi ég heim og ætla að biðja mömmu eða pabba að senda ritgerðina inn fyrir mig og en þetta gengur allt eitthvað brösulega og svo er klukkan orðin 21:58 og mín orðin frekar tæp á geði. En svo fatta ég allt í einu að ég á að skila á morgun. En mig minnir að hafa eitthvað rumskað þarna og getað róað mig niður. Vá hvað þetta hefur mikil áhrif á mann.

Jæja ég verð víst að gera eitthvað svo ég nái að klára fyrir kvöldið :) Það er víst grill hjá vinnunni eftir vinnu. Planið að verða búin fyrir það :)

Over and out

05 maí 2009

Styttist

Núna eru rúmar 2 vikur í skil og ég sé ekki fram á annað en að ég geti skilað á tilsettum tíma, annað væri aulagangur sem ég myndi ekki fyrirgefa sjálfri mér.
Annars er þessi skrif búin að vera eins og rússíbani, það koma tíma bil sem að ekkert lítur út fyrir að ganga upp og allt sé á niðurleið en svo gerist eitthvað og þá verð ég miklu jákvæðari. Ég býst við að eiga eftir að fara í gegnum alla vegana eitt svona skeið í viðbót... þarna á síðustu dögunum.

En ég er búin að kaupa mér miða út, til að verja ritgerðina í Gautaborg. Vá hvað ég hlakka til að koma aftur úr, bjóst ekki við að sakna Gbg svona mikið. En það er kannski ekki skrítið þegar það koma haglél hérna nánast dag eftir dag á meðan það eru 20 gráður í Gbg og sól.

Stundum veit ég ekki alveg afhverju ég held áfram að skrifa hérna. En ég held að þetta sé mest fyrir sjálfa mig, býst ekki við að það séu margir sem eru ennþá að lesa þetta enda farið að lengjast verjulega milli skrifa.

Alla vegana nóg í bili.

02 apríl 2009

Allt að gerast

Skipið kom í fyrradag, átti að koma í gær svo ég vissi ekki að það væri komið :/
Alla vegana þá fékk ég komutilkynningu hjá Samskip, þeir sendi mig svo með það til tollsins, en ég fór þanngað í morgun.
Svo þarf ég að hringja til þeirra um 3 leitið til að tjékka á stöðunni en ég fæ dótið að öllum líkindum á morgun... jibbýý...
En dótið fer svo bara í geymslu þar til að ég flyt inn... með vorinu.

Ritgerð
Staða: N/A
Skil: stefnt á 20 maí, ef ekki þá er seinkunn í 3 mánuði :S

Er með samviskubit að sitja uppi í vinnu og skrifa þetta... það er svo mikið um langtímaveikindi á starfsfólki svo ég fæ samvisku bit að vera ekki að vinna.. held að þeim klægi í puttana að biðja mig um að vinna.

25 mars 2009

Skrítið

Jæja vá... þá er ég búin að pakka öllu dótinu mínu og senda það til Varberg en þar fer það svo í skip á morgun. Það kom gaur að sækja dótið á mánudaginn en það tók ekki nema kortét að setja allt í bílinn. Svo var klárað að þrífa restina af íbúðinni, henda því sem þurfti og gefa það sem hægt var.
Síðan lá leiðin upp á Olofshöjd þar sem að ég skilaði lyklunum um kl 15 leitið.

Við lögðum svo af stað til Köben fyrir hádegin og tókum svo kvöldflugið í gær. En fyrir flug þá kíktum við niður í miðbæ og fengum okkur smá sjokk yfir verðlagi. Sem sagt fyrst horfir maður á upphæðina, bætir svo núlli aftan við og tvöfaldar svo. Þegar þessu er lokið lítur maður í burtu og reynir að gleyma því sem maður sá.

Ætlaði svo að vera góð við sjálfa mig og leyfa mér að sofa út í morgun en mundi svo allt í einu í gær, mér til mikillar mæðu, að ég átti að mæta hjá sjúkraþjálfara. Svo það varð ekkert úr auka svefni. Og núna er ég bara farin að vinna í ritgerðinni aftur... nóg að gera.

Núna er bara að bíða eftir dótinu og bíða eftir að íbúðin losni.

22 mars 2009

Svíþjóðarlok

Jæja þá er þetta síðasta bloggið frá Svíþjóð.
Ég er sem sagt búin að vera á Íslandi sl mánuð og búin að vera að vinna í ritgeðinni... fá ógeð af vísindasiðanefnd(þau eru kannski ekki alslæm en vá...)
Síðan er ég búin að vera að taka viðtöl við foreldra... þetta er allt að koma. Svo er bara að fara að greina þetta allt saman og reyna að sjá hvað foreldrarnir eru að meina með því sem þeir segja :P

Svo á ég að skila ritgeðinni 20 maí og verja hanan 1 eða 2 júní. Vona að allt gangi að óskum, annars þarf ég að bíða til september. Vona að ég þurfi þess ekki.

Núna erum við(ég, mamma, Jón og Lilja) búin að vera að pakka öllu í íbúðinni. Í gær var rúminu og sófanum pakkað svo við gátum ekki gist hér í nótt. Þannig að síðasta nóttin í íbúðinni er búin.
Svo kemur maðurinn að sækja allt dótið á morgun... einhvern tíman :P

04 febrúar 2009

Göteborgs Tingsrätt

 


Eitthvað þarf maður að hafa gert af sér til að þessi bíll þurfi að standa fyrir utan dómstólinn.
Update: Maður þarf að vera grunaður um að ræna aðalstöðvar póstsins í Gautaborg, koma fyrir nokkrum sprengjum og einnig að hafa kveikt í 3 bílum.

Því miður var enginn löggimann vopnaður hríðskotabyssu nálægt þegar ég tók myndina, annars hefði ég líklega fengið hann til að pósa :) Annars hef ég séð 2 með hríðskotabyssur vera á vappi kringum bílinn og dyrnar inn í dómshúsið.

En annars 11 dagar í að ég komi heim. Ég er búin að tilkynna fluttning á lögheimili, næsta skref er að mæta í eigin persónu niður á hagstofu til að skrá lögheimilið á klakanum. Ætla að flytja lögheimilið beint í Ofanleitið, þannig að þá þarf ég ekki að hugsa frekar um það þegar dótið kemur og ég fer af hótel Mömmu.

En ég ætla að reyna að vera löghlýðin þar til að ég fer svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum bíl.
Posted by Picasa

28 janúar 2009

Upplifun

Ekki bjóst ég við að svíar væru farnir að lesa bloggið mitt :) Maður þarf kannski að fara að hugsa betur hvað maður röflar um hérna til að móðga engan :Þ (skýring í kommentum bloggsins hér á undan :Þ)

En eitt verð ég nú að segja ykkur frá, en ég vona að þessi saga eigi ekki almennt við um sænska lækna, já eða lækna yfir höfuð.
Ég sem sagt fór til læknis í morgun út af verk í mjöðminni. Ég hef örugglega sagt frá því þegar ég fór síðast að hitta þennan lækni, já eða læknu, að hún sagðist haf heyrt að gatið sem maturinn fer í gegnum á leið úr maganum væri ca 1 cm.
Núna í dag ákvað hún að mæla á mér lappirnar til að athuga hvort það væri eitthvað ósamræmi. Og þegar hún er að mæla segir hún "ja ég er nú ekkert góð í þessu þannig að þetta er nú ekkert nákvæm mæling" og svo fer hún líka að tala um að hægt sé að sprauta kortisoni í vöðvann en það þarf að passa sig að það fari ekki í æðar og taugar sem liggja nálægt. En hún segist heldur ekki treysta sér almennilega í að sprauta þessu þar sem hún er ekkert góð í því, hún sagðist hafa farið á kúrs í fyrra en finnst hún strax farin að missa haldbragðið.

Ég fór svona að spá hvar hún hefði fengið lækningarleyfið, hvort það hefði nokkuð verið í cheerioskassa. Hún hefur alla vegana ekki vit á því að þegja yfir því sem hún er ekki 100% á.

26 janúar 2009

Bastu

Ég er eitthvað að bölva þessu MS-verkefni... mér finnst ég alveg föst... veit ekkert hvað ég á að gera og finnst eins og ég viti ekki alveg hverni ég á að biðja um hjálp, hve mikla hjálp má maður fá án þess að leiðbeinendum finnist þeir vera að gera verkefið? En þetta fer nú að skírast vonandi fljótlega.

Ég og 19 aðrir, þeas 16 íslendingar og 2 svíar og einn þjóðverji, fórum saman í sumarbústað hérna rétt fyrir utan Gautaborg á föstudaginn og gistum eina nótt. Það var gufubað á staðnum og eyddum við dágóðum tíma þar, svo var auðvitað mesta sportið að dýfa sér ofan í vök í vatninu við gufubaðið. Ég fór 4 sinnum ofan í, en margir fóru mun oftar :Þ
Ég og Guðrún sáum um matinn sem heppnaðist mjög vel. Okkur fannst svolítið erfitt að rikna út hvað við þurftum mikinn mat en þetta passaði bara akkúrat, það varð ein kjúklingabringa eftir þannig að enginn á að hafa farið svangur frá borðinu.
Raggi kom með surströmming, sem er eitt það ógeðslegasta sem ég hef smakkað. Einhverjir hafa líkt þessu við hákarlinn, en ég held að það sé aðalega hugmyndin því bragðið er engan vegin líkt. Ég get borðarð hákarl en þetta var hreinn og klár viðbjóður og nánast ómögulegt að skera í bita. Lyktin er eins og af holræsi og bragðið svipað blandað með smá salti. En ég er ánægð með að hafa prófað þetta, það er ekki hægt að hafa búið hérna í 4,5 ár og ekki smakkað surströmming.

Ég skrapp í bankann um daginn til að leysa út eina ávísun frá DK, en fyrirtækið sem við nöfnurnar heimsóttum í desember ætlaði að borga lestina fyrir okkur og fékk ég því senda ávísun. Fyrst fór ég í minn banka, þar var mér sagt að þar sem grunnupphæðin væri svo há að það væri best að fara í systurbanka þessa danska banka sem ávísunin var frá, halló þetta voru rúmar 500 kr DKK, vóóó þvílík upphæð :o. Eftir nokkra daga þá fer ég þanngað og þá er mér sagt að þar sem að þessi ávísun eigi að greiðast inn á reikning en ekki út í seðlum þá verði ég að fara þar sem ég er í viðskiptum. Þannig að þá fer ég aftur þanngað en í annað útibú og þar fæ ég upplýsingarnar að þar sem þetta er í dönskum krónum þá verði ég að fara í danskan banka, sem ég ætti að geta gert 15. feb. En í öllum þessum heimsóknum þurfti stafsfólkið að tala við einhvern annan sem svo talaði við einhvern annan. Ég gat ekki trúað að þetta væri svona erfitt þar sem bæði minn banki og hinn eru til í báðum löndunum.

Jæja farin aftur að skoða fyrirbærafræði já eða túlkandi fyrirbærafræðileg greining... hljómar þetta ekki spennadi??

16 janúar 2009

Heimkoma

Ég er sem sagt komin út aftur, fór 12 jan.
En ég er á leiðinni heim aftur. Ég kem 15. febrúar og verð svo heima þanngað til seinni part mars og þá fer ég út aftur, mæti í skólann og pakka niður öllu dótinu mínu og kem því fyrir í skipi.
Ég var að segja upp íbúðinni áðan frá og með 26. mars. Svolítið skrítin tilfinning verð ég að segja. Allt tekur enda einhvern tíman og stundum verður maður bara að takast á við raunveruleikann og framtíðina.

04 janúar 2009

Gleðilegt ár

Jæja þá eru jólin búin og komið nýtt ár... og farið að styttast í annan endan á þessu jólafríi. En ég fer út mánudaginn 12. jan, þeas eftir viku.

Þetta eru búin að vera ágætis jól, get ekki sagt annað. Búin að sofa alveg losalega mikið, að mér finnt.

Svo fer bara að styttast í að ég flytji heim. Ég verð bara úti í mánuð og svo kem ég aftur um miðjan febrúar, á eftir að kaupa miða. Þarf reyndar að fara aftur út seinni partinn í mars þannig að það geti verið að ég bíði með að flytja dótið, þanngað til þá. En það fer eftir ýmsu.

Það er svolítið skrítin tilfinning að flytja heim. Hlakka til en á líka eftir að sakna ýmislegs í Svíaríki. En svona þegar maður flytur heim byrjar nýr kafli í lífinu sem ég hlakka til að takast á við.

Ég nenni nú ekki að skrifa mikið þessa dagana enda er ekki mikið að gerast.