25 maí 2009

Allt að koma

Jæja þá er ég búin að skila ritgerðinni, en það var gert kl 14:29 á miðvikudaginn síðasta. Mjög fínt, get ekki annað sagt að þungu fargi var af mér létt.
Ég fór svo bara norður um helgina og hafði það fínt, gott að fá svona langt og gott frí og svaf líka alveg nóg.
Fékk svo ritgerðina, sem ég á að gagnrýna, í dag en ég átti að fá hana á fimmtudaginn. En mér skilst að manneskjan hafi skilað of seint.

Annars er ég búin að vera að vinna í dag sem var bara fínt, líka gott að fá smá pening. Gott að breyta smá til :)

Annars er ég að fara að fljúga út á föstudaginn og svo er vörnin á mánudaginn 1. júní. Og það er nóg að gera í vikunni :) Mögulega upptekin öll kvöld, en það er sjaldgjæft hér á bæ :Þ